Fréttablaðið - 10.11.2007, Page 98
Nýliðar Stjörnunnar
hafa vakið mikla athygli í Iceland
Express-deild karla. Stjarnan
sem tapaði öllum 22 leikjunum
þegar þeir voru síðast í deildinni
hefur unnið þrjá af fyrstu sex
leikjum sínum, þar á meðal
þriggja stiga sigur í Ljónagryfj-
unni í Njarðvík á fimmtudags-
kvöldið.
Lykillinn að góðum leik liðsins
hefur verið frammistaða Make-
dóníumannsins Dimitars Kar-
adzovski sem hefur skorað 20
stig, sett niður 4,3 þrista og gefið
5,3 stoðsendingar að meðaltali í
fyrstu sex leikjum tímabilsins.
Bragi Magnússon er að gera
góða hluti á sínu fyrsta ári sem
úrvalsdeildarþjálfari. „Ég sem
leikmaður í 12 til 13 ár í úrvals-
deild fór ekkert oft til Njarðvíkur
og vann. Þetta var fyrsti útisigur-
inn í sögu félagsins og við erum
eigilega að slá met í hverjum leik
sem við spilum. Okkar markmið
er úrslitakeppnin og hefur verið
það frá byrjun. Við erum á áætl-
un,“ segir Bragi, sem sá annað og
betra í Dimitar en að hann væri
leikstjórnandi.
„Dimitar er búinn að vera mjög
góður í öllum leikjunum. Hann
var notaður mikið sem leikstjórn-
andi hjá Skallagrími en ég nota
hann meira sem skotbakvörð. Þá
opnast meira fyrir hann og hann
getur einbeitt sér meira að því að
vera skytta og skorari. Það gat ég
gert af því að ég fékk líka Sævar
frá Haukunum. Sævar sér um hit-
ann og þungann af leikstjórn-
andastöðunni og það er að koma
rosalega vel út fyrir Dimitar að
geta einbeitt sér að því að vera
skotbakvörður,“ segir Bragi, sem
hefur einnig náð miklu út úr
öðrum reynsluminni leikmönnum
liðsins.
„Kjartan [Kjartansson], Sigur-
jón [Lárusson] og Fannar [Helga-
son] eru þessir Íslendingar sem
eru að spila einna mest hjá okkur.
Fannar hefur spilað lengi í úrvals-
deild en Sigurjón og Kjartan eru
að stíga sín fyrstu skref og eru
samt oft og tíðum að spila eins og
reyndir menn. Ég hef verið að
reyna að vinna með þessum strák-
um og reyna að fá þá til þess að
átta sig á því að spila leikinn en
ekki bara hverja sókn fyrir sig.
Ég er að reyna að koma því inn í
hausinn á þeim að hugsa um heild-
ina og ég held að það sé að takast
á margan hátt,“ segir Bragi, sem
er ánægður með alla leiki nema
einn.
„Það hefði reyndar mátt vera
meiri baráttuandi í liðinu í Fjölnis-
leiknum sem við töpuðum því
með fullri virðingu fyrir Fjölni þá
var það kannski eini leikurinn
sem við spiluðum illa. Alla aðra
leiki spiluðum við vel hvort sem
við höfum tapað eða unnið.
Grindavík rétt skreið út úr
Ásgarði með sigurinn og við
fórum upp á Stykkishólm og
vorum yfir lengi í leiknum þang-
að til að við misstum þetta á loka-
mínútunum. Eftir því sem meiri
reynsla dettur inn þá eigum við
eftir að klára fleiri leiki,“ segir
Bragi. Hann er ánægður með nýja
Bandaríkjamanninn sinn,
Maurice Ingram.
„Ein af ástæðunum fyrir því að
við tókum hann inn var að vega
upp reynsluleysið innan liðsins.
Maurice er að skila okkur því sem
við vorum að leita að en Steven
var ekki að skila okkur. Það er
klárt að Steven Thomas var góður
leikmaður en var ekki það sem
okkur vantaði,“ segir Bragi.
Stjörnuliðið er að spila allt annað
en auðvelda leiki þessa dagana.
„Við sáum að við værum að
fara að spila við þrjú bestu liðin á
landinu í einni röð. Við vorum
nýbúnir að spila við Grindavík og
Snæfell og tapa naumlega og við
sögðum því að ef við næðum að
vinna einn af þessum þremur
leikjum þá yrðum við glaðir.
Við gerðum ekki ráð fyrir að
vinna neinn þeirra en ef við
myndum vinna einn þá værum
við voðalega ánægðir. Við byrjuð-
um á því að vinna Njarðvík þannig
að við erum strax búnir að ná
markmiðum okkar út úr þessum
leikjum. Ef við vinnum annan leik
þá sef ég ekkert af gleði næstu
vikurnar. Við mætum bara í leik-
ina á móti KR og Keflavík alveg
eins og við gerðum í Njarðvík,
reiðubúnir að leggja okkur alla
fram og sjá síðan til hver staðan
verður í lokin,“ sagði Bragi að
lokum.
Bragi Magnússon, þjálfari Stjörnunnar, færði Dimitar Karadzovski úr stöðu leikstjórnanda í byrjun leik-
tíðar og leyfði honum að einbeita sér að því að vera skytta. Nýliðar Stjörnunnar hafa unnið þrjá af fyrstu
sex leikjum sínum og Dimitar hefur verið illviðráðanlegur það sem af er í Iceland Express-deild karla.
Steve McClaren, lands-
liðsþjálfari Englendinga, valdi
David Beckham í hópinn fyrir
leiki á móti Austurríki og Króatíu
en Beckham snýr nú aftur eftir
meiðsli sem héldu honum frá síð-
ustu landsleikjum.
Englendingar mæta Austur-
ríkismönnum í vináttulandsleik á
föstudaginn eftir tæpa viku og
spila síðan afar mikilvægan loka-
leik í undankeppninni gegn
Króatíu á Wembley 21. nóvember
næstkomandi.
Króatar eru á toppi riðilsins
með 26 stig og tvo leiki eftir. Eng-
land er með 23 stig og einn leik
eftir en Rússar, sem eru með 21
stig, eiga tvo leiki eftir á móti
Ísrael og Andorra. Ef Rússar
vinna sína leiki þá eru þeir
öruggir áfram en Englendingar
verða að treysta á að þeir misstígi
sig á sama tíma og þeir klára sinn
leik við geysisterkt lið Króata.
„Aðalvonbrigðin við þessa
stöðu er að þetta er ekki lengur í
okkar höndum. Ég hélt alltaf að
þetta myndi ráðast í Króatíu-
leiknum og ég er enn á þeirri
skoðun. Pressan er á Rússum,“
sagði Steve McClaren um leið og
hann tilkynnti hópinn en hann
segist bjartsýnn um að komast í
úrslitakeppnina næsta sumar og
að hann treysti á að Ísraelar geti
náð stigum af Rússum þegar þeir
heimsækja Jerúsalem.
David Beckham er á höttunum
eftir því að verða fimmti leik-
maðurinn sem nær að spila 100
leiki fyrir enska landsliðið en
hann hefur spilað 97 leiki til dags-
ins í dag. McClaren flaug til Los
Angeles til að kanna stöðuna á
Beckham áður en að hann valdi
hann í hópinn.
„Hann er í góðu standi, búinn
að ná sér af meiðslunum og hann
er í hópnum þrátt fyrir að hafa
ekki spilað lengi vegna þess að
hann er maður stóru leikjanna.
John Terry og Rio Ferdinand
verða ekki með og við þurfum á
reynslumiklum manni eins og
honum að halda,“ sagði McClaren
á blaðamannafundi.
Annar leikmaður sem kemur
inn í hópinn eftir meiðsli er Owen
Hargreaves hjá Manchester
United sem hefur ekki spilað með
landsliðinu á þessu ári. Þá eru
Ashley Cole og Wayne Bridge
einnig í hópnum en þeir hafa
glímt við meiðsli.
Nær Beckham leikjum númer 98 og 99?
Björgvin Björgvinsson náði
27. sæti í svigi á Evrópubikarmóti
í Landgraaf í Hollandi í gær.
Þetta er mjög góður árangur hjá
Björgvini þar sem allir sterkustu
svigmennirnir í Evrópubikarnum
í vetur voru með á þessu móti.
Björgvin fór niður brekkuna á
23,67 sekúndum eða tæpri
sekúndu á eftir Svíanum Hans
Olsson sem vann. Þar með er
Björgvin í 15. sæti í stigakeppni
Evrópubikarsins eftir tvö mót.
Björgvin er nú á leið til
Reiteralm í Austurríki þar sem
hann keppir í svigi í Heimsbik-
arnum á sunnudaginn. Síðan
verður karlalandsliðið við
æfingar í Austurríki út næstu
viku en verði veður hagstætt
hefur stefnan verið sett á að liðið
æfi á Íslandi eftir 18. nóvember.
Björgvin stóð
sig vel í sviginu
Wayne Rooney, leik-
maður Manchester United og
enska landsliðsins, verður ekki
með næstu fjórar vikurnar vegna
ökklameiðsla sem hann var fyrir
á æfingu.
Meðal leikja sem Rooney
missir af er lokaleikur enska
landsliðsins á móti Króatíu en
hann gæti ráðið úrslitum hvort
England komist á EM.
Rooney meiddist í fyrsta
deildarleiknum en var kominn í
hörkuform og var valinn besti
leikmaður ensku úrvalsdeildar-
innar í októbermánuði. Þessi
snjalli framherji var sem dæmi
búinn að skora 8 mörk í síðustu 7
leikjum United.
Frá næstu fjór-
ar vikurnar
Serbinn Drago
Pavlovic hefur sagt upp hjá Fjölni
og yfirgefið liðið, sem er í harðri
baráttu í Iceland Express-deild
karla. Þessi 27 ára og 201 cm
framherji hefur skorað 21,0 stig
og tekið 5,5 fráköst að meðaltali í
fyrstu sex leikjum liðsins. Hann
er annar Serbinn sem yfirgefur
Grafarvoginn á einni viku en
Nemanja Sovic gekk til liðs við
Breiðablik í síðustu viku.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins sagði Pavlovic upp fyrir
leik ÍR og Fjölnis í Seljaskóla á
fimmtudagskvöldið en lék hann
þó. Fjölnisliðið vann þar mikil-
vægan en nauman 83-85 sigur.
Þetta var aðeins annar sigur liðs-
ins í vetur en liðið hafði fyrir leik-
inn tapað þremur leikjum í röð.
Ákvörðunin um að segja upp
var algjörlega komin frá Pavlovic
sem var gagnrýndur á dögunum
fyrir að gefa ekki boltann en hann
náði ekki að gefa eina einustu
stoðendingu á þeirri 151 mínútu
sem hann spilaði í Fjölnisbún-
ingnum. Pavlovic tók aftur á móti
99 skot á þessum tíma.
Í leiknum á móti ÍR skoraði
Pavlovic 11 stig og tók 4 fráköst á
27 mínútum en hann klikkaði hins
vegar á 12 af 16 skotum sínum í
leiknum. Fjölnir hafði tólf stiga
forskot fyrir lokaleikhlutann en
tapaði honum 13-23. Pavlovic
hjálpaði ekki mikið á lokasprett-
inum því hann klikkaði á fimm af
sex skotum sínum í fjórða leik-
hlutanum.
Í öllum útlendingavandræðun-
um gátu Fjölnismenn þó glaðst
yfir framgöngu Karltons Mims
sem skoraði 23 stig í ÍR-leiknum
sem var 6,2 stigum yfir meðal-
skori hans fyrir leikinn. Það er þó
ljóst að Bárður Eyþórsson þarf
að finna menn í stað þeirra Sovic
og Pavlovic ætli Grafarvogsliðið
að keppa á jafnréttisgrundvelli
við öll hin lið deildarinnar sem
eru flest með þrjá erlenda leik-
menn.
Pavlovic sagði upp fyrir leik