Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2007, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 09.12.2007, Qupperneq 34
MENNING 8 G æfan er brotin skel. Allt veltur á flóðinu og hinum dýrunum á ströndinni. En svo eru skúturnar með hvítu seglin sem vekja þrá eftir stærri veröld. Í því efni kemur til kasta skáldanna. Þau eru í heiminn borin til þess að svara kalli drauma en aldrei án tilfinningar fyrir veru- leikanum á ströndinni. Þannig búin takast þau á við frásögn af lífi og skiptir engu hvort seglið verði gegndrepa og skútan brotni í spað. Tilfinningin fyrir veruleikanum vex í jöfnu hlutfalli við hamfarirn- ar í flæðarmálinu. Er það kannski þess vegna sem Þórbergur Þórðar- son kastar sér í sjóinn hvenær sem færi gefst, eins og til að gefa sig óskiptan í einvígi drauma og veru- leika? Sjálfur orðar hann glímuna svona: „Frá vöggu til grafar þreyt- um vér fangbrögð við ímynd veru- leikans“. Eins og lesendur bóka hans kannast við, setur glíman ekki aðeins mark sitt á verkin heldur holdgerist hún þar. Gyrðir Elíasson orðar stílbrögðin svona: „Maður verður aldrei einmana þegar lesin eru verk Þórbergs; hann er ævin- lega nálægur af lífi og sál, spannar alla tilveruna frá dapurleika til gleði, og það er aldrei þessi keimur af dauðri handavinnu sem er svo alltof algengur í verkum rithöfunda og skilur mann eftir einn og yfir- gefinn á brunasandi.“ Hvernig skrifar maður ævisögu Þórbergs? Í gegnum tíðina getur hinn flein djarfi Þórbergur hafa tekið sér bólfestu í hugum lesenda sinna. Það breytir því ekki að líf hans og sam- tími er eftir sem áður viðvarandi efniviður túlkunar. Pétur Gunnars- son er heldur ekki sá eini sem gerir tilraun um Þórberg þessi misserin. Árið 2006 kom út bókin Skáldalíf eftir Halldór Guðmundsson. Í henni er ofin saga Þórbergs og Gunnars Gunnarssonar, ofvitans úr Suður- sveit og skáldsins á Skriðuklaustri. Bók Péturs, ÞÞ í fátæktarlandi. Þroskasaga Þórbergs Þórðarsonar, hefst árið 1906, árið sem Þórbergur hefur líklega tekið sér far með strandferðaskipinu Hólum frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur, þá 17 ára gamall. Henni lýkur árið 1933, sumarið sem Þórbergur og eigin- kona hans Margrét Jónsdóttir fara í brúðkaupsferðina austur í Suður- sveit. Brúðkaupsferðin rennur reyndar saman við rannsóknaleið- angur en Þórbergi hafði skömmu áður verið falið að rita sögu Austur– Skaftafellssýslu. Pétur Gunnarsson leitar víða fanga. Fyrir utan útgefin verk Þórbergs, og bókina Bréf til Sólu (1983), vísar hann í óbirt sendi- bréf og dagbækur. Hann vitnar einnig í óútgefið ævisöguhandrit Þórbergs, eða svonefnt „Stóra hand- ritið“. Í eftirmála þroskasögunnar minnist Pétur einnig á tvö önnur rit sem hann segir að hafi haft áhrif á „sinn Þórberg“ umfram önnur. Þetta eru bækurnar Ljóri sálar minnar (1986) og Mitt rómantíska æði (1987) sem geyma úrval af óbirtu efni Þórbergs. Helgi M. Sig- urðsson sá um útgáfu þeirra. Eins og gefur að skilja er hér um auðugan garð að gresja. Lesandi þræðir sig eftir slóðinni sem mót- aði í senn manninn og rithöfundinn Þórberg Þórðarson, hann sem kall- aður hefur verið einn af mikilhæf- ustu höfundum 20. aldarinnar í íslenskum bókmenntum. Þar við bætist saga nýlenduþjóðar á umbrotatímum og höfuðstaðar við útmörk Evrópu, að ógleymdum kafla úr heimssögu og brotum heimsbókmennta. Hamfarirnar í flæðarmálinu eru ekki við eina fjöl- ina felldar. Meira að segja handan- heiminn rekur á fjöru og það jafn fullan af lífi og konurnar sem ylja kviknöktu skáldinu. Umrætt tímabil í lífi Þórbergs er ekki með öllu óþekkt. Fyrir utan bókina Bréf til Sólu, sem geymir bréf Þórbergs til Sólrúnar Jóns- dóttur, barnsmóður hans og ást- konu til margra ára, sem hún kom út 10 árum eftir dauða Þórbergs, vega bækur eftir sjálft viðfang þroskasögunnar þungt í ævisögu- legu tilliti, bækur á borð við Bréf til Láru og Ofvitann. Höfundur þroska- sögunnar getur þess enda í fyrstu setningu bókarinnar að viðfang hans hafi gert lífsgöngu sinni „margháttuð skil“ (7). Í sömu setn- ingu kemur hins vegar einnig fram, að Þórbergi hafi láðst að greina frá ferðalagi sínu með strandferða- skipinu til höfuðstaðarins. Eins hefur hann ekki tjáð sig (svo vitað sé) um hvernig höfuðstaðurinn kom honum fyrir sjónir „þegar hann að lokinni nætursiglingu sá hann vaxa fram í morgunskímunni“ (7). Það kann að vera til vitnis um nálgun Péturs og stílbrögð, að myndin af Þórbergi vex fram í morgunskímunni. Hér er ekki ein- vörðungu átt við kvennafar skálds- ins og vöxt þess, en eins og gengur hefur maðurinn lifað enn litríkara ástalífi en áhugafólk um efnið hefur gert sér grein fyrir. Líkt og lesa má um í þroskasögu Þórbergs, er hvata- líf og tilfinningasambönd mann- eskju ekki endilega mælikvarði á þroska. Pensilför ástríðunnar eru hins vegar útlínur í mynd Péturs af Þórbergi. Og ástríða Þórbergs er margföld í roðinu. Þannig má sjá hvernig kærusturnar ylja ekki aðeins skáldinu undir sæng og horfa á hann fara í sjóinn, heldur ganga þær aftur á pappír. En hvers vegna ekki stóra ástin, Sólrún Jóns- dóttir? Líkt og Pétur sýnir, reynir Þórbergur að stroka hana út úr höf- undarverki sínu, konuna sem hann elskaði heitar en aðrar, þá sem hann vildi giftast en gat ekki sökum fátæktar, þá sem var gift öðrum en sem Þórbergur hætti ekki að elska og átti í margra ára ástarsambandi við. Tilraunin til að stroka Sólrúnu út mistekst, eins og frægt er orðið. Við vitum líka að kærustur þurfa ekki að búa í Berlín og þekkja náunga eins og Kafka til að geyma bunka af bréfum sem seinna rata fram í dagsljósið. Fyrir utan að gefa lesanda vísbendingu um nátt- úruna í tilfinningalífi mannsins og þau skilyrði sem því eru sett, má einnig sjá hvernig vegur Þórbergs vex í takt við skipbrot stóru ástar- innar. Húmoristinn Þórbergur lifði ekki alltaf fyndnu lífi. Lesandinn skynjar það. Meðan hann hrífur vini sína í Unuhúsi og Mjólkurfé- laginu, þar á meðal hárgreiðslukon- una og salónessuna Kristínu Guð- mundardóttur, lifir Sólrún áfram lífinu sem Þórbergur vígðist til fyrstu árin í höfuðstaðnum, lífi fátæktar. Dauðinn er upphaf lífs- ins, orti annað skáld í öðru landi. Líkt og Pétur sýnir, fíleflist Þór- bergur í skrifunum á því augnabliki sem Sólrún verður barnshafandi og honum fipast flugið í sambandinu. Bókin sem gerði allt vitlaust á öld- inni sem leið, eða Bréf til Láru, sprettur upp úr djúpu sári. Ástríða Þórbergs snýr ekki aðeins að kærustum í lífinu og á pappír, heldur öllu því sem varðar glímu hans við ímynd veruleikans. Tala mætti jafnvel um útlínur bylt- ingarhvatar, þetta æði sem grípur manninn og oftar en ekki kennt við skýringu mannsins sjálfs, eða end- urfæðingar. Líkt og í efnum hvata- lífs og tilfinninga, reynir hér á höf- und sögunnar. Þórbergur er jú frægur fyrir sóttkennt samband sitt við guðspeki, sósíalisma og esperantó. Saga Péturs sýnir ekki aðeins hvernig lífsviðhorf og hug- sjónir Þórbergs byggja á tilfinn- ingu fyrir veruleikanum og þeirri glímu sem háð er við ímynd hans. Allt virðist markað þrá eftir stærri veröld. Við lestur sögu Péturs skynjar lesandi einnig hvernig kalla megi Þórberg hirðfífl frekar en sérvitring. Slíkur er slagkraftur- inn í kosmískri lífssýn sveita- drengsins frá Hala í Suðursveit. Hvort Reykjavík hafi verið ákjós- anlegur staður fyrir slíka hugsun og lífsafstöðu, er og verður stóra spurningin. Þar sem Þórbergur var alþjóða- sinni í hjarta sínu og trúði á ein- staklingseðli manneskjunnar öðru fremur, finnst lesanda stundum að Pétur hefði mátt greina nánar frá tilteknum atburðum í lífi Þórbergs, ekki síst utanlandsferðum hans. (Gott ef hann sat ekki sama alþjóð- lega þing kommúnista og Kafka, haldið í Vínarborg á þriðja áratug 20. aldar). Á hinn bóginn vantar ekkert upp á tilfinningu höfundar fyrir viðfangsefni sínu. Hún er fögur. Umrædd þroskasaga er held- ur ekki tilbrigði við höfuðskálda- stefið í ævisagnaritun. Sagan er meira í ætt við þróun skáldskapar á síðari tímum. Af því sem best verð- ur séð, ætlar höfundur sér hvorki að geta ráðgátuna Þórberg né greina skilmerkilega frá öllu merki- legu sem henti manninn og höfund- inn Þórberg á árunum 1906 til 1933. Aftast í bókinni er brot sem ber heitið „Til glöggvunar“. Þar kemur fram að von er á öðru bindi. En hvers vegna að láta bókina heita ÞÞ í fátæktarlandi? Fyrir utan hið augljósa, eða hvernig ungi mað- urinn glímir við hefðarveldið í höf- uðstaðnum í byrjun 20. aldar, fyrir- komulag sem næstum því drepur hann, nær Þórbergur að rétta úr kútnum. Það þýðir ekki að hann hafi nuddað sér upp við böðulinn. Ef eitthvað, skynjar lesandi glataða tíma í veraldarsögunni. Þórbergur Þórðarson var í það minnsta maður til að falbjóða ekki lífssýn sína og hugsjónir. Titillinn er reyndar vísun í Eddu Þórbergs, eins og kemur fram á saurblaði þroskasögunnar: „Liggur hér Þórbergur. Lifði í fátæktarlandinu…“. Lesendur geta velt þessu fyrir sér, kannski með því að hafa í huga eftirfarandi brot úr Bréfi til Láru sem Pétur vitnar í: „Oss vantar ekki menn, sem hugsa og breyta eins og allir aðrir. Og oss vantar ekki heldur reynslu, sem er nákvæmlega eins og reynsla allra annarra. Borgaralegar hvers- dagssálir eru hér nógar. En oss vantar menn, sem eru eitthvað öðruvísi en allir aðrir, menn með skírt markað einstaklingseðli, menn, sem hafa siðferðisþrek til að lifa frjálsir og óháðir samábyrgð almennrar heimsku. Og oss vantar reynslu, sem er eitthvað frábrugðin reynslu allra annarra. Oss vantar tilbreytingu í hið sviplausa þjóðlíf vort og bókmenntir. Oss vantar frumleik, hugrekki og hreinskilni. En sérstaklega vantar oss frumlega hreinskilni.“ (144). 1) Sjá „Innheimar“ í bókinni Þórbergur Þórð- arson. Mitt rómantíska æði. Úr dagbókum, bréf- um og öðrum óprentuðum ritsmíðum frá árunum 1918-1929. Ritstj. Helgi M. Sigurðsson. Reykja- vík: Mál og menning 1987, s. 39. 2) Sjá Gyrði Elíasson: Undir leslampa. Reykjavík: Bjartur 2000, s. 19. FLEINDJARFUR HÖFUNDUR Lítt kunn ljósmynd úr einkasafni Þórbergs. Þeir Lárus Ingólfsson í kvenmannsfötum leiðast eftir Garðastrætinu í átt að Vesturgötu. Myndin er sögð frá tíma Mjólkurfé- lags heilagra sem stofnað var til í Unuhúsi. Birt með leyfi Þórbergsseturs. Fyrri hluti þroskasögu Þórbergs Þórðarsonar eftir Pétur Gunnarsson er kominn út og er dr. Birnu Bjarnadóttur fagur- fræðingi tilefni ritgerðar- skrifa um þá mynd sem dregin er af ofvitanum úr Suðursveit í hugum aðdáenda hans. í morgunskímunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.