Fréttablaðið - 10.11.2007, Síða 90

Fréttablaðið - 10.11.2007, Síða 90
Edduverðlaunin verða af- hent í beinni útsendingu á sunnudag. Fréttablaðið tal- aði við tvo formenn kvik- myndafélaga í framhalds- skólum og fékk þá til að spá í spilin. „Mér finnst Veðramót skara fram úr í flokki kvikmynda,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Willi- ams, oddviti myndbandaráðs Menntaskólans við Hamrahlíð. „Bæði Veðramót og Foreldrar eru góðar myndir sem fjalla um áhugavert efni en mér finnst und- arlegt að mynd eins og Vand- ræðamaðurinn sé tilnefnd og Ast- rópía ekki. Ég held að Veðramót taki þetta, leikurinn kemur meira á óvart en í Foreldrum og hún var skemmtilegri áhorfs.“ Hann spáir Sigtinu án Frímanns Gunn- arssonar sigri í flokki leikins sjónvarpsefnis. „Þættirnir um Næturvaktina eru frábærir. Allt sem Jón Gnarr snertir virðist verða að gulli. Ég myndi engu að síður skjóta á að Sigtið sigri þótt þetta sé tvísýnt. Sá þáttur hefur meiri rótfestu, er frábærlega leikinn og fer vel með áhugavert efni. Mér finnst þessir þættir þrepinu ofar en Stelpurnar hvað gæði varðar. Sketsaþættir verða þreyttir til lengdar.“ Geoffrey spáir Gunnari B. Guðmundssyni leikstjóraverðlaununum fyrir Astrópíu. „Hann var mikið til að vinna með leikara sem ekki eru menntaðir sem slíkir og tókst vel upp. Auk þess er myndin sjón- rænni en báðar hinar. Það þarf að vera gott til að ganga upp eins og í Astrópíu.“ Hann telur að Veðra- mót verði sigurvegari kvöldsins á Eddunni. „Myndin er frábær og verður tvímælalaust sett í flokk með bestu myndum síðustu ára- tuga.“ Árni Pétur Arnarsson, formað- ur kvikmyndafélags Menntaskól- ans á Akureyri, finnst Vandræða- maðurinn besta kvikmyndin sem tilnefnd er. „Hún er frumleg og fjallar um annað efni en hefð- bundnar íslenskar myndir. Hinar myndirnar eru báðar ágætar en helst til „íslenskar“ – of líkar öðrum íslenskum myndum og ófrumlegar. Ég er samt alls ekki viss um að Vandræðamaðurinn sigri.“ Árni Pétur spáir því að Næturvaktin beri sigurorð af Stelpunum og Sigtinu. „Það er mikið afrek að búa til svona marga fáránlega karaktera og fá það til að ganga upp eins og í Sigtinu. Húmorinn er góður og virkar. Ég held að Næturvaktin vinni engu að síður. Nýir, vinsælir, stórir og góðir þættir sem eru að slá í gegn. Þeir verða að teljast líklegir.“ Árni Pétur spáir því að Ragnar Braga- son vinni leikstjóraverðlaunin. „Þótt Guðný hafi staðið sig vel myndi ég veðja mínum peningum á Ragga. Mér finnst það einhvern veginn liggja beint við. Foreldrar er bara meiri „leikstjóramynd“ en Veðramót. Þar er sagan ekki bara sögð með leikurum heldur upp- setningu, myndatöku og sjónræn- um elementum.“ Og hver verður sigurvegari hátíðarinnar? „Mér finnst líklegt að Veðramót fái flest verðlaun en tel að Foreldrar muni standa sig vel í þeim flokkum þar sem hún er tilnefnd.“ Heimildarmyndin Reiði guðanna vann til enn einna verðlauna á dögunum á kvikmyndahátíðinni Red Rock í Bandaríkjunum sem besta heimildarmyndin. Þetta eru sjöttu verðlaunin sem myndin vinnur til eftir að hafa verið sýnd á átta hátíðum víðs vegar um heiminn. „Myndin hefur alls stað- ar hlotið mjög góða dóma,“ segir Jón Ármann Steinsson, annar framleiðenda myndarinnar. Reiði guðanna var sýnd í Sjónvarpinu fyrir skemmstu en hún fjallar um þær raunir sem kvikmyndalið Bjólfskviðu rataði í þegar tökur á myndinni fóru fram hér á landi. „Reiði guðanna hefur tvisvar verið send inn sem kandídat til Eddutilnefn- ingar en í hvor- ugt skiptið hefur hún hlot- ið náð fyrir augum nefnd- arinnar,“ segir Jón Ármann sem segist spyrja sig þeirrar spurningar hvort kjarkleysi valdi því að heimildarmynd sem sýni kvikmyndaiðnað á Íslandi í óþægi- legu ljósi sé ekki tilnefnd. „Er bransinn á Íslandi ekki þroskaðri en svo að þeir þori ekki að tilnefna þessa mynd? Ég er ekki að segja að Reiði guðanna sé endilega verð- launamynd á íslenskan mæli- kvarða en mér finnst skrítið að hún skuli ekki einu sinni tilnefnd miðað við það lof sem hún fær alls staðar annars staðar. Vonandi er yrkisefninu ekki um að kenna því þá eru tilnefningarnar mjög pólit- ískar á kvikmyndagerðarvísu.“ Hann bætir því við að það veki einnig furðu sína að Astrópía skuli ekki fá fleiri tilnefningar. „Það er út í hött. Veðramót fær ellefu til- nefningar en Astrópía, mynd sem hefur hlotið hylli áhorfenda, er bæði frumleg skemmtun og góð kvikmyndagerð er nánast hunds- uð. Það hefur ekki komið betri kvikmyndagerð úr íslenskum ranni í mörg herrans ár. Furðar sig á Eddutilnefningum Hljómsveitin Sigur Rós hefur ýtt úr vör samkeppni í tengslum við heimildarmyndina Heima sem kom út víða um heim fyrir skömmu. Aðdáendum sveitarinn- ar gefst kostur á að búa til sína eigin heimildarmynd í kringum óútgefið myndefni úr Heima, sem þeir geta sótt á netinu. Senda þeir síðan myndina inn á heimasíðuna Youtube og munu meðlimir Sigur Rósar ásamt leikstjóra Heima, Dean DeBlois, og fleiri aðilum sem unnu við gerð myndarinnar velja þar sigurvegarann. Skilafrestur er til fimmta desember og í fyrstu verðlaun eru innrammaðar ljósmyndir úr Heima, áritaðar af Sigur Rós. Samkeppni Sigur Rósar NÝJAR VÖRUR Í JÓLALÍNUNA Í HVERRI VIKU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.