Fréttablaðið - 09.12.2007, Side 6

Fréttablaðið - 09.12.2007, Side 6
6 9. desember 2007 SUNNUDAGUR Stofnfjárútboð SpKef Sparisjóðurinn í Keflavík býður nú út nýtt stofnfé að nafnverði kr. 1.586.813.319. Farið er með útboðið skv. reglum um almennt útboð verðbréfa, en stofnfjár- eigendur sem skráðir eru við upphaf útboðsins eiga forgangsrétt til áskriftar í samræmi við hlufallslega eign sína, sbr. lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og samþykktir sjóðsins. Útboðstímabilið er 10.-17. desember 2007 og fellur áskrift í eindaga 31. desember 2007. Verð hverrar krónu nafnverðs í útboðinu er kr. 2,17419 og er heildarverðmæti útboðsins því kr. 3.450.033.650. Heildarnafnverð stofnfjár fyrir hækkunina er kr. 2.800.000.000 og verður eftir hækkunina kr. 4.386.813.319, að því gefnu að allt seljist. Umsjónaraðili útboðsins er Sparisjóðurinn í Keflavík og má nálgast lýsingu og önnur gögn sem tengjast útboðinu á heimasíðu Sparisjóðsins, www.spkef.is, og í afgreiðslum hans frá og með 10. desember 2007. Stjórn Sparisjóðsins í Keflavík Sparisjóðurinn í Keflavík | Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 6600 | spkef.is Opið til 22:00 fram að jólum © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 7 ISIG gjafapappír 3x0,7 m ýmsir litir 6 rúllur í pk. 495,- LÖGREGLUMÁL Móðir kvartaði til lögreglu eftir að dóttir hennar fann myndir á netinu sem hún lýsir sem viðbjóðslegum. Móðirin, sem er kennari, hafði beðið dóttur sína um að leita að jólamyndum á net- inu. Þegar slegin voru inn orðin Jesú og myndir á leitarvélinni Google birtust myndir af heima- síðu Lífsverndar, félags gegn fóst- ureyðingum. Myndirnar eru af limlestum fóstrum eftir fóstureyðingu. Fætur og hendur er bornar saman við stærð penings, myndir eru af afhöfðuðum barnslíkum eftir fóstureyðingu á seinni stigum meðgöngu og einnig eru þar mynd- rænar lýsingar á framkvæmd fóstureyðinga. Móðirin segist ganga út frá því að lögreglan geri eitthvað. Mál- staður Lífsverndar eigi rétt á sér, en að börn og unglingar geti farið inn á svona síður sé ekki í lagi. Magnús Ingi Sigmundsson, raf- virki, er ábyrgðarmaður síðunnar. Hann segist ekki hafa heyrt af kvörtunum vegna myndanna. „Við erum með myndir af fóstr- um sem hefur verið eytt til þess að vekja fólk til umhugsunar um fóst- ureyðingar. Það sést á myndunum þau hafa fulla mannsmynd. Þær breyta hugmyndum fólks um fóstureyðingar,“ segir Magnús. Á heimasíðunni hefur helstu rökum þeirra sem tala með fóstur- eyðingum verið svarað og einnig innihaldi bæklings um fóstureyð- ingar sem gefinn var út af kvenna- sviði Landspítalans. Óskar Þór Sigurðsson, lögreglufulltrúi sérrefsi l aga brotadeildar, segir að kvörtunin hafi verið send lögfræði- deild embættisins, en hann efist um að um lögbrot sé að ræða. - eb Móðir kvartaði til lögreglu undan myndum á heimasíðu Lífsverndar: Leitaði að Jesú og fann limlest fóstur FÓSTUR Á heimasíðu Lífsverndar segir að það er ekki einkamál kvenna að taka líf fósturs, heldur sé það mál alls samfélagsins. FÓLK Mannfjöldi á Íslandi verður kominn nálægt 438 þúsundum árið 2050 samkvæmt nýrri mann- fjöldaspá Hagstofu Íslands. Spáð er 0,8 prósenta árlegri fjölgun, heldur minni en á 20. öld. Við lok tímabilsins, árið 2050, munu íslenskir karlmenn geta vænst þess að ná 84,6 ára aldri að meðaltali, en íslenskar konur munu að jafnaði verða nokkrum árum eldri, 87,1 árs að meðal- tali. Í spá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að barnsfæðingum fækki nokkuð, en fæðingartíðnin verði áfram há í evrópsku samhengi. Íslenskar konur eignast rétt tvö börn hver í dag, en meðaltalið fer niður í 1,85 prósent árið 2050. Talsverð breyting mun verða á aldurssamsetningu þjóðarinnar á næstu árum og áratugum. Í dag eru elstu þjóðfélagsþegnarnir úr fámennum árgöngum kreppu- áranna. Eftir 2030, þegar fjöl- mennir árgangar eftirstríðs- áranna komast á eftirlaunaaldur, mun hlutfall aldraðra hækka. Árið 2050 verða 7,5 prósent íbúa 80 ára eða eldri, í saman- burði við 3,1 prósent í byrjun árs 2007. Fimmtungur íbúa verður 65 ára eða eldri, samanborið við 11,5 prósent í byrjun árs. - bj Hlutfall eldra fólks mun tvöfaldast á 40 árum samkvæmt spá Hagstofu Íslands: Verðum 438 þúsund árið 2050 MANNFJÖLDI Í spá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að barnsfæðingum fækki, en fæðingartíðnin verði áfram há miðað við Evrópulönd. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR VIÐSKIPTI Gengi hlutabréfa í Decode hefur hækkað hressilega að undanförnu eftir að hafa náð metlægðum fyrir tæpum mánuði. Gengi bréfanna í Decode var 4,12 dollarar á hlut þegar Nasdaq- kauphöllinni í New York var lokað á föstudag. Hinn 13. nóvember var lokagengið hins vegar aðeins 2,96 dollarar sem var það lægsta í fjögur ár. Hækkunin sem nú er orðin síðan þá er 39 prósent. Gengi hlutabréfanna tók að hækka eftir að Íslensk erfða- greining kynnti sölu á erfðafræði- upplýsingum fyrir einstaklinga um miðjan nóvember. - gar Decode í uppsveiflu: Gengið hækkar um 39 prósent ENGLAND BBC greinir frá því að eiginkona Johns Darwin sem álit- inn var látinn eftir að hafa drukknað í smábátaslysi árið 2002 hafi viðurkennt að hann hafi búið á heimili fjölskyldunnar í þrjú ár eftir að hafa verið úrskurðaður látinn. Anne Darwin segir John hafa dvalið í fylgsni á bak við fataskáp í svefnherbergi þeirra hjóna og þegar gesti bar að garði vatt hann sér inn í sérútbúna felustaðinn. Hjónin áttu samliggjandi hús og var fylgsnið útbúið í minna hús- inu sem ekki var búið í. „Hann bjó með mér í húsinu í þrjú ár og lifðum við sem hjón,“ segir frú Darwin en bætir við að í fyrstu hafi hún ekki vitað að eiginmaður sinn væri á lífi. „Hann hafði lengi talað um að sviðsetja dauða sinn til að sleppa frá skuldum en ég vissi ekki að um sviðsetn- ingu væri að ræða fyrr en ellefu mánuð- um eftir að hann hvarf,“ útskýrir Anne Darwin og segir að eiginmaður- inn hafi hótað að segja hana með- seka ef hún gerði yfirvöldum kunnugt um að hann væri á lífi. Synir þeirra hjóna, Anthony og Mark, höfðu ekki hugmynd um svikin og vilja nú sem minnst af foreldrum sínum vita. „Þeir kvöldust vegna þessa og það var vissulega erfitt að halda blekk- ingunni áfram. Mig dauðlangaði að segja þeim hið sanna en ég var of djúpt sokkin,“ segir Anne Dar- win. Frú Darwin hefur áður sagt að hún hafi leyst út líftrygging- una í góðri trú en nú hefur hún breytt frásögn sinni og sagt fréttamönnum að hún hefði vitað að eiginmaður sinn væri á lífi áður en tryggingargreiðslan var innt af hendi. Lögreglan hefur John Darwin nú í haldi til yfirheyrslu og bíður þess að frú Darwin snúi aftur til Englands svo hægt sé að yfir- heyra hana. Anne Darwin seldi hús fjölskyldunnar í Seaton Carew og flutti til Panama fyrir sex vikum síðar. Talið er að hún dveljist nú á Miami í Flórída en búist er við að hún snúi aftur til Englands um helgina. - hs Faldi sig í leyniklefa Týndi ræðarinn bjó með eiginkonu sinni á Englandi í þrjú ár eftir hvarfið. Hann faldi sig á bak við fataskáp inni í svefnherbergi á heimili sínu. Hann var stórskuldugur og hafði lengi talað um að sviðsetja eigin dauða. FELUSTAÐUR DARWINS Húsið á milli gámsins og sendiferðabílsins er talið hafa verið í eigu þeirra Darwin-hjóna en þar faldi John Darwin sig í fimm ár. Nordicphotos/AFP JOHN DARWIN Ertu fylgjandi aðgerðum ríkis- ins í þágu öryrkja og aldraðra? Já 81% Nei 19 % SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú að mansal viðgangist á Íslandi? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.