Fréttablaðið - 09.12.2007, Side 12

Fréttablaðið - 09.12.2007, Side 12
 9. desember 2007 SUNNUDAGUR HERMANN GUNNARSSON FJÖLMIÐLAMAÐUR ER 61 ÁRS. „Ljósið hefur verið ráð- andi, sem betur fer, en það væri ekkert gaman ef ég hefði ekki upplifað eitthvað mótlætið.“ Hermann Gunnarsson er mikill íþróttamaður og hefur verið vinsæll fjöl- miðlamaður í fjölda ára. Brautarholtskirkja á Kjalarnesi á 150 ára afmæli og stendur sóknin fyrir há- tíðahöldum í dag klukkan 14.00 í Fólk- vangi á Kjalarnesi í tilefni afmælis- ins. Séra Gunnar Kristjánsson, sóknar- prestur í Reynivallaprestakalli, segir heilmikla dagskrá verða í Fólkvangi í dag. „Hátíðin byrjar á helgistund sem ég sé um ásamt héraðsprestunum Krist- ínu Þórunni Tómasdóttur og Kjartani Jónssyni,“ segir Gunnar. „Svo syngur barnakór Klébergsskóla undir stjórn Ásrúnar Kondrup og formaður sókn- arnefndar, Ásgeir Harðarson, flyt- ur ávarp. Þá mun Karlakór Kjalnes- inga syngja undir stjórn organistans, Páls Helgasonar, lög við texta eftir Matthías Jochumsson sem var prestur í Brautarholti í sex ár frá 1867-73.“ Ásthildur Skjaldardóttir, húsfreyja og afkomandi kirkjusmiðar Brautar- holtskirkju, mun flytja erindi um sögu staðarins sem Jón Þ. Þór sagnfræð- ingur tók saman og að því loknu verð- ur tónlistarflutningur í umsjá Egils Ólafssonar, Jónasar Þóris og Hjörleifs Valssonar. „Loks verður kynning á verkefnum áttunda bekkjar í Klébergsskóla sem þau unnu sérstaklega vegna afmæl- isins,“ segir Gunnar og bætir því við að Ólafur J. Engilbertsson hafi útbú- ið sögusýningu sem sýnd verði á há- tíðinni. Sjálfur þekkir Gunnar ágætlega til sögu kirkjunnar en hún var byggð árið 1857 af Eyjólfi Þorvarðarsyni sem bjó á næsta bæ, Bakka á Kjalarnesi. „Þetta er nú frekar lítil kirkja og tekur ekki nema fimmtíu manns í sæti. Á þess- um árum smíðaði hann nokkrar aðrar kirkjur eins og í Saurbæ á Kjalarnesi, Þingvallakirkju, Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd og Úlfljótsvatnskirkju,“ segir Gunnar en tíu árum eftir að kirkjan var byggð kom Matthías Jochumsson og þjónaði kirkjunni í sex ár. „Hann hóf þarna sinn prestsskap en sá tími sem hann dvaldi í Brautar- holti var mikill sviptingatími í hans lífi. Hann missti þarna fyrri tvær konur sínar og kynntist þeirri þriðju, Guðrúnu Runólfsdóttur frá Saurbæ,“ segir Gunnar og bendir á að á þessum tíma hafi Matthías þó þýtt fjögur leik- rit Shakespeares og samið heilmargt annað. „Um það leyti sem hann fór frá Brautarholti samdi hann þjóðsöng- inn og við ætlum einmitt að ljúka dag- skránni í dag með því að karlakór- inn syngur þjóðsönginn og allir taka undir,“ segir hann. Í Brautarholtssókn eru í dag um sex hundruð manns og eftir að Kjalarnes- ið sameinaðist Reykjavík varð sókn- in jafnt sú nýjasta í Reykjavík sem sú minnsta en kirkjan er jafnframt elsta timburkirkjan í Reykjavík. sigridurh@frettabladid.is BRAUTARHOLTSKIRKJA: 150 ÁRA AFMÆLI Minnsta og yngsta sóknin með elstu timburkirkjuna Í BRAUTARHOLTI Séra Gunnar Kristjánsson stendur hér við Brautarholtskirkju sem á 150 ára afmæli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á þessum degi árið 1992 til- kynnti breski for- sætisráðherrann John Major um skilnað Díönu prinsessu og Karls krónprins. Sagði ráðherr- ann að skilnað- urinn væri vinsamlegur. Tilkynn- ingin kom fáum á óvart enda hafði slúðurpressan í Bretlandi velt því fyrir sér í mörg ár hvort hjónabandið stæði á brauð- fótum. Díana og Karl höfðu þá eytt fríum hvort á sínum staðn- um og ekki deilt herbergi í opinberum ferðum. Brúðkaup Díönu og Karls árið 1981 var í meira lagi ævin- týralegt og um milljarður fylgd- ist með athöfninni í 74 löndum. Brátt fór þó að halla undan fæti og eftir ellefu ár í hjónabandi skildu þau að borði og sæng en lög- skilnaðurinn fór ekki í gegn fyrr en fjórum árum síðar. Þrátt fyrir að Díana missti konunglegan titil við skilnaðinn má segja að hún hafi verið prinsessa í huga og hjarta almennings. Hún dó í bílslysi árið 1997. ÞETTA GERÐIST: 9. DESEMBER ÁRIÐ 1992 Konunglegur skilnaður Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem heiðruðu minningu ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, Sigurðar Kr. Árnasonar skipstjóra, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sigurður Páll Sigurðsson Þórhallur Sigurðsson Ene Cordt Andersen Salka, Selma, Steinar Árni Þór Sigurðsson Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Sigurður Kári, Arnbjörg Soffía Ragnar Auðun Steinar Sigurðsson Helga Sigurjónsdóttir Þorbjörg Anna, Kristjana Björk Sigurjón Árni Friðrik Sigurðsson Margrét Hlíf Eydal Hrefna, Sindri Már, Brynjar Þór. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, María Sigurðardóttir viðskiptafræðingur, lést að Vífilsstöðum miðvikudaginn 5. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. desember klukkan 15.00. Rannveig Rist Jón Heiðar Ríkharðsson Guðbjörg Rist Jónsdóttir María Rist Jónsdóttir Hólmfríður Vigdís Rist Jónsdóttir Bergljót Rist Sveinn Atli Gunnarsson Hekla Rist Kolka Rist Yndislega mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, Svava Hjaltadóttir, Borgarholtsbraut 33, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 12. desember og hefst athöfnin kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnauppeldissjóð Thorvaldsensfélagsins. Elsa Tryggvadóttir Áslaug Tryggvadóttir Nebojsa Hadzic Haraldur Tryggvason Sigrún Eiríksdóttir Svava Tryggvadóttir Vilhelm Guðbjartsson Sigríður Tryggvadóttir Héðinn Sveinbjörnsson Svava Ástudóttir Kieran Houghton barnabörn og barnabarnabörn. 40 ára afmæli Þorgímur Benjamínsson og Kristín Kjartansdóttir eiga 40 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þau eru stödd í Garðabænum. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tendgdafaðir, afi og langafi, Sigfús Jóhannesson múrari, Tjarnargötu 36, Keflavík, lést þriðjudaginn 4. desember. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 12. desember kl. 13.30. Erla Árnadóttir Valgerður Sigfúsdóttir Guðmundur Karlsson Sigurbjörg Sigfúsdóttir Birgir Halldór Pálmason Björg Elsa Sigfúsdóttir Jóhannes Sigfússon Lára Ágústa Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík, Gullsmára 7, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju mánudaginn 10. desember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á orgelsjóð Húsavíkurkirkju í versluninni Esar á Húsavík, s. 464 1313. Sigurður Haraldsson Bryndís Torfadóttir Þórunn Hulda Sigurðardóttir Bjarni Bogason Ásdís Sigurðardóttir Bjarni Ómar Reynisson barnabörn og barnabarnabörn. MOSAIK timamot@frettabladid.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.