Fréttablaðið - 10.11.2007, Síða 72
Þegar Oasis varð frægari en Blur í
Bretlandi flúði Damon til Íslands
til að losna undan áreitinu. Hér var
honum tekið með virktum, Ingvar
Þórðarson bauð honum eins pró-
sents hlut í Kaffibarnum til að aug-
lýsa staðinn og Damon klæddist
gömlum handboltatreyjum merkt-
um Icelandair á tónleikum úti í
heimi.
Damon hefur haldið góðri tryggð
við Ísland síðan. Svo vel leið honum
hérna að hann lét byggja fyrir sig
hús í Grafarvogi. Byggingaraðil-
arnir voru reyndar ekki betri landkynning en svo að enn standa yfir
málaferli vegna aukakostnaðar við bygginguna.
Kanadískur geimfari með íslenskt
nafn. Þegar Kanadamenn skutu
geimskutlu upp í loftið fyrir ára-
tug tóku Íslendingar að sjálfsögðu
eftir þessum manni og hann varð
þjóðhetja í kjölfarið. Jafnvel þótt
hann talaði ekki stakt orð í íslensku
eða hefði heimsótt landið. En hann
kíkti reyndar við í kjölfarið.
Vinir og óvinir Íslendinga
Fyrir skemmstu komst hálfíslenskur maður í heimsfréttirnir fyrir tilraun til fjárkúgunar við bresku krúnuna. Þetta vakti vita-
skuld mikla hneykslan og umræðu meðal þjóðarinnar og flestir virtust sammála um að maðurinn gæti nú vart talist Íslending-
ur. Þannig virðast kaupin á eyrinni líka gerast; Íslendingum sem hneyksla á erlendri grundu er afneitað, og misjafnt er hvernig
erlendum gestum er tekið. Fréttablaðið rifjaði upp nokkrar hetjur og skúrka sem tengjast þjóðinni.
Sú frétt fór eins og eldur í sinu um
heimsbyggðina fyrir tveimur
vikum að Íslendingur sæti í gæslu-
varðhaldi í Bretlandi eftir að hafa
reynt að kúga fé út úr meðlimi
bresku konungsfjölskyldunnar.
Hér var um að ræða Paul Adalsteins-
son, sem reyndar kallar sig í dag
Ian Strachan, sem allt sitt líf hefur
búið í Bretlandi en á íslenskan
föður. Paul virðist litlu sambandi
hafa haldið við Ísland og því snerti
fréttin landsmenn ekki eins mikið
og ella. En þetta var samt sem áður
heitasta umræðuefnið á kaffistof-
unum þá vikuna. Lögfræðingur
Pauls, Giovanni Di Stefano, er auk
þess mikill Íslandsvinur. Hann
kvaðst í samtali við Fréttablaðið
hafa aðsetur í Vestmannaeyjum og
eiga í viðskiptum við Glitni.
Danski fótboltamaðurinn sem er
svo heppinn, eða óheppinn eftir
því hvernig á það er litið, að eiga
íslenskan afa. Þegar Tomasson
varð þekkt nafn í boltanum reyndu
margir íslenskir fjölmiðlar að fá
hann til að ræða um íslenskan upp-
runa sinn. Hann væri jú eftir allt
Íslendingur. Tomasson gaf ekki
mikið fyrir þetta, var snubbóttur í
svörum og vildi lítið kannast við
íslenskan uppruna sinn. Síðan
hefur landinn lítið gefið fyrir
þennan fúllynda Dana.
Umdeildi skáksnillingurinn Bobby
Fisher virtist ekki eiga sér við-
reisnar von þegar hópur Íslend-
inga hóf að berjast fyrir lausn
hans úr varðhaldi í Japan í árs-
byrjun 2005. Áður en langt um leið
hafði Alþingi hins vegar samþykkt
að veita honum ríkisborgararétt
af mannúðarástæðum og Fischer
var flogið hingað til lands í mars
sama ár. Mikill fjölmiðlasirkus
var við komu hans hingað, sirkus
sem venjulegt fólk áttaði sig engan
veginn á. Koma Fischer hingað til
lands virðist ekki hafa snert
almenning að nokkru marki, fæst-
ir verða varir við skáksnillinginn
sem hefur sig ekkert í frammi.
Ómögulegt virðist vera að fá
manninn til að tefla, sem í augum
margra hefði kannski verið það
eina sem réttlætti að honum var
veittur ríkisborgararéttur.
Það var í marsmánuði árið 2004
sem DV sagði fyrst frá raunum
Arons Pálma Ágústssonar, íslensks
pilts um tvítugt sem setið hafði
um árabil í fangelsi í Texas fyrir
kynferðisbrot sem hann framdi
sem barn. Í kjölfarið hóf RJF-hóp-
urinn, sem unnið hafði að lausn
Bobbys Fischer, tilraunir til að fá
Aron framseldan heim. Það reynd-
ist óvinnandi vígi, stjórnvöld í
Texas töldu afbrot hans svo alvar-
leg að ekki kæmi til greina að hann
yrði framseldur. RJF-hópurinn
studdi Aron því til háskólanáms
sem hann gat stundað þegar hann
var settur í stofufangelsi undir lok
afplánunarinnar. Aroni var vel
tekið við heimkomuna til Íslands í
lok sumars. Fjölmiðlar fjölluðu á
jákvæðan hátt um heimkomuna og
Aron hefur lýst höfðinglegum
móttökum sem hann hefur fengið.
Misjafn sauður er þó í mörgu fé og
fyrir skemmstu var ráðist á Aron í
miðbæ Reykjavíkur. Hann slapp
að mestu ómeiddur og er enn sátt-
ur við lífið hér á landi.
Kúbverskur handboltamaður sem
flúði land og settist að á Íslandi.
Gerði það gott með KA á Akureyri
og fékk að endingu íslenskan rík-
isborgararétt. Ekki leið á löngu
þar til „Dúndranúna“, eins og
hann var stundum kallaður, fór í
atvinnumennsku til Þýskalands
og ekki hefur spurst til hans í
langan tíma.
Indverska prinsessan átti í ára-
löngu ástar- og haturssambandi
við Ísland og Íslendinga. Á níunda
áratugnum var hún áberandi sem
fatafella í Reykjavík en á síðari
árum gerðist hún athafnasamur
tónlistarmaður. Leoncie gaf út
fjölda af geisladiskum sem fengu
vægast sagt misjafnar viðtökur,
en alltaf mikið umtal. Titlar platn-
anna bera því góða vitneskju: Sexy
Loverboy, My Icelandic Man og
Radio Rapist Wrestler. Leoncie
var ætíð áberandi á síðum dag-
blaðanna. Þar talaði hún meðal
annars um sigra sína og vinsældir
í öðrum löndum, gagnrýndi aðra
fjölmiðla fyrir ósanngjarna
umfjöllun og var ósátt við að lög
hennar fengju ekki næga spilun í
útvarpi og sjónvarpi. Undir það
síðasta átti hún einnig í harðvítug-
um deilum við nágranna sína í
Sandgerði. Sagan segir að Sand-
gerðisbær hafi að lokum keypt
íbúð Leoncie til að flýta fyrir því
að hún flytti á brott. Leoncie er nú
búsett í Bretlandi en hún heldur
góðu sambandi við aðdáendur sína
hér á landi í gegnum Myspace.
Breskur djammari sem var hand-
tekinn fyrir að smygla fíkniefnum
til landsins í kringum aldamótin.
Kio var fljótlega gerður að óvini
Íslands númer eitt. Þegar hann
var svo sýknaður í Hæstarétti
komu vöflur á marga. Sú samúð
sem hann fékk þá var þó fljót að
hverfa þegar Kio var skömmu
síðar handtekinn fyrir fíkniefna-
innflutning í Danmörku.
Forsetafrúin er líklegast sá gest-
ur sem Íslendingar hafa tekið
best. Fæstir vissu hvernig þeir
ættu að bregðast við þegar fregn-
ir bárust af því að Ólafur Ragnar
Grímsson ætti í sambandi við
aðra konu. Þá var ekki langt síðan
frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir
lést og fyrstu viðbrögð margra
voru neikvæð. Það tók Dorrit hins
vegar ekki langan tíma að vinna
hug og hjörtu þjóðarinnar. Ein-
lægni hennar, ást hennar á forset-
anum og einstakur áhugi hennar á
landinu, og viðleitni til að kynna
það erlendis, gerðu það að verk-
um að Íslendingar tóku Dorrit
opnum örmum. Og nú gætu fæstir
hugsað sér Ólaf Ragnar á Bessa-
stöðum án hennar.