Fréttablaðið - 10.11.2007, Síða 48

Fréttablaðið - 10.11.2007, Síða 48
Tunguháls 15 sími: 564 6070 www.kvarnir.is Tröppur og stigar Iðnaðartröppur ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Swopper vinnustóllinn • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Ánægja við leik og störf • Fæst í ýmsum litum www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 „Ég hef dundað mér við húsgagna- hönnun frá því ég byrjaði að læra arkítektúr en formlega byrjaði ég fyrir um tíu árum. Ég kláraði arkí- tektanámið árið 1990 en ég lærði í Kaupmannahöfn og Ósló. Upp- haflega ætlaði ég mér eiginlega að læra iðnhönnun og hafði lengi langað að læra að hanna bíla en svo kom raunveruleikinn til skjalanna og ef maður ætlar að búa á Íslandi þá er bílahönnun ekki mjög raun- hæf,“ segir Sigurður og bætir við: „Það má segja að ég sé í iðnhönn- un því ég hanna nú fleira en hús- gögn. Ég hanna til dæmis lampa og í raun allt sem tengist lokuðum rýmum bæði úti og inni.“ Sigurður segir kíminn að hann sé eiginlega orðinn eins og mubla hjá Källemo sem framleiðir megnið af húsbúnaði hans. Hönnun þessa fyrirtækis er frekar framúr- stefnuleg eða „avant garde“ eins og það kallast. Aðrir þekktir hönn- uðir hjá fyrirtækinu eru Jonas Bolin og Mats Theselius. „Þetta eru ekki hversdagshlutir sem Käll- emo býður upp á. Þetta er framúr- stefnuleg hönnun sem er til þess gerð að ögra bæði augum og öðrum skynfærum,“ segir Sigurður sem notar húsgögn mikið sem rann- sóknarvinnu. „Ég er náttúrlega menntaður arkítekt og þá er maður upptek- inn af burðarþoli og konstrúktíf- um raunveruleika, það er hvernig hlutirnir hanga saman og að það sé einhver heildstæð hugmynd í tæknilegri útfærslu og burðar- virki. Húsgögnin hafa því verið mér hugleikin því þetta er mæli- kvarði sem ég ræð við að smíða sjálfur. Þess vegna hef ég notað húsgögn mikið í rannsóknarvinnu á formi,“ útskýrir Sigurður áhuga- samur. Sigurður notar ýmiss konar efnivið og segist oft nota það sem hendi er næst. „Ég hef verið frem- ur fjölþreifinn á því sviði. Ég hef hins vegar töluverða reynslu af smíðum og er eiginlega alinn upp á trésmíðaverkstæði og það hefur því legið beint við að ég noti timbur. Annars hef ég notað mikið stál og plast og í rauninni bara allt mögulegt,“ útskýrir Sigurð- ur og bætir við að hann hafi mikla þörf fyrir að prófa sig áfram. Sem dæmi um sérstaka notkun á efni- viði má nefna lampa eftir Sigurð sem kallast „Take away“ og hlotið hefur mikla útbreiðslu. „Ég saumaði hann sjálfur úr veggjastriga. Þetta er trefja- strigi sem notaður er mikið á Norðurlöndunum og er límd- ur upp á gifsveggi og býr til strúktúr í vegginn. Ég kom ein- hvern tíma inn í málningarvöru- verslun og datt í hug að það gæti verið sniðugt að búa eitthvað til úr þessu vegna þess að það eru glertrefjar í þessu sem gera það að verkum að ljósleiðnin verður mjög skemmtileg. Þetta er eins og hríspappír nema ekki eins eldfimt þannig að efnið hent- ar betur í lampa,“ segir Sigurð- ur, sem er mjög hugvitssamur í efnisnotkun. Hann hefur einnig notað plex sem eru sléttar plast- plötur og bregður þeim yfir stóls- etu eins og peysu. „Að öllu jöfnu er byrjað á að búa til eitthvert áhald til þess að steypa setuna en það kostar tugi milljóna. Með því að nota plex getur maður búið til setuna með dúkahnífi,“ segir Sig- urður, sem hugsaði setuna líka þannig að fólk gæti auðveldlega skipt ef það vildi til dæmis annan lit eða ef setan myndi skemmast. Hönnun Sigurðar er í raun tví- skipt. Það er annars vegar fram- úrstefnuleg hönnun þar sem hlutirnir eru framleiddir í tak- mörkuðu upplagi og eru frekar safngripir sem seldir eru dýrum dómum og hins vegar iðnhönnun þar sem Sigurður býr til hluti til hversdagsnotkunar. „Mín hönnun er praktísk. Ef svo væri ekki þá væri þetta ekki hönnun held- ur listaverk. Það sem mér finnst áhugavert við hönnun er að hún nær betur athygli fjöldans og því finnst mér gaman að gera hluti sem ögra fólki á ýmsa vegu,“ segir Sigurður, sem finnst þróunin hafa verið í þá átt að listaverk séu oft lokuð inni á söfnum og því bara hluti fólks sem sér þau á meðan hönnunin er meira í umtalinu. „Ég er þeirrar skoðunar að ljótt og illa hannað umhverfi geri fólk að einhverju leyti verra því það er eins og að þrífast í sjónræn- um óþrifnaði. Mér finnst þó ekki að öll heimili eigi að líta út eins og einhver húsgagnaverslun. Fólk á frekar að blanda saman gömlu og nýju en það eru eðlilegustu og skemmtilegustu heimilin,“ segir Sigurður einlægur. hrefna@frettabladid.is Skynfærunum ögrað Sigurður Gústafsson, arkítekt og húsgagnahönnuður, hefur notið mikillar velgengni erlendis og þá sérstaklega á Norðurlöndunum. Hann hefur hlotið tvö helstu hönnunarverðlaun Norður- landa, Bruno Mathsson-verðlaunin sænsku árið 2001 og Söderbergs-verðlaunin árið 2003. Sigurður Gústafsson er nýfluttur með vinnustofu sína í Mosfellsbæinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hið fræga „Take away” ljós útbúið úr trefjastriga gefur frá sér skemmtilega birtu. Origami-stóllinn er einfaldur og stílhreinn. MYND/CURT EKBLOM DNA-tímaritastandur sem lítur út eins og litningur. MYND/CURT EKBLOM 10. NÓVEMBER 2007 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.