Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2007, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 10.11.2007, Qupperneq 26
Í rauðabítið í morgun (kl. 11) hringdi Bergsteinn verkstjóri minn og verndari frá Fréttablað- inu og sagði að dagbókin mín sem ég sendi í gærkvöldi hefði borist með skilum, hins vegar hefðu engar myndir fylgt. Þetta þýddi að ég varð að klæða mig upp úr rúm- inu löngu fyrir hádegi og bruna til Aix og hlaupa þar á milli netkaffi- húsa. Allar tölvur sem ég reyndi við þóttust hafa sent myndirnar skil- víslega en á hinum endanum sat Bergsteinn eins og ljósmóðir við Fréttablaðstölvuna og tilkynnti mér jafnharðan símleiðis að ekk- ert bólaði á myndunum. Á síðasta netkaffihúsinu sem ég fann tókst loks að koma einni ljós- mynd frá Frakklandi til Íslands. Þar inni voru tvær hrörlegar tölvur og þung- lyndislegur eigandi í síðum kufli að hætti Túnisbúa sleppti mér inn fyrir náð og miskunn. Adam var þó ekki lengi í Paradís því að það var sama hvað ég reyndi, aðeins ein mynd rataði heim til að prýða dagbókina. Bergsteinn tók þessu merkilega vel og kunni hið kristilega trix að gleðjast yfir einni mynd sem rataði heim í stað þess að súta hinar sem glötuðust. Seinnipartinn í dag skrupp- um við niður á Rívíeruna og spókuðum okkur við höfnina í Cassis í glampandi sólskini og breyskjuhita. Cassis er lítill ferða- og fiski- mannabær við sérdeilis fallega vík. Þar bjó fjölskylda Napó- leons á góðu hóteli í ágúst og september árið 1793 á meðan litli stórskotaliðs- höfuðsmaðurinn var að endurheimta borgina Toulon þarna í nágrenninu úr klóm Breta og andbyltingarsinna. Napóleon stóð sig svo snilldarlega í þeirri her- ferð við að hlunka á Bretana að Robespierre gerði hann að hers- höfðingja – og framhaldið af því þekkja allir. Kvöldinu eyddum við svo í Marseille. Þaðan var fyrsti Íslandsvinurinn, Pýþeas, Grikkinn sem kom til Íslands í kringum árið 325 f. Kr. og kallaði land- ið Týli eða Thule. Senni- lega hefði það verið gott fyrir ferðaiðnaðinn að halda því nafni í stað þess að taka upp hið napra heiti Ísland – en þá værum við Íslending- ar væntanlega kallaðir Týlingar og það finnst mér einhvern veginn ekki við- kunnanlegt. Þetta var mikil sjóferð hjá Pýþeasi, en nú er talið að hann hafi siglt sem leið liggur til Bordeaux og Nantes og síðan til Land’s End og Plymouth í Englandi, því næst til Manar- eyjar, Hjaltlands, Orkneyja og til Íslands. Í bakaleiðinni sigldi hann með austurströnd Bretlands og komst loks heilu og höldnu heim aftur til Mars- eille. Í Marseille hefur verið mannabyggð frá ómunatíð og þar hafa fundist mannavist- arleifar frá því fyrir 30 þúsund árum. Núna búa þarna tæpar tvær milljónir. Það eru reyndar aðeins 30 ár en ekki 30 þúsund síðan ég kom síðast til Marseille og það verð ég að segja að borgin hefur tekið miklum stakkaskiptum á þessum þremur ára- tugum og er hin þrifalegasta. Þótt nú væri föstu- dagskvöld héldu Mars- eille-búar bæði gleði sinni og stillingu í stað þess að öskra og fljúgast á og brjóta gler á götum úti eins og í annarri hafn- arborg þar sem ég þekki til. Þrjá- tíu þúsund ára siðfágun hefur sitt að segja og svo er líka sagt að það hafi verið sjálf María úr Magdöl- um og Lazarus bróðir hennar sem kristnuðu Marseille-búa og þeir búa ábyggilega að því ennþá. Fyrir tilstilli alls konar vitleys- inga eru flugferðir orðnar hroða- lega óþægilegur ferðamáti en í Frakklandi er hægt að ferðast með hraðlest sem heitir TGV (train à grande vitesse) og gæti eiginlega heitið ofsahraðlest því að TGV á heimsmet hraðlesta í ofsaakstri og hefur mælst á 574,8 km hraða. Við kvöddum samferðafólkið í dag með kæru þakklæti fyrir ánægjulega samveru og tókum TGV til Parísar. Lögðum af stað rúmlega sex og vorum komin á Gare de Lyon-brautarstöðina í París um níu leytið. Þetta eru einir 750 km. Frá brautarstöðinni var ekki nema steinsnar á hótelið okkar sem af einhverjum dularfullum ástæðum kennir sig við sjöundu listgreinina og heitir Hotel du 7e Art, númer 20 Rue St. Paul í Le Marais, Mýrinni sem er heitið á gamla Gyðingahverfinu, fjórða hverfi Parísarborgar. Sjöunda listgreinin er auðvitað kvik- myndalistin. Hótelið sem kennir sig við hana hentar vel íslenskum kvikmynda- gerðarmanni sem ekki hefur auðgast úr hófi á listinni. Hjóna- herbergi kostar 100 evrur á sólar- hring og hótelið er „de charme et de caractère“ sem þýðir að þetta er tveggja stjörnu hótel. Þótt lúx- usinn sé enginn er rúmið þægilegt og rúmfötin hrein svo að okkur er einskis vant. Ég missti stjórn á mér í dag. Bókamenningin hérna er dásamleg. Mér þykja franskar bækur fallegri og fágaðri en aðrar bækur – og þá er ég að tala um bókagerðina, bókina sem grip, en ekki innihaldið. Ég veit vel að maður sem býr í 50 metra fjarlægt frá Borgarbókasafni Reykjavíkur þarf ekki bráðnauð- synlega að kaupa mikið af bókum. En sem betur fer er skynsemin ekki alltaf á vaktinni. Og í dag missti ég stjórn á mér. Núna eru flest helstu stórmenni andans samankomin í bakpokanum mínum og það þarf heilan skátaflokk til að lyfta honum. Lúðvík níundi fæddist árið 1215 og erfði konungstign þegar hann var sjö ára gamall, árið 1222 og ríkti yfir Frakklandi til dauðadags 1270. Hann var óhemju trúaður og hefur einn Frakkakónga verið tek- inn í dýrlingatölu. Ekki nóg með að Lúðvík væri trúaður heldur hefur hann verið býsna trúgjarn líka, því að Bald- vin keisari í Miklagarði prangaði inn á hann helgigripum fyrir stór- fé. Gripirnir voru hin uppruna- lega þyrnikóróna og naglarnir sem notaðir voru við krossfesting- una. Yfir þessa gripi lét Lúðvík reisa sérstaka kapellu, La Sainte Chap- elle, sem stendur ekki langt frá Notre Dame-kirkjunni og er ein- hver fegursta bygging í veröld- inni. Sagan segir að kaupverð helgigripanna hafi verið fimmfalt hærra en kostnaðurinn við bygg- inguna sem var þó ærinn svo að væntanlega hefur Baldvin Mikla- garðskeisari haft eitthvað fyrir sinn snúð. Ástæðan fyrir því að ég rifja upp þessi löngu gleymdu viðskipti er sú að við frú Sólveig fórum á yndislega kvöldtónleika í Sainte Chapelle og hlustuðum á kammer- sveit leika hornakonserta nr. 1 og 3 eftir Mozart. Einleikari var mik- ill virtúós, Daniel Breszynski, sem lék reyndar ekki á básúnu heldur á hljóðfærið „saquebout“ eða bar- okk-básúnu og blés af mikilli snilld. Ekki veit ég hvort Lúðvík níundi tapaði eða græddi á braskinu með nagla og þyrnikórónu en hitt veit ég að það er göfgandi fyrir sálina að eiga þess kost að koma um stund inn í þá makalausu bygg- ingu Sainte Chapelle og njóta tón- listar. Svo fengum við frú Sólveig okkur bita á góðum stað í Latínu- hverfinu á eftir og leiddumst svo eftir Signubökkum á leið heim á kvikmyndahótelið. Það vildi ég að helgimunir kæm- ust í tísku hjá nýríka liðinu á Íslandi ef það mætti verða til þess að þjóðin eignaðist svona fallegt hús. Ferðadagur. Flugum heim frá París. Upp úr bakpokanum mínum komu 34 bækur. Þetta er náttúru- lega bilun. Samt er ég svo forhertur að ég iðrast einskis. Þetta var dásamleg ferð og það var vel tekið á móti okkur þegar við komum heim. Nú byrjar víst alvara lífsins á nýjan leik eftir hopp og hí suður í löndum. Samt nenni ég ekki að setja mig inn í helstu fréttir fyrr en ég er búinn að jafna mig eftir ferðalagið. Reyndar efast ég um að ég fylgist með öðru en bóka- fréttum á næstunni. Jólavertíðin er byrjuð. Þetta verður mikil veisla. Bóka- ormar allra landa sameinist! Oddur nágranni sagði mér að hann hefði spurt litlu Sól um dag- inn hvort afi og amma hefðu farið til Frakklands. „Nei,“ sagði sú stutta. „Þau fóru til útlanda.“ Týlingar eða Íslendingar? Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá ofurhraðlest, þrjátíu þúsund ára siðfágun, ferð á slóðir fyrsta Íslandsvinarins; einnig er minnst á Maríu frá Magdölum og Lazarus bróður hennar, brask með helga muni og rómantíska kvöldgöngu. Fæst í Bónus Kisu nammi (harðfisktöflur) Kisu bitafiskur Íslensk framleiðsla úr úrvals hráefni. Góður kisi á gott skilið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.