Fréttablaðið - 09.12.2007, Síða 38

Fréttablaðið - 09.12.2007, Síða 38
MENNING 12 Þórunn Erlu- og Valdimars- dóttir, skáld og sagnfræð- ingur, er búin að fl ækja sér í Njálu. Nýja sagan hennar tek- ur þræði úr þeirri góðu bók og fær- ir þá inn í samfélag okkar tíma svo úr verð- ur háskaleg blanda. Bílar, ein- býlishús, ungar kon- ur og eldri, karlmenn sem fá á sig bölbænir, og kynlíf setja mark sitt á þessa nýju Njálu. BÓKMENNTIR PÁLL BALDVIN BALDVINSSON H ún býr í stóru gráu húsi, einu þessara húsa í skipstjórahverfinu sem var aldrei málað í þeirri vissu að lag af lit gæfi sig fyrir veðrum og vindum en steypan stæðist allt eins og margir af þeirri kynslóð sem fyrst hóf steypuna til vegs og virðingar töldu víst. Grá steypan er algjör andstæða við Þórunni Valdimarsdóttur, hún er úr mörgum efnum og flest eru mjúk og sveigjanleg. Fyrst þegar við hittumst og það eru víst þrír áratugir liðnir sagði hún mér hálf afsakandi að hún væri í sagnfræði en hún ætlaði sér að verða skáld, hún vildi skrifa. Sem hún hefur og gert, þótt sagnfræði hafi löngum tekið tíma hennar og hún hafi sumpart gengið lengst samferðamanna sinna í að taka sagnfræðileg efni og umskapa þau í líflegan texta þar sem himnur milli sköpunar og rannsóknar eru gljúpar og efnið rennur á milli. Það er köttur sem tekur á móti mér. Þá inn er komið á hæðina blasir við skipulagt kaos, langur bekkur er búinn að stinga sér inn í skrifstofu hennar: „Ég stóðst ekki freistinguna,“ segir hún, sætið er með háu baki eins embættismannabekkur og stingur óneitanlega í stúf en passar samt innan um allt hitt, bækur, skjöl, myndir, efni úr aðskiljan- legum áttum, litríkar voðir. Tunguvillt fólk Ég spyr fyrst hversvegna hún nýti þátt Hrúts úr Njálu sem uppistöðu í nýja sögu? „Ég veit sjaldnast af hverju ég geri hlutina. Þeir höfða skyndilega til mín ... get ég ekki sagt það? Kannski fannst mér asnalegt að eiga Íslendingasögurnar og muna ekki sjálfa Brennu- Njálssögu sem ég las jú í MH. Endurfundirnir komu mér á óvart, ég varð bara skotin, frásögnin rennur svo fallega milli kafla, það er svo fínn rennandi í henni. Svo ég hugsaði; kannski maður geti lært eitthvað af þessu. Menn sem vinna við skriftir hafa gott af því að kíkja í klassík sinnar tungu, Íslendingasögur og Biblíuna.“ Karlmannsaugu skáldkonu Hún viðurkennir að hafa byrjað nýju söguna sína meðan hún var að klára ævisögu Matthíasar Jochums- sonar, frágangurinn tók svo langan tíma, segir hún. Þegar hún er spurð hversvegna hún dró nýja verkið í átt að glæpasögunni, frekar en samtímalýsingu eða sálfræðilegu verki, segist hún hafi róið á þau mið áður: „Ég var búin að reyna svoleiðis í fimm, nei fjórum skáldsögum og hét að kannski væri fólk orðið leitt á því. Svo er gamalt í mér að taka málstað góðra krimma, mig langaði að verja krimmann. Mér er annt um allt sem er fyrirlitið á röngum forsendum og svo víða er rangt gildismat í gangi. Sakamála- og hryll- ingssögur sýndu upphaflega, á 19. öld, samfélagslegt andóf, þær lýstu upp hið ljóta á öld sem dýrkaði fegurð sér til óbóta þar til gröfturinn gubbaðist upp í heimsstyrjöldunum.“ Við lendum hér í spjalli um glæpasöguna sem karllægt form sem karlmenn ástundi fyrst og fremst „fyrir utan kerlingar sem skrifa krimma,“ segir hún og bætir við að hún sé strákastelpa. Hún minnir mig á að ég hafi í sjónvarpsspjalli um síðustu skáldsögu hennar sem var „kerlingabók“ sagt að gaman væri ef hún setti sig í sæti karla og hún hafi tekið mig á orðinu. Alvitur sögumaður í Kalt er annars blóð skoðar veröldina mikið frá augum karla, ekki aðeins Hrúts heldur líka rannsóknarlögreglumannsins. Veskið og spennitreyjan Nýja sagan er víða með útúrdúrum, stuttum komm- entum sem eru í bága við harðsoðnu, köldu hefðina sem ræður nú um stundir í íslensku og norrænu glæpasögunni: „Ég er gefin fyrir barokk,“ segir hún. „Ég er bara kannski haldin ofmælsku.“ Þórunn minnir á að hún eigi að baki sextán bækur og hafi fengið sjö tilnefningar og þrjár viðurkenningar og geti því leyft sér að taka áhættur í stíl og framsetningu: „Ég er orðin svolítið kokkí eða sjálfsörugg.“ Af orðum hennar má ráða að hún telur lof mikilsvert og ekki síður að verk seljist vel. Við erum þá farin að nálgast hið erfiða svið í samtali lesanda og rithöfunda sem eru staða þeirra á markaði, hið undarlega kerfi starfslauna og hlutar af sölu – Þráinn Bertelsson fullyrti fyrir skömmu að rithöfund- ur fengi fimmhundruð kall af hverju eintaki af bók á meðalverði: „Ég seldi síðustu bók vel svo að nú gat ég vogað. Ég hef oft verið of vogunarsöm, sjálfri mér til skaða. Mín fyrsta skáldsaga var fantasía af þeirri gerð sem alls ekki var leggjandi á bókmenntasamfélagið hér, en ég býst við að ég hafi viljað mæla þol þess og byrja algjörlega á því að skrifa bók að eigin skapi. Ég fékk okei dóma nema eina hryllilega hauskúpu sem allir smjöttuðu á, því fólk elskar aftökur. Við þetta dró ég mig inn í mína hnetu og byrjaði að skrifa mig í áttina að smekk Kollu. Ég varð að lifa af, var með krakka á framfæri og ríka ábyrgðartilfinningu.“ Þjónkun við smekk Er hún að viðurkenna að efnahagsleg afkoma sé svona ráðandi kraftur í andlegu lífi Rithöfundasambandsins? „Ég viðurkenni það fyrir mína parta. Íslenskt samfélag er bara svo lítið. Ég er voða fegin að Björk er úti í heimi með sitt talent. Ég er búin að prófa að vera eins flippuð og ég vil og það hentar ekki samfélaginu hér. Sem íslenskur rithöfundur er ég föst inni í örlítilli smátungu, sem var tota út úr botnlanganum dönsku. Í gamla daga var fólk bókstaflega fast í sínum hrepp og það hét vistarband eða átthagafjötrar, ég skynja mig fasta á sama hátt og dæmda til að skapa hér í örlítilli kró. Enginn er eins bundinn við landið og sá sem kann ekki á neitt nema hið volduga klassíska hljóðfæri íslenskrar tungu. Maður getur lítið farið út fyrir garðinn. En með því öryggi sem fylgir því að verða viðurkenndur sem hluti af elítu íslenskra rithöfunda geta menn skrifað frjálsar ... ég er eiginlega að lýsa því frelsi yfir í þessari bók. Sem betur fer hef ég ekki týnt hvatvísinni, þrátt fyrir langa þjónkun við þröngan bókmenntasmekk íslensku þjóðarinnar eða bókmennta- fræðinganna, maður veit aldrei hvor stýrir.“ Náttúruleysi á bók Kalt er annars blóð einkennist ekki síður af ásæknum lýsingum á náum sem búið er að hluta í sundur. Nándin við hið líkamlega er eitt af þemum bókarinnar. Ég spyr um nýlega skoðun Ians Rankin að kroppurinn, kynlífið og hinn sundraði líkami eigi ekki heima í glæpasögunni: „það er þá hans vandamál,“ segir Þórunn: „Með sundurhlutun líkamans er ég að kjötgera, minna á tengsl okkar við hin dýrin eiginlega. Á fundi hjá Rithöfundasambandinu um frelsi rithöf- unda fyrir nokkrum misserum talaði ég um þetta, hvað það væri skrítið hvað kynlíf vantaði í íslenskar bókmenntir, hvort það gæti verið út af eiginkonum, dætrum, mæðrum, tengdadætrum og tengdamæðrum og Einar Kárason sprakk.“ Af hlátri? „Nei reiði. Fyrir hönd rithöfunda sem ekki eru með þessa tegund af náttúru í bókum sínum. En ég er alls enginn dóni. Lífið er bara dónalegt, ef einhver skynjar úr bókum mínum dónaskap þá vísa ég bara þangað, til lífsins og sannleikans. Eitt hlutverk bókmennta er að lækna samfélagið af allskonar kvillum. Það er nýkomin út ævisaga Katrínar Thoroddsen sem kynnti okkur verjur og byrjaði að ráðast á launhelgar klofsins. Mamma var fyrsta stelpan í Menntaskólanum í Reykjavík sem hélt áfram í skólanum ólétt. Það var svo mikil skömm í latínuskólanum að eiga barn að maður átti bara að láta sig hverfa. Eitt viðamesta hlutverk bókmennta er að losa um og lækna sjúkan tíð- aranda, eins og hefði verið sagt fyrir hundrað árum. Þegar ég opna tabú gleðst hrekkjalómurinn í mér, það er hluti af nautninni við að skrifa.“ Hvað vantar í menn þegar þeim er ómögulegt að fjalla um kynlíf jafn opinskátt og sjá má á bloggsíðum unglinganna? „Unglingarnir eru sem betur fer frelsaðri á þessu sviði en okkar kynslóð. Hryllingur Stóradóms nuddast ótrúlega hægt út, forn bannhelgi kynlífsins og kristna skömmin á líkamanum, það tekur margar kynslóðir. Í rauninni hangir Stóri dómur enn yfir. Kerlingar svoleiðis fussa og sveia ef einhver ágætur karlmaður nær sér í viðhald, eins og rétt væri enn samkvæmt lögum að hýða hann og hengja og drekkja konunni. Ég hugsa bara – þekkjandi afstæði hugmyndanna sem sagnfræðingur: Guð, svakalegt og erfitt en gott fyrir hann, lífið í honum hefur sjálfsagt verið orðið lúið eða eitthvað þvílíkt. Ég vil ekki mæla rofi í hjónaböndum bót, lygarnar eru viðbjóðslegar og sársaukinn sem fylgir skilnaði, en fordæminguna er svo ömurlegt að hlusta á, skilningsleysið, því það tilheyrir gamalli hugsun. Hætt var að refsa fyrir hór 1869 svo að segja má að hór sé orðið löglegt þótt það verði kannski alltaf siðlaust.“ Vill frekar hlusta Þórunn segist ekki lesa mikið af íslenskum skáldsögum, segist réttlæta það fyrir sjálfri sér þannig að hún óttist að verða samdauna samferða- mönnum sínum á rithöfundaferlinum. „Bækur verða að hafa eitthvað sem vekur óseðjandi forvitni mína. Ég verð leið svo fljótt, þó það fari eftir hugarástandi mínu.“ Og hvað vakti slíka forvitni síðast? „Þjónn það er Fönix í öskubakkanum mínum eftir Eirík Örn Norð- dahl. Það er dásemd. Svo las ég Mælingu heimsins eftir Daniel Kehlmann í frábærri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur og Gunnlaugssögu orms- tungu. Svo eru tíu eða tuttugu bækur á rúmstokknum sem ég gríp í. En ég hlusta mikið á hljóðbækur. Það sem ég er að hlusta á núna er Ódysseifskviða sem Kristján Árnason bókmenntafræðingur les. Margar nýlegar nætur hef ég sofnað í Miðjarðarhafi fyrir nær þrjú þúsund árum alsæl. Morgunþulu í stráum eftir Thor Vilhjálmsson var dásamlegt að láta renna inn hlustirnar. Hans prósi er svo vel smíðaður. Ég reyndi að lesa en týndi mér í línu tuttugu og fjögur ... prósi Thors á að vera lesinn því hann er ekkert annað en músík. Hlýði menn Á bókamessunni í Gautaborg var umrætt að ekki þætti eins fínt að hlusta eins og að lesa. Í Svíþjóð er mikil hljóðbókaútgáfa í gangi og ég fer niður í Norræna hús til að afla mér hljóðbóka þar sem ég skil sænsku. Heimurinn var í lagi áður en textinn var fundinn upp. Sagan á að heyrast – það er uppruni hennar. Því er ég voða fúl út í þá sem telja fínna að lesa en hlusta.“ Er þá nýja sagan þín komin út á hljóðbók? „Það var einmitt verið að hringja í mig og bjóða mér að lesa sjálf því að ég hef nöldrað yfir því að stofnunin – sem framleiðir bækur fyrir blinda – er svo undirmönnuð að gera hljóðbók án þess að spyrja höfunda. Ég hitti fyrir tilviljun starfsmann hljóðbókanna og var sár yfir að Matthías var lesin af einhverjum karli þótt fræðirödd- in í bókinni sé kvenlæg. En bækur um karla eru víst lesnar af körlum og öfugt. Við sem erum hvorki blind né áttræð fáum þar ekki lánaðar bækur.“ Umsóknartíminn Þórunn er núna að lesa eina af sögum sínum í útvarp og segist bara vera hissa hvað hún sé góð. Hún leyfi sér að gera pínubreytingar og strákarnir leyfi það. Eins og til dæmis áttaði hún sig á því eftir á að ekki er mör á hrossum. Hún hefur eins og öll haust lagt inn umsóknir í bæði fræðasjóði og höfundasjóði og bíður þess að opinber nefnd líti til hennar í náð svo að hún viti hvað hún geri næst. Og ef það bregst hvað er þá til ráða? „Maður er orðinn svo sérhæfður af öllum þessum bókaskrifum að ég efast stundum um að ég geti gert nokkuð annað. Jú, ég er dugleg að skúra, ég gæti það.“ Aftur strákarnir Hún segist hafa beðin að lesa upp á tveimur fyrstu ljóðlistahátíðum Nýhils og fundist það merkilegra en að koma fram á þessari stuttbuxnabókmenntahátíð. Þú kallar hana það? „Já, beiska utangarðsdeildin talaði alltaf í gamla daga um stuttbuxnadeildina og eyðibýl- ið, með fullri virðingu, þetta kallaði bókmennta-Gróa hið ágæta skáld Ödegaard og strákana sem gerðu íslenskum bókmenntum þann stórgreiða sem bók- menntahátíðin er. Saklaust grín þeirra valdalausu, sem allir vonandi geta fyrirgefið – ekki bjó ég þetta til. Að vera kippt inn í þá deild seint og um síðir var ekkert sérstakt, þú skilur. Ég er stoltari af því að unga fólkið vilji hafa mig með en það sem nú er eins og ég að verða gamalt og farið að missa völd. Það sér hver heilvita maður að það er meiri framtíð í því að vera kannski vonandi ekki úreltur í því sem maður er að skapa.“ Og hvað er þá næst? Hún segir það óráðið. Hún sé alltaf að hvetja Megas til að halda áfram sögu sinni þar sem Sól í Norðurmýri lýkur en hann sé svo vinsæll núna. Þau eigi reyndar nóvellu sem sé hálfkláruð þar sem skopast sé að kvennafrídeginum en henni hafi allstaðar verið hafnað til útgáfu. Enn sé kvenremban svo heilög á Íslandi að ekki megi skopast með hana: „Þessar konur ofsóttu á sínum tíma gamla ídealið, venjulegt fólk, fallegar ofurkvenlegar lítilþægar, ofurskreyttar og þjónustusamar konur og ofurkarl- menn sem voru svona Clint Eastwood týpur og ferlega frekir alfaapar ... svo má ekki skopast með þær. Það er eitthvað að þegar má einu sinni gera grín. Það á að gera grín að öllu, það er eina leiðin til að þola álagið sem fylgir mannlífinu og menningunni. Rotturnar verða að minnsta kosti að fá að krafsa.“ Í rauninni hangir Stóri dómur enn yfir. Kerlingar svoleiðis fussa og sveia ef einhver ágætur karlmaður nær sér í viðhald, eins og rétt væri enn samkvæmt lögum að hýða hann og hengja og drekkja konunni.“ HÚSI STEINSTEYPTU ÚR GRÁU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.