Fréttablaðið - 10.11.2007, Page 34

Fréttablaðið - 10.11.2007, Page 34
hafi til að byrja með verið í borginni Tskaitubo, um 200 kílómetra frá Tíbl- lisi, en svo hafi þau farið til Tíblisi og hreiðrað um sig í Gagraheimilinu ásamt öllum hinum flóttamönnunum sem þar búa. Managadze varð að skilja allar eigur sínar eftir í Abkasíu, eins og allir hinir flóttamennirnir, og kom því allslaus til Tíblisi. „Við bíðum eftir aðstoð frá Saakashvili forseta,“ segir hann. „Við vonum og trúum að hann hjálpi okkur að snúa aftur til Abkasíu.“ Gulnara Natsvaladze er ein af fjöl- mörgum konum í Gagra-heimilinu. Hún hefur búið þar í fimmtán ár og bíður og vonast til að komast aftur heim til Abkasíu. Natsvaladze var læknir á heilsuhæli í Gagra og bjó í þriggja herbergja íbúð nærri Svarta- hafsströndinni fyrir flóttann. Hún á þrjú börn sem eru nú 32, 34 og 35 ára og hafa sum stofnað sína eigin fjöl- skyldu en eiginmaður hennar lést eftir flóttann til Georgíu. Foreldrar hennar létust í Abkasíu og eru þar jarðsettir. „Við vonum að forsetinn hjálpi okkur að komast heim aftur,“ segir hún og hinar konurnar kinka kolli og taka undir. Hún kveðst ekki hafa neina hugmynd um það hvað Saakashvili geti gert, hún segist bara bíða og vona að hann geri eitthvað og að hún, börn- in hennar og barnabörn komist aftur heim. Þau bíða öll eftir því. Við bíðum eftir aðstoð frá Saakas- hvili forseta. Við vonum og trúum að hann hjálpi okkur að snúa aftur til Abkasíu. Georgíumenn flúðu hundr- uðum þúsunda saman frá Abkasíu, héraði í Georgíu, í stríði sem geisaði milli Abkasa og Georgíumanna á árunum 1992-1994. Abkasar vilja sjálf- stæði frá Georgíu en Georg- íumenn hafa ekki viljað gefa héraðið eftir. Guðrún Helga Sigurðardóttir heimsótti flótta- menn sem hafa búið í niður- níddu félagsheimili knatt- spyrnufélags í fimmtán ár. A bkasar hafa haft stuðning Rússa í sjálfstæðisbaráttu sinni enda hafa þeir hallað sér að þeim. Mikheil Saakashvili, forseti Georgíu, hefur hins vegar sagt að georgísk stjórn- völd verði búin að leysa krísuna milli Georg- íu og Abkasíu á friðsamlegan hátt fyrir for- setakosningarnar í Georgíu á næsta ári. Fátt bendir til að það geti orðið. Enn þann dag í dag eiga sér stað átök milli Georgíumanna og Abkasa, sem búa í hérað- inu Abkasíu í norðurhluta landsins við Svartahafið með landamæri að Rússlandi, og öðru hvoru berast fréttir af skothríð, sprengingum og gíslatöku. Á meðan bíða Georgíumennirnir frá Abkasíu eftir því að Saakashvili Georgíuforseti leysi deiluna svo að þeir geti flutt heim. Opinberar tölur í Georgíu segja að flótta- mennirnir séu 250 þúsund talsins og kannski eru þeir fleiri. Talið er að stór hluti þeirra hafi farið af landi brott á tíunda áratugnum til að vinna erlendis eins og svo margir aðrir Georgíumenn. Flóttamennirnir frá Abkasíu búa í yfirgefnum verksmiðjum, gömlum Intourist-hótelum en svo nefndust gömlu sovésku ríkishótelin, tómum sjúkrahúsum og skólum út um alla Georgíu, sérstaklega þó í stærstu borgunum, höfuðborginni Tíblisi og borginni Kutaisi sem er í miðri Georgíu. Í yfirgefnu félagsheimili Gagra-knatt- spyrnufélagsins búa hátt í hundrað manns, eða tuttugu og níu fjölskyldur. Húsið er skelfilega hrörlegt og alls ekki íbúðarhús- næði sem Íslendingar myndu láta sér lynda, rúður eru brotnar og hurðir halda hvorki vatni né vindum. Ekkert hefur verið gert við húsið í langan tíma og þarna hefur stór hópur fólks hreiðrað um sig. Fólkið hefur ekki í önnur hús að venda. „Ég flúði frá Abkasíu í ársbyrjun árið 1992 vegna stríðsins milli Abkasa og Georgíu- manna. Ég bjó í tuttugu og fimm fermetra íbúð í tveggja hæða húsi og var atvinnumaður í knattspyrnu áður en ég flúði,“ segir Tristan Managadze, einn af flóttamönnunum frá Gagra, borg sem er nærri landamærum Abkasíu og Rússlands, en þar urðu átökin einna hörðust. „Ástandið var skelfilegt vegna stríðsins. Abkasarnir myrtu georgíska ríkisborgara svo að við urðum að fara. Margir vina minna voru drepnir,“ segir hann. Managadze segist hafa flúið með fjölskyldu sína yfir landamærin til Rússlands og flogið svo frá Rússlandi til Georgíu. Hann segir að Rússarnir hafi stutt Abkasa og þannig tekið þátt í borgarastríðinu. Fjölskyldunni hafi ekki verið vært í Rússlandi og þau hafi líka viljað komast til Georgíu eins og allir hinir flótta- mennirnir sem höfðu yfirgefið borgina. Managadze segir að þau hafi fengið áfall fyrst eftir komuna til Georgíu. Þau hafi ekkert vitað hvað þau hafi átt að gera. Þau Bíða eftir að komast aftur heim
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.