Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 9. desember 2007 — 335. tölublað — 7. árgangur Stubbahúsin vinsælu fyrir utanhúss reykingarnar. Frábær hönnun, fást nú í 3 stærðum. Pöntunarsími: 564 1783 / 896 1783 Stubbahus.is OPNAR MÁNUDAGINN 10. DES Kl. 12:00 DVD JÓLAMARKAÐUR BÍÓMYNDIR: 1000+ TITLAR SJÓNVARPSSERÍUR: 200+ TITLAR AUKABLAÐ Í DAG VEÐRIÐ Í DAG LÖGREGLA „Húsbrot birtist okkur sem mikil ógnun við fólk. Þetta eru mjög alvarleg brot í mörgum tilvikum þar sem fólki er hótað eða ógnað með einhverjum hætti. Ofbeldi er beitt í sumum tilfellum þegar gerandinn vill ná fram vilja sínum,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgar- svæðinu. Frá árinu 1999 hafa 1.880 húsbrot verið kærð til lögreglu. Húsbrotamálum tengjast einnig hótanamál sem voru á fjórða þús- und á sama tímabili. Húsbrotum og málum vegna alvarlegra hótana hefur fjölgað mikið á undanförnum tíu árum samkvæmt afbrotatölfræði árs- skýrslu ríkislögreglustjóra árið 2006. Húsbrot voru þannig 187 árið 1999 en 291 árið 2005. Aðspurður hverju þetta sæti segir Geir Jón að húsbrot séu málaflokkur þar sem hvert og eitt mál sé mjög ólíkt. Hann vísar til þess að í mörgum tilfellum sé um að ræða fólk sem tengist nánum böndum, eins og til dæmis fyrrverandi sambýlisfólk eða hjón. „Svo eru það mál þar sem ruðst er inn á fólk með mjög öfga- fullum hætti og fólki jafnvel haldið föngnu á eigin heimili.“ Geir Jón hefur trú á því að aukin harka í samskiptum fólks í mikilli neyslu tengist jafnvel fjölgun húsbrota. Þar hafa komið upp mál vegna handrukkana þar sem hópur fólks ryðst inn í þeim tilgangi að fá greidda skuld. Dómar sem hafa gengið í málum sem tengjast húsbroti sýna mikla öfgar. Í maí síðast- liðnum var til dæmis mál tekið fyrir í Hæstarétti þar sem þrír menn höfðu ráðist inn í íbúð fyrr- verandi samstarfsmanns eins þeirra vopnaðir öxi. Húsbrotið kom í kjölfar alvarlegra hótana í gegnum síma, þar sem meðal annars var hótað barsmíðum og að viðkomandi yrði skotinn með byssu, færi hann ekki að vilja hinna ákærðu. Geir Jón staðfestir að mál vegna húsbrota og hótana fari oft saman. „Það er mjög mikið um símahótanir og hótanir í gegnum tölvupóst. Alvarlegustu tilfellin eru þegar fólki er hótað beint.“ Geir Jón segir ástæður þessara mála vera persónulegs eðlis, vegna viðskipta og oft séu hótan- ir ein aðferð handrukkara til inn- heimtu. „Þetta eru oft mjög erfið mál og reynir mikið á þá sem í þessu lenda,“ segir Geir Jón. - shá Brautarholtskirkja er 150 ára Minnsta og yngsta sóknin með elstu timburkirkjuna. TÍMAMÓT 12 Á niðurleið Herra Ísland lækkar með hverju árinu. FÓLK 38 Ætlaði að hætta á toppnum EIN ALLRA BESTA KNATTSPYRNUKONA ÍSLANDS FYRR OG SÍÐAR, ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR, HEFUR LAGT SKÓNA Á HILLUNA EFTIR SEXTÁN ÁRA EINSTAKAN FERIL. Englar á hvíta tjaldið True North og Vesturport vilja kvikmynda trylli Þráins Bertelssonar. FÓLK 50 16 Frost um allt land Hæg breytileg átt, frost um allt land og bjart, en él við suðvesturströndina síðdegis. VEÐUR 4   Fólki haldið föngnu heima Húsbrota- og hótanamálum hefur fjölgað síðastliðinn áratug. Málin eru oft persónulegur ágreiningur en mjög alvarleg tilfelli hafa komið upp. Yfirlögregluþjónn segir dæmi um að fólki sé haldið föngnu á eigin heimili. KÆRÐ MÁL VEGNA HÚSBROTA OG HÓTANA Húsbrot Hótanir 1999 187 337 2000 166 379 2001 182 383 2002 185 419 2003 201 473 2004 221 371 2005 291 427 2006 263 408 2007* 184 310 Alls: 1880 3507 *Bráðabirgðatölur fyrir 1. jan.-30. nóv. 2007 FÓLK Slökkt var á friðarsúlunni í Viðey í gær við hátíðlega athöfn. Lauk þar með fyrsta tveggja mán- aða tímabilinu sem kveikt var á verkinu. Dagsetningin var táknræn þar sem í gær voru liðin 27 ár frá því að bítillinn John Lennon var skot- inn til bana fyrir utan heimili sitt og eiginkonu sinnar, Yoko Ono, í New York. Atburðarins var minnst víða um heim og í Viðey var slökkt á friðarsúlu Yoko Ono sem nefnist „Imagine Peace Tower“ en kveikt var á súlunni í fyrsta sinn á fæðingardegi Lennons 9. október síðastliðinn. Ætlunin er að láta framvegis loga á friðarsúlunni milli fæðingar- og dánardægurs Lennons en auk þess verður hún tendruð við sér- stök tilefni. Boðið var upp á fjölbreytta dag- skrá í Viðey sem bar yfirskriftina „Minn friður – þinn friður“. Friðarstund var haldin í Viðeyjar- kirkju síðdegis og í kjölfarið var kyndlaganga að listaverkinu þar sem um hundrað manns fylgdust með er kveikt var á súlunni í síð- asta sinn á þessu ári. Siglt var að verkinu um kvöldið og það skoðað frá sjó og lék Einar Ágúst Víðisson bítlalög undir á meðan. Því næst var aftur haldið í kyndlagöngu að súlunni og slökkt á henni. - hs 27 ár liðin frá því að bítillinn John Lennon var myrtur í New York: Slökkt á friðarsúlunni í Viðey KYNDLAGANGA Í VIÐEY Um hundrað manns fylgdust með í gær er kveikt var á friðarsúlunni í síðasta sinn á árinu og var hinn ungi Ísak Parsi meðal þeirra. Honum fannst kyndlagangan skemmtileg og friðarsúlan vera flott enda hefur hann heimsótt Yoko Ono í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ENGLAND Þrátt fyrir viðvaranir enskra hagfræðinga um erfiða tíma framundan og áhyggjur af fasteignamarkaðnum er munaðar- vara enn í boði á Englandi. Næturklúbbur í London kynnti í gær heimsins dýrasta jólakokteil en glasið af honum kostar 35.000 pund eða um 4,4 milljónir króna. Movida-klúbburinn er vinsæll meðal fræga fólksins og hinna ofurríku og hafa klúbbnum nú þegar borist nokkrar pantanir að drykknum sem ber heitið „Galla- laus“ eða „Flawless“, eins og það útleggst á frummálinu. Í kokteilnum er Loðvíks XII koníak, hálf flaska af Cristal Rose kampavíni, púðursykur, Angostura bitterbrennivín og nokkrar flögur af 24 karata ætum gulllaufum. Drykknum er lýst sem hlýlegum og ferskum en það er þó ekki ástæðan fyrir svimandi háu verðinu. Á botni kristalsglassins er 11 karata hvítademantshringur. - hs Næturklúbbur í London: Kokteill á 4,4 milljónir króna Skellur hjá Liverpool Liverpool er sjö stigum á eftir Ars- enal eftir 3-1 tap í Reading. ÍÞRÓTTIR 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.