Fréttablaðið - 10.11.2007, Side 38
Á þeim rúmum 40 árum sem Hallgrímskirkja Guðjóns
Samúelssonar var í smíðum afrekaði hú það að verða ein
umdeildasta bygging landsins, fyrr og síðar. Menn byrj-
uðu að deila um útlit hennar, staðsetningu og kostnað
áður en hún var byggð og á þeim tíma sem hún var í bygg-
ingu birtust reglulega greinar sem hnýttu í bygginguna
og gátu heilu vikurnar snúist um Hallgrímskirkja þetta
og Hallgrímskirkja hitt í Morgunblaðinu.
Það er ýmislegt sem á góðum degi getur hróflað við þjóðarsálinni og ært. Þar framarlega í flokki fara stórar byggingar, hús, sem
standa munu þarna líklega það sem eftir lifir ævi okkar og við erum fljót upp á framlappirnar teljum við að húsið verði listrænum
taugum okkar eða þægindum til trafala. Júlía Margrét Alexandersdóttir skoðaði nokkur af allra umdeildustu húsum Reykjavíkur.
Elskuð og hötuð í senn
Byrjað var að byggja Ráðhús Reykjavíkur árið 1987 en
arkitektar hússins voru Margrét Harðardóttir og Steve
Christer. Staðsetning hússins varð helsti þyrnir í augum
þeirra sem voru andsnúnir byggingunni og fóru samtökin
Tjörnin lifi þar fremst í flokki. Viljayfirlýsing tíu þúsund
Reykvíkinga lá fyrir áður en framkvæmdir hófust. Og allt
var tínt til. Fornminjar átti að vera að finna á þessu stæði,
ekki væri hægt að byggja í þesssari drullu og einhverjir
lögðu til að skrúðgarðsreitur yrði settur þarna í staðinn. Í
skoðanakönnun sem gerð var fyrir Stöð 2 um þetta leyti
kom þó í ljós að 2/3 hlutar borgarbúa vildu fá ráðhús á þess-
um stað. Húsið var formlega opnað vorið 1992.
Perlan og Ráðhúsið tilheyra
sama tíma og þótt Perlan hafi
verið reist á vegum Hita-
veitu Reykjavíkur er hún
engu að síður löngum tengd
nafni Davíðs Oddssonar. Þeir
sem sáu svart þegar Ráðhús-
ið var nefnt gerðu það flestir
einnig þegar Perluna bar á
góma. Umræðan var þó á
talsvert léttari nótum og með
skemmtilegum spekúlasjón-
um. Fljótlega var farið að
uppnefna mannvirkið og það
kallað skopparakringlan og
alls kyns athugasemdir fengu
að fljóta sem voru þó oft líka
hlaðnar eftirvæntingu. Ótt-
aðist forstöðumaður dægur-
málaútvarps Rásar 2 til
dæmis að ekkert myndi sjást
út um rúðurnar því glerið
væri svo dökkt.
Perlan var vígð árið á
undan Ráðhúsinu, 1991, en
það var Ingimundur Sveins-
son arkitekt sem teiknaði
húsið.
Í lokin má láta fylgja litla sögu, sem í dag mætti telja
gamansögu, af glerhýsinu við Iðnó. Reykjavíkur-
borg ákvað árið 1994 að gefa suðurhlið Iðnó andlits-
lyftinu og var Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar
arkitekts í samráði við Þorstein Gunnarsson arki-
tekt fengin til að finna lausn. Þeir reistu gler- og stál-
grindarbyggingu sem mörgum þótt skemmtilegt
uppátæki og líktu nokkrir lausninni við við gler-
pýramídann í Louvre. Nokkrum árum síðar eyddu
borgaryfirvöld svo nokkrum milljónum í að láta
fjarlægja glerhýsið og er það nú framan við Hótel
Keflavík.