Fréttablaðið - 10.11.2007, Page 38

Fréttablaðið - 10.11.2007, Page 38
Á þeim rúmum 40 árum sem Hallgrímskirkja Guðjóns Samúelssonar var í smíðum afrekaði hú það að verða ein umdeildasta bygging landsins, fyrr og síðar. Menn byrj- uðu að deila um útlit hennar, staðsetningu og kostnað áður en hún var byggð og á þeim tíma sem hún var í bygg- ingu birtust reglulega greinar sem hnýttu í bygginguna og gátu heilu vikurnar snúist um Hallgrímskirkja þetta og Hallgrímskirkja hitt í Morgunblaðinu. Það er ýmislegt sem á góðum degi getur hróflað við þjóðarsálinni og ært. Þar framarlega í flokki fara stórar byggingar, hús, sem standa munu þarna líklega það sem eftir lifir ævi okkar og við erum fljót upp á framlappirnar teljum við að húsið verði listrænum taugum okkar eða þægindum til trafala. Júlía Margrét Alexandersdóttir skoðaði nokkur af allra umdeildustu húsum Reykjavíkur. Elskuð og hötuð í senn Byrjað var að byggja Ráðhús Reykjavíkur árið 1987 en arkitektar hússins voru Margrét Harðardóttir og Steve Christer. Staðsetning hússins varð helsti þyrnir í augum þeirra sem voru andsnúnir byggingunni og fóru samtökin Tjörnin lifi þar fremst í flokki. Viljayfirlýsing tíu þúsund Reykvíkinga lá fyrir áður en framkvæmdir hófust. Og allt var tínt til. Fornminjar átti að vera að finna á þessu stæði, ekki væri hægt að byggja í þesssari drullu og einhverjir lögðu til að skrúðgarðsreitur yrði settur þarna í staðinn. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir Stöð 2 um þetta leyti kom þó í ljós að 2/3 hlutar borgarbúa vildu fá ráðhús á þess- um stað. Húsið var formlega opnað vorið 1992. Perlan og Ráðhúsið tilheyra sama tíma og þótt Perlan hafi verið reist á vegum Hita- veitu Reykjavíkur er hún engu að síður löngum tengd nafni Davíðs Oddssonar. Þeir sem sáu svart þegar Ráðhús- ið var nefnt gerðu það flestir einnig þegar Perluna bar á góma. Umræðan var þó á talsvert léttari nótum og með skemmtilegum spekúlasjón- um. Fljótlega var farið að uppnefna mannvirkið og það kallað skopparakringlan og alls kyns athugasemdir fengu að fljóta sem voru þó oft líka hlaðnar eftirvæntingu. Ótt- aðist forstöðumaður dægur- málaútvarps Rásar 2 til dæmis að ekkert myndi sjást út um rúðurnar því glerið væri svo dökkt. Perlan var vígð árið á undan Ráðhúsinu, 1991, en það var Ingimundur Sveins- son arkitekt sem teiknaði húsið. Í lokin má láta fylgja litla sögu, sem í dag mætti telja gamansögu, af glerhýsinu við Iðnó. Reykjavíkur- borg ákvað árið 1994 að gefa suðurhlið Iðnó andlits- lyftinu og var Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar arkitekts í samráði við Þorstein Gunnarsson arki- tekt fengin til að finna lausn. Þeir reistu gler- og stál- grindarbyggingu sem mörgum þótt skemmtilegt uppátæki og líktu nokkrir lausninni við við gler- pýramídann í Louvre. Nokkrum árum síðar eyddu borgaryfirvöld svo nokkrum milljónum í að láta fjarlægja glerhýsið og er það nú framan við Hótel Keflavík.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.