Fréttablaðið - 09.12.2007, Síða 10

Fréttablaðið - 09.12.2007, Síða 10
10 9. desember 2007 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS V orið byrjaði með falli stofnstærðarvísitölu þorsksins. Veturinn hófst svo með falli verðbréfavísitölunnar. Loks gekk aðventan í garð með sigi Íslands í alþjóðlegu menntavísitölunni. Það var þriðja og versta vísitölu- áfall ársins. Aðferðafræði vísitölureikninga er oftast umdeild. Það á við um þessar vísitölur rétt eins og verðlagsvísitöluna. En allar eru þær nægilega sterkar til að segja sína sögu. Þær verða ekki virtar að vettugi. Íslenskt skólakerfi er um margt öflugt og gott. Því hefur í ríkum mæli verið stýrt í gegnum kjarasamninga. Áhrif lýðræðislega kjörinna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum á stefnumótun hafa að sama skapi verið rýrari en ætla mætti. Þetta endurspegl- ast í viðbrögðum við nýju vísitöluniðurstöðunni. Af þeim má ráða að skólastjórnendur og kennarar séu fremur í vörn en stjórnmála- menn. Ábyrgðin verður þó á endanum alltaf pólitísk. PISA-vísitalan sýnir að Ísland er í hópi þeirra ríkja sem verja mestum fjármunum til grunnskóla. Hún varpar einnig ljósi á þá staðreynd að efnalegur, félagslegur og menningarlegur bakgrunn- ur nemenda er betri hér en meðal annarra þjóða. Íslenskir nem- endur hafa aukheldur sjálfstraust umfram flesta aðra. Samt er árangurinn fyrir neðan meðaltal. Engum blöðum er um það að fletta að huga þarf að kennsluhátt- um, aga, kröfum, árangursmati og gæðamati í ríkari mæli en gert hefur verið. Heimilin hafa einnig hlutverk. Menntun kennara og laun skipta þar að auki sköpum þegar að því kemur að mennta- málayfirvöld og sveitarstjórnir kynni aðgerðaáætlanir til þess að færa okkur upp vísitölustigann. Ýmislegt stendur þegar til bóta. Þar má nefna lengingu kenn- aranámsins og auknar menntunarkröfur í nýjum skólafrum- vörpum. Aukheldur hefur menntamálaráðherra gefið fyrirheit um ríflega hækkun kennaralauna. Ástæða er hins vegar til að spyrja hvort ekki sé nauðsynlegt að nýta það svigrúm til þess að árangurs tengja kennslukaupið og styrkja með því samkeppnis- hæfni kennarastarfsins. Menntaverðlaun forseta Íslands bera vott um markvert frum- kvæði. Forsetinn sýndi sannarlega nokkurt áræði með því að koma á legg slíkum samkeppnishvata í skólastarfi fyrir þá sök að sam- keppni á þessu sviði hefur víða sætt gagnrýni. Með vissum hætti má því draga þá ályktun að frumkvæði forsetans hafi aukið pólit- ískt svigrúm til þess að láta samkeppnisviðhorf ráða meir í skóla- starfi en verið hefur. Nýju skólafrumvörpin eru ótvírætt mikilvægt skref fram á við. Eigi að síður væri æskilegt að tengja þau við víðtæka metnaðar- fulla aðgerðaáætlun sem hefði að markmiði að ná betri árangri á tilteknum tíma. Sveitarfélögin þurfa líka að sýna aðgerðaáætlanir á þessu sviði. Fyrsti boðskapur nýs forsætisráðherra Breta á fundi með fjár- málamönnum í sumar sem leið lýsti ígrunduðum markmiðum í menntamálum og áformum um að tengja skóla og atvinnufyrir- tæki. Það er í samræmi við að þar á bæ hefur um nokkurn tíma verið litið á skólamálin sem höfuðviðfangsefni í pólitík. Hér hefur skipulag stjórnarráðsins um of takmarkað forystu- hlutverk forsætisráðherra við efnahagsmál. Það var eðlilegt. Nú eru menntamálin hins vegar mikilvægasta hlutverk hverrar ríkisstjórnar. Gild rök standa því til að taka á þeim málum í því ljósi. Það gæti veitt nýja viðspyrnu. Þorskur, verðbréf og menntun: Þriðja áfallið ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 BITBEIN Svandís Svavarsdóttir spyr: Hvaða ábyrgð bera fjölmiðlar á ójafnri stöðu kynjanna? ILLUGI GUNNARSSON SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Ábyrgð fjölmiðla Ég er þeirrar skoðunar að fyrsta skylda fjölmiðla sé sú að segja satt og rétt frá. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í þjóðlífinu hvort heldur sem er í pólitík, menningu, íþróttum eða hverju öðru því sem okkur finnst áhugavert og í frásögur færandi. Vald fjölmiðla er gríðarlegt og ábyrgðin því mikil. Spurning dagsins snýr annars vegar að því hvort fréttaflutningur og fréttamat fjölmiðlanna valdi ójafnri stöðu kynjanna og hins vegar að því hvort þeim beri að breyta í þeim tilgangi að jafna stöðu kynjanna. Mögnunaráhrif Hvað fyrri spurninguna áhrærir tel ég, án þess að geta fært sönnur á það, að fjölmiðlarnir endurspegli þokkalega það sem er að gerast í samfélaginu. Staðreyndin er því miður sú að fleiri karlar eru í ábyrgðarstöðum en konur og því þess að vænta að þeir fjölmiðlar sem vilja segja fréttir af ástandi mála flytji fleiri fréttir af köllum og fleiri viðtöl við kalla en við konur. Auðvitað er ekki til neitt algilt fréttamat og sjálfsagt hægt að deila um hvort til dæmis karllæg sjónarmið ráði slíku mati eða ekki. En hjá því verður ekki litið að áhrif kynjanna eru mismikil í þjóðfélaginu og þess sér stað í blöðum og sjónvarpi. Þetta ójafnvægi milli karla og kvenna, sem eðlilega birtist í fjölmiðlum, kann að valda frekara ójafnvægi vegna þess hversu skoðanamynd- andi fjölmiðlarnir eru. Fyrirmyndir ungs fólks eru þá frekar karlkyns og það kann að ráða miklu um sjálfsmynd og þau markmið sem fólk setur sér í lífinu. Ég get því fallist á þá skoðun að fjölmiðlar geti magnað upp ójafna stöðu kynjanna, ekki vegna þess að þeir séu á móti konum heldur einfaldlega vegna þess að þeir eru að flytja fréttir af veröld sem enn er að mestu stýrt af karlmönnum. Skoðanir í leiðurum, ekki í fréttum Hvað seinni spurninguna varðar, hvort fjölmiðlar eigi að breyta fréttaflutningi sínum til að hafa áhrif á stöðu kynjanna, þá er ýmislegt sem þarf að huga að. Hér á árum áður voru fjölmiðlar meira eða minna í eigu stjórnmálaflokka. Þeir fjölmiðlar börðust fyrir ákveðnu þjóðskipulagi og hugsjónum og við lestur þeirra settu menn upp sérstök gleraugu og mátu allar fréttir í því ljósi. Moggalygi, komma- áróður og önnur slík hugtök lýstu fréttum og fréttamati þess tíma. Með öðrum orðum, lesandinn gat ekki treyst því að það sem birtist í blöðunum væri sönn og heiðarleg frásögn. Fæstir, nema kannski þeir sem hafa sérstaklega gaman af karpi, sakna þessara tíma. Ég held að fjölmiðlar eigi ekki að hverfa í átt að því að berjast fyrir samfélagsleg- um markmiðum í fréttaflutningi sínum, hversu ágæt sem þau kunna að vera. Fjölmiðlar geta vel haft skoðun, einkum prentmiðlar, sem getur komið fram í leiðurum og öðru slíku efni sem lesendur geta aðgreint frá fréttum. En viðmiðið á að vera að greina almenningi satt og rétt frá gangi mála þannig að fólk geti myndað skoðanir sínar á traustum og sem bestum grunni. Fjölmiðlar eru gerendur Einfalda svarið við þessari spurningu er að við berum öll ábyrgð á ójafnri stöðu kynjanna, inni á heimilunum og á hinum opinbera vettvangi. Samfélagið í heild er ábyrgt og því þarf gagnrýn- inn skilning á samfélaginu til að tryggja jafnrétti í reynd. Hvert er hlutverk fjölmiðla? Undanfarið hafa umræður um ábyrgð fjölmiðla verið fyrirferðamiklar. Við þá umræðu vaknar spurningin hvert hlutverk þeirra sé. Sumir halda því fram að hlutverk fjölmiðla sé einungis að endur- spegla það samfélag sem við búum í, samfélag þar sem konur eru færri í valdastöðum og annars staðar þar sem fréttaefni er að finna. Mín skoðun er hins vegar sú, og ég hygg að metnaðarfullir fjölmiðlar séu sama sinnis, að fjölmiðlar séu gerendur í að skapa samfélag og beri mikla ábyrgð á því hvernig umræðan þróast með því að velja og hafna og ákveða vægi einstakra þátta í umræðunni. Fjölmiðlar eiga að endurspegla samfélagið í heild sinni – ekki bara vera vettvangur fyrir þá sem eru í valdastöðum – og þess vegna skiptir það engu máli í þessu sambandi hvort karlar eru fjölmennari í ráðherrastólum eða á Alþingi. Það sem skiptir máli er að konur eru helmingur þjóðarinnar og rúmlega það. Reyndar má segja að ef konur eru fámennari í valdastöðum er það þeim mun meiri ástæða til að fjölmiðlafólk gæti þess að ræða við konur til jafns við karla. Áhrif fjölmiðla á jafnrétti kynjanna Því miður endurspegla flestir fjölmiðlar hið opinbera vald frekar en alla þjóðina. Reyndar er hlutfall kvenna í fréttum og fréttatengdum þáttum lakara en hlutfall kvenna sem kjörnir fulltrúar og er þá mikið sagt. Þannig ýta fjölmiðlar undir þá hugmynd að hinn opinberi vettvangur sé frekar vettvangur karla en kvenna. Stúlkur og konur fá þau skilaboð að rödd þeirra skuli ekki heyrast til jafns á við raddir karla. Því miður vantar mikið upp á að flestir fjölmiðlar átti sig á þessu. Margir þeirra fara ekki einu sinni eftir jafnréttislögum eða gerða samninga sem eiga að tryggja jafnrétti kynjanna. Í samningi mennta- málaráðuneytisins og RÚV ohf. er til dæmis skýrt tekið fram að gæta skuli jafnra kynjahlutfalla í fréttum, dagskrárgerð og íþróttum. Valdi fylgir ábyrgð Vald fjölmiðla er mikið og þar með ábyrgð þeirra. Valdi á umræðunni fylgir ábyrgð á henni. Því ættu fjölmiðlar að taka það hlutverk sitt mjög alvarlega að stuðla að auknu jafnrétti karla og kvenna í anda stjórnarskrár og almennra sanngirnissjónarmiða. Ég kalla eftir þessari ábyrgð. Á verðlagi fyrir alla Samkeppniseftirlitið ákvað fyrir helgi að aðhafast ekki, þó að FoodCo hefði keypt rekstur Kaffi Sólons og Sjávar- kjallarans. Fyrir á FoodCo sjö aðra veitingastaði. Stefnan hjá FoodCo er greinilega ekki að einblína á eina tegund veitingastaða, eða veitinga- staði í einhverjum verðflokki, því nú rekur fyrirtækið allt frá Sjávarkjallar- anum, sem seint verður talinn meðal ódýrustu veitingastaða, til Pylsu- vagnsins í Laugardal. Allir ættu því að geta farið út að borða á sínu verðlagi innan keðjunnar, hvort sem fólk vill eina með öllu eða Kobe- nautakjöt. Fjölhæfur blaðamaður Róbert Hlynur Baldursson, blaðamaður á dv.is, hlýtur nú að vera einn fjölhæfasti blaðamaður landsins, en hann skrifar nú allar fréttir á fréttavefnum, hvort sem það eru innlendar, erlendar eða viðskipta- fréttir. Ritstjórn DV hefur nú minnkað um helming, úr fjórum í tvo, en Jóhann Hauksson hætti um mánaða- mót og Sigríður Dögg Auðunsdóttir er í veikindaleyfi. Þá eru þeir bara tveir eftir, Róbert Hlynur og Guðmundur Magnússon. Róbert sér um fréttirn- ar og Guðmundur um Skrafað og skrifað. Gæði eða hamingja Mikið hefur verið rætt um niðurstöðu Pisa-könn- unarinnar og að íslensk ungmenni standi ekki nægjanlega vel, það sé langt í land með að þau skori jafnhátt og jafnaldrar þeirra í Finnlandi. Margir hafa tekið þessum niðurstöðum á þann veg, líkt og þegar niðurstöður síðustu Pisa-könn- unar voru birtar, að réttast væri að taka aftur upp gamaldags kennsluað- ferðir, líkt og Finnar stunda. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Sala- skóla í Kópavogi, benti hins vegar á það á Stöð 2 nú fyrir helgi að finnsku skólabörnunum liði verst allra barna. Það fer því ekki saman gæðin og ham- ingjan og áður en gagngerðar breytingar eru gerðar á skólakerfinu ætti kannski að taka þennan punkt til athugunar. Skiptir hamingja einhverju máli? svanborg @frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.