Fréttablaðið - 10.11.2007, Síða 52

Fréttablaðið - 10.11.2007, Síða 52
hús&heimili hér. Frekari uppbygging hverfisins fer eftir því hvenær Björgun flyt- ur með sínar höfuðstöðvar, en þá mun bryggjuhverfið halda áfram upp að Ingvari Helgasyni. Í milli- tíðinni stendur þó til að reisa há- hýsi hér lengra úti á tanganum svo þar gæti leynst framtíðarheimili okkar á sama góða staðnum,“ segir Arnar Gauti. Hann saknar þess þó að hafa ekki skóla og matvöruversl- un í bryggjuhverfinu. „Það vantar dálítið að geta ekki labbað eftir nýlenduvörum í hverfis- búðina, en hér er ekkert nema íbúðir. Í upphafi var meiningin að hafa hér lítið veitinga- og kaffihús og til þess byggður sérstakur glerskáli, til að sinna gestum og gangandi, sem og sjófarendum sem legðu hér við bryggjuna, en nú hefur glerskál- anum verið breytt í íbúðir og ekk- ert verður af þessum plönum. Það finnst mér sorglegt því þetta hefði getað virkað eins og í Nauthólsvík þar sem fólk kæmi til að skoða sjáv- arlífið og njóta útivistar í bland við góðar veitingar,“ segir Arnar Gauti, sem ásamt fjölskyldunni nýtur þess hve stutt er í náttúru og fallegar gönguleiðir í nágrenninu. „Þetta eru rómantísk heimkynni og yndislegt að labba um stígana þar sem ekki heyrist niðurinn í bíla- borginni, en bara gjálfrið í sjónum og hljóðin í náttúrunni. Við njótum þess mjög og förum ávallt í göngu- túr undir Gullinbrú og meðfram sjónum til barnamessu í Grafar- vogskirkju á sunnudagsmorgnum,“ segir Arnar Gauti, sem þó vildi ekki búa annars staðar í bryggju- hverfinu en í þeim húsum sem næst standa sjónum. „Fyrir mér er bryggjuhverfið þessi fremsti hluti; mér finnst maður geta búið hvar sem er ef maður er kominn aftast. Íbúðirnar eru margar orðnar barn síns tíma, og með mahóní í flestum innrétt- ingum, en hvergi er eins brenglað fasteignaverð og hér, því verðmæti hefur aukist mjög síðan við keypt- um,“ segir Arnar, sem þrátt fyrir fagurt auga fyrir hönnun leggur áherslu á fjölskylduvænt heimili fram yfir ópersónulegan sýningar- sal. „Ég vil að heimilið sé stílhreint en umfram allt notalegt og eðlileg um- gjörð fyrir fjölskylduna. Ég er afar heimakær og við Alla höfum yndi af því að bjóða góðum gestum í mat. Líf mitt snýst því um fjölskylduna, heimilið og auðvitað vinnuna, en ég er gríðarlegur pabbi og fer daglega út með Natalíu París í hjólatúr, sund eða annað, og gef mig heilshugar í fjölskyldulífið í öllum mínum frí- stundum.“ thordis@frettabladid.is Framhald af bls. 6 Svarti fiskurinn Nemo nýtur félagsskapar stólafjölskyldu úr hönnunarheimum við eldhúsborðið, en þar má hvílast á Maurn- um eftir Arne Jacobsen, Ghost eftir Philippe Starck, Oscar-rókókó- stólum og plaststól frá Ray & Charles Eames. Þetta fallega málverk Valtýs Péturssonar frá 1952 áskotnaðist Arnari Gauta frá miklum listaverkasafnara eftir lítilsháttar viðvik. Málverkið er kóróna yfir Jazz-sófa frá Sancal úr Epal, þar sem fjölskyldan á margar kósístundir saman. Yndisfrítt prinsessuherbergi Natalíu Parísar sem einnig nýtur þess að hafa heimsfræga og virta hönnuði meðal húsmuna. Arnar segir þau Öllu hafa notið þess að gera herbergið sem mestan ævintýraheim fyrir snótina, með kristalsljósakrónu, málverki og litlum útgáfum af Panton-stól og Sjöunni eftir Arne Jacobsen. „Draumahúsið mitt er húsið sem karakterinn minn í Óvit- um býr í en við erum einmitt að sýna þá í Leikfélagi Akureyrar um þessar mundir,“ segir leik- arinn Guðjón Davíð Karlsson, spurður um draumahúsið sitt. „Þetta er einstaklega fallegt hús og fullt af töfrum. Ég held að það sé rosalega mikilvægt að svoleiðis eiginleiki sé í hús- inu sem ég ætla að búa í,“ segir hann og bætir við. „Þar eru líka alls konar kistur sem geta geymt risastóra hluti, jafnvel miklu stærri en kistan er sjálf og það eru alls konar dósir sem hægt er að tala í og hlusta svo á í öðru herbergi, þannig að þetta verður að vera algjört ævin- týraheimili.“ Guðjón segir að húsið mætti jafnvel alveg vera svona lítið eins og á myndinni en þá væri hluti töfranna sá að hægt væri að búa í því þrátt fyrir smæðina. „Þá væri líka ódýrara að kaupa lóð fyrir það og hægt að troða því hvar sem er,” segir Guð- jón en hann segir þó aðalatriðið vera að það sé rosalega huggu- legt og fullt af töfrum. - sig DRAUMAHÚSIÐ Dreymir um töfrahús Guðjón Davíð Karlsson situr í miðju draumahúsinu sínu sem er fullt af töfrum og huggulegheitum. MYND/HEIDA.IS „Li Bien“ jólakúlurnar eru handmálaðar innan frá og merktar með ártali. Tilvalin jólagjöf. The Pier húsgagna- og gjafavöruverslunin Komdu, sjáðu og upplifðu … Smáratorgi 3 /201 Kópavogi /sími: 522 7860 /við hlið Toys’r’us mánudagar til föstudagar 11:00 til 19:00 /laugardagar 10:00 til 18:00 /sunnudagar 12:00 til 18:00 10. NÓVEMBER 2007 LAUGARDAGUR8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.