Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2007, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 09.12.2007, Qupperneq 13
SUNNUDAGUR 9. desember 2007 13 Nóg verður um að vera á Þjóðminjasafninu fyrir jólin og í dag fer af stað jólasýning fyrir börnin sem ber heitið Sérkenni sveinanna. Þar fá krakkarnir tækifæri til að kynnast ís- lensku jólasveinunum og fá útskýringar á því hvað skrítin nöfn þeirra þýða en á sýningunni verður sett upp jólahús með gripum sem tengjast sveinunum. Askur fyrir Askasleiki, skyr handa Skyrgámi og bjúgu fyrir Bjúgnakræki. Hvar er jólakötturinn? er jólaratleikur Þjóð- minjasafnsins fyrir alla fjölskylduna og í þeim leik á að leita uppi litla jólaketti sem faldir hafa verið innan um safngripi. Boðið verður upp á fleiri skemmti atriði, m.a. koma Grýla og Leppalúði í heimsókn og segja frá sonum sínum, Heiða Eiríksdóttir syngur með krökk- unum og Guðni Franzson kemur fram sem Hermes. Dagskráin hefst í dag klukkan 14. Sýningin Sérkenni sveinanna er þó aðeins brot af því sem boðið verður upp á í Þjóðminjasafn- inu í desember því allir jólasveinarnir munu koma af fjöllunum niður í safnið. Stekkjarstaur kemur fyrstur kl. 11 miðvikudaginn 12. desember og svo koma þeir einn af öðrum á hverjum morgni fram að jólum klukkan 11 og á aðfangadag verður opið í Þjóðminjasafninu milli klukkan 11 og 12 til að taka á móti Kertasníki, síðasta jólasveininum. Jólin á Þjóðminjasafninu fyrir börnin Forsætisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til laga þar sem meðal annars er kveðið á um breytingar á lögum um búnaðarfræðslu. Við þessar breytingar færist Hólaskóli frá landbúnaðarráðu- neyti til menntamálaráðuneytis. Í byrjun desember var síðan samþykkt á ríkisstjórnarfundi, samkvæmt tillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra, að skipa starfshóp til að koma með tillögur um fram- tíð og skipan skólahalds á Hólum í Hjaltadal og málefni Hólastaðar. Starfshópurinn á að setja fram tillögur er stuðla að frekari upp- byggingu og eflingu Hólaskóla, meðal annars með hliðsjón af þeirri endurskipulagningu há- skólastigsins sem fram hefur farið á undanförnum árum og væntan- legu frumvarpi um ríkisháskóla. Málefni Hólaskóla hafa um alda- langt skeið verið samofin almennu staðarhaldi á Hólum í Hjaltadal. Í tillögum sínum skal starfshópur- inn miða við að tryggilega verði haldið um málefni Hólastaðar og Hólar haldi reisn sinni og stöðu sem miðstöð mennta, menningar og kirkjulegra málefna. Þorgerður Katrín segist binda miklar vonir við starf hópsins og hún segist enn fremur telja að við Hólaskóla hafi verið unnið ágætt starf á sviðum sem lítt er sinnt af öðrum stofnunum á háskóla- stigi, svo sem á sviði ferðamála, hestamennsku og fiskeldis. Einn- ig að það sé mikill áhugi fyrir því að nýta sérstöðu og sérhæf- ingu skólans hvað varðar grein- ar sem tengjast íslenska hestinum og hestaíþróttinni og einnig felast margvísleg tækifæri í stuðningi og þjónustu við ferðageirann, ekki síst í dreifbýli. Markmiðið sé að efla Hólaskóla til framtíðar. Starfshópinn skipa Guðmund- ur Árnason, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneyti, sem jafn- framt er formaður hópsins, og al- þingismennirnir Sigurður Kári Kristjánsson, Guðfinna S. Bjarna- dóttir, Guðbjartur Hannesson og varaþingmaðurinn Anna Kristín Gunnarsdóttir. Efling Hólaskóla ENDURSKIPULAGNING Hólaskóli nýtur mikillar sérstöðu í námi í ferðamálum, fiskeldi og hesta- mennsku. FJÖLBREYTT JÓLADAGSKRÁ Þjóðminjasafnið iðar af lífi í desember. Taktu jólaverkin snemma. Miðvikudagurinn 12. desember er síðasti öruggi skiladagur fyrir jólapakka til Evrópu. Snemma á miðvikudagsmorgni Jólapakkar utan Evrópu 7. desember Jólakort utan Evrópu 12. desember Jólapakkar til Evrópu 14. desember Jólakort til Evrópu 18. desember TNT-hraðsendingar utan Evrópu 19. desember TNT-hraðsendingar til Evrópu 19. desember Jólapakkar innanlands 20. desember Jólakort innanlands Síðustu öruggu skiladagar í desember: www.postur.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 7 - 1 5 3 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.