Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2007, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 09.12.2007, Qupperneq 88
MENNING 50 Íslenskir krakkar rétt eins og aðrir hafa heyrt og lesið fjöldan allan af sögum af kóngum og drottningum og þeirra fólki þrátt fyrir að ekkert sé hér konungsríkið. Gerður Kristný sendir nú frá sér sína fimmtu barnabók en þar beinir hún sjónum sínum að embætti forsetans. Sögu- hetjan er forseti Íslands, en þó enginn þeirra sem hefur hlotið þjóðkjör. Forsetinn í bókinni er einmana í embættinu og langar í raun og veru meira að vera gröfu- stjóri. Í upphafi bókar- innar er hann heldur leið- ur yfir aðstæðum sínum en horfist í augu við emb- ættið, skyldur sínar og væntingar eftir því sem á söguna líður. Þrátt fyrir að forsetinn í sögunni gegni æðsta embætti landsins er hann bæði uppátækjasamur og til- finningaríkur. Fullorðins- lífið er víst sjaldnast spennandi og því ákveðin hughreysting fyrir les- endur að jafnvel forsetar geta verið með barnssál. Sagan er ærslafull og rík af ævintýrum en allir staðhættir eru í samræmi við þá sem við þekkjum í tengslum við embætti forsetans, Bessastaðir og forsetaskrifstofan á sínum stað. Halldór Bald- ursson myndskreytir bókina og á ríkan þátt í heildarmynd hennar. Myndirnar eru fullar af lífi og undirstrika kímni textans með sérlega vel gerðum hætti. Halldór hefur myndskreytt fjölda barnabóka á undan þess- ari og fyrir löngu skipað sér í röð þekktustu skop- myndateiknara landsins. Í lok bókarinnar eru teikningar af öllum for- setum lýðveldisins og upplýsingar um forseta- tíð þeirra. Þannig tengj- ast teikningarnar, rétt eins og textinn, raun- verulegum upplýsingum um embætti forsetans. Stór þáttur í sögunni eru þau bréf sem forset- anum berast frá fólkinu í landinu. Bréfin brjóta upp form sögunnar bæði hvað varðar innihald og útlit. Fólkið í landinu vill gjarnan fá forsetann til þess að koma og vera við- staddan ýmsar uppák- ommur auk þess sem það hefur áhyggjur af honum sjálfum. Ballið á Bessastöðum er skemmtileg lesning, sem vel er hægt að mæla með fyrir hressa byrj- endur í lestri. Hún er með góðu letri og tvö- földu stafabili sem er gott er fyrir þá sem ekki hafa náð fullri þjálfun í lestri. Efnistökin gera það að verkum að bókin er upplögð sem umræðu- grundvöllur um hvaða erfiðleikar steðja að þeim sem eru einir í embætti og geta ekki ráðfært sig við neinn í sömu sporum. Ballið á Bessastöðum er hressandi lesning um æðsta embætti landsins. Hildur Heimisdóttir Hressandi lesning Skáldkonan Gerður Kristný á bæði ljóðabók og barnasögu á bókamarkaði þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Ævisöguleg bók- menntarýni er geld. Í stað þess að skoða hvort bókin standist á eigin forsendum, hvort lesandi finni sig í text- anum fer mest fyrir ævisögulegri rýni hjá þeim sem nú eru mest áberandi í bókaumfjöll- un. Stanslaus leit eftir höfundi sjálfum í text- anum. (Hvers á Böðvar að gjalda?) Eins og fólki sé ofviða að greina á milli sögumanns og höfundar. En mönnum er vor- kunn. Yngsta kynslóð höfunda hefur undan- farin ár gert tilraunir til að má út skil milli skáldskapar og veru- leika með tengingu við netskrif og tölvupóst- samskipti. Best hefur til tekist hjá Kristjóni Kormáki í Frægasti maður í heimi sem kom út fyrir þremur árum – bók sem tengist einmitt Ágústi Borgþóri Sverr- issyni með óbeinum hætti. Þó Ágúst sé að ýmsu leyti gamaldags rithöfundur hvað varð- ar stíl og tilheyri ekki beint þeim hópi rithöf- unda veitist erfitt að hafna ævisögulegri nálgun þegar hann á í hlut. Ágúst Borgþór er meðal þekktari blogg- ara landsins, oft kallað- ur „Bloggþór“ á netinu og vakti athygli á dög- unum þegar hann hót- aði því að ef ný bók hans Hliðarspor seldist í undir 350 eintökum myndi hann hætta að blogga. Hvernig sem fer með það ætti Ágúst Borgþór að velta því vandlega fyrir sér. Ef honum er alvara með að elta rithöfunda- drauma sína. Sá sem þetta skrifar fer af og til inná bloggsíðu hans og kannast við ýmsa þætti persónulegs og einlægs bloggs hans í bókinni: Kaffihúsaráp, margvíslegt bauk við skriftir, matarfíkn, dálæti einnar persón- unnar á progrokki Yes, ýmis atriði úr hvers- dagslífinu svo sem að hengja uppúr vél (ekki síst þar sem vel tekst til í skáldsögunni) og svo framvegis. Því er það svo að óhjákvæmi- lega skýtur Ágúst Borgþór sjálfur stöðugt upp kollinum í sögunni sem virkar truflandi á ágæta persónusköpun sem er annar aðall umræddrar bókar. Aðalpersónur eru þrjár: Daníel og Árni eru miðaldra menn, giftir, kúgaðir af að stæðum og eiginkon- um, félagar frá fornu fari sem fást við skrift- ir hvor á sinn hátt. Báðir eiga í tilvistar- kreppu, þjakaðir af gráum fiðringi, en þeir, og lesandinn þar með, þurfa að glíma við spurningu um hvort kynlíf án tilfinninga eða ást án snertingar sé verri – já, eða betri eftir atvikum? Að auki hvort vændi sé óum- deilanlega og í öllu falli níðingsháttur gegn konum? Þriðja aðal- persónan er Elín, 25 ára bókmenntafræðinemi sem starfar í bókabúð. Sagan er vel grund- uð, snjöll að byggingu og kallast ýmsir þættir skemmtilega á. Daníel starfar sem ritstjóri tímarits. Til hans leitar Hallgerður, ung kona sem vill birta grein, uppsuðu úr BA-ritgerð sinni sem fjallar um vændi. Daníel líst vel á en vill fá viðtal við vændiskonu með grein- inni. Hallgerður er hins vegar ófrávíkjanlega þeirrar skoðunar að merkilegra sé að heyra í glæpamanninum kaupanda vændisins. En kannanir sýna að þeir eru einkum giftir karlmenn á miðjum aldri. Daníel, giftur á miðjum aldri, fer á stúfana og ballið byrj- ar. Höfundurinn hefur sent frá sér fimm smá- sagnasöfn og nýtir sér þá verkþekkingu með ágætum í bók sem flokkast eiginlega öllu heldur sem „novella“ en skáldsaga – þræðir fléttast saman með óvæntum hætti. Ýmsar eftirtektar- verðar og jafnvel spaugilegar aukaper- sónur koma við sögu. Sonur Daníels er til dæmis einskonar blanda af einkennum sem maður telur sig þekkja í skáldspírum Nýhil-hópsins og Ágústi Borgþóri sjálfum. Og oft bregður fyrir meitl- uðum texta: „Árni velti því stund- um fyrir sér hvaða verkefnum svo háaldr- aður og veikburða maður gæti yfirleitt sinnt einn síns liðs inni á lítilli skrifstofu. Gat það hugsast að hann sæti þarna hálfan dag- inn án þess að gera nokkurn skapaðan hlut? Að sérhver vinnudagur væri í raun einungis táknræn hylling æfi- starfsins?“ (bls. 63) Þá má segja að í blautlegum lýsingum takist Ágústi Borgþóri betur upp en flestum íslenskum höfundum sem fengist hafa við slíkt þeirra sem þessi ritdómari hefur lesið. Líkt og Ágúst sé þraut- þjálfaður sem slíkur penni. En eins og höf- undur skrifar af mikilli og ágætri tilfinningu um tilvistarkreppu miðaldra karlkyns söguhetja sinna verður þriðja aðalpersónan ekki eins sannfærandi. Ágúst Borgþór er nákvæmur texta- gerðarmaður og því verður það beinlínis kauðskt þegar hann nauðgar stafsetningar- villum inn í tölvupóst- skeyti Elínar til Árna – sem er fremur ódýrt bragð í persónusköpun. Lesandinn, sem í þessu tilfelli er einmitt mið- aldra karlmaður líkt og höfundur, nær ekki æskilegri tengingu við sögu Elínar. Og líklega er það nákvæmlega þar sem Hliðarspor klikka. Því þó höfundur geri sig góðu heilli hvergi sekan um að taka afstöðu til þeirra athyglisverðu siðferð- isspurninga sem bókin veltir upp mun drjúgur hluti lesenda taka fyrirfram-gefna- af stöðu til þeirra. Sem er synd. Jakob Bjarnar Grétarsson Þjakaður af gráa fiðringnum Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bókin lætur lítið yfir sér, 27 örstuttar „ljóð- rænar“ sögur í einföldu samtalsformi á stíl- hreinu talmáli. Enginn sögumaður, enginn ljóð- mælandi, bara persón- ur sem birtast og hitt- ast fyrirvaralaust í raunverulegu rými (ekki á sviði) og hefja samræðu. Sögurnar (sem ég kýs að kalla svo) eru ekki ljóðrænar í þeim skilningi að þær laði fram tilfinninga- lega innlifun, heldur í þeirri merkingu að þær ögra raunveruleikanum sem þær gerast í með blekkingu skáldskapar- ins þar sem sjónvillur eru raunverulegar. „Galdurinn við list- ina að blekkja er sá að skapa hugsunarvillu“ segir Aristóteles í bók sinni um skáldskapar- listina og þaðan er sjón- hending að hljóð- og sjónvillu. Sögurnar eru öðrum þræði tilbrigði við þessa fornu glímu og þá ekki síður stíl- brigðin kennsl og hvörf sem höfundur fer listi- lega með – og kannar í verki hvort koma má frásagnarheild (upp- hafi, miðju og endi) fyrir í örsögu í beinni ræðu – kannar þann möguleika til hins ýtr- asta. Sögurnar á bls 9, 11, 17, 19, 23 og 26 eru t.d. allar (öðrum þræði) leikur með kennsl og hvörf – þar sem fortíð- in, oftar en ekki, stekk- ur úr fylgsni, ljóstrar upp og umhverfir. En ekki síður vakir það fyrir höfundi að reyna þanþol fjarstæð- unnar og þá spurningu Ara (sem er ei auðvelt að svara) hvort fari betur í skáldskap „það sem er sannfærandi en ógerlegt eða hitt sem er ósennilegt en gerlegt“ eða einhver önnur blanda, og hvað sé lík- legast til að „vekja skelfingu og vorkunn“ (snerta streng og hafa áhrif). Ekki misskilja mig; sögurnar í þessari bók eru umfram allt afspyrnuskemmtilegar og atburðir þeirra hand- an orða víða þannig að maður hlær lengi og upphátt einsog að heilli skáldsögu (albesta dæmið bls. 27) eða sýpur hveljur (8) eða hvort tveggja (29). Þetta er ein fyndnasta bók sem ég hef lesið á árinu; spaugilegustu atvikin eiga sér stað eftir að sögunum lýkur og hug- arflugi lesandans þar engin takmörk sett. Ari heldur því fram að sé eitthvað fjar- stæðukennt fellt inn í sögu „á nógu sannfær- andi hátt“ þá taki les- andinn það gilt, jafnvel þótt það sé „fáránlegt“. Í nákvæmlega þessu felst áskorun bókarinn- ar og sigurinn felst í því að „fáránleikinn“ og furðurnar eru þar ekki ímyndun, ekki draumur eða tákn – ekki skáld- veruleiki sem lesand- inn verður að yfirfæra – heldur þekkjanlegur og áþreifanlegur nútími, raunverulegri en raunsæislegt bíó, sem stígur og hnígur frá því „ótrúlega“ (5, 24, sem eru „hljóðvill- ur“) og „ósennilega“ (7, 14, 16, 21) að því „óger- lega“ (6) og „fáránlega“ (13 Sjónvilla, og 18), og spretta af ástæðu sem er „sýnileg“ innan ljóðs- ins þótt hún geti verið um að villast. Furður bókarinnar, fjarstæður og „tilviljan- ir“ eru „sannfærandi“ og trúverðugar af því að lesandinn (dómar- inn) finnur að þær eru „felldar inn í“ atburða- keðju sem „gæti gerst“ og er að gerast í raun- veruleikanum (ef vill); ofsa-akstur tækninnar (13) og erfðavísinda (18) – á 21. öld mun Eyrnastór (18) aka vél- arlausum bíl (13) víðar en í leikfangalandi. Sög- urnar sviðsetja brot af líðandi stund en sann- færa lesanda sinn þó ekki síður með því forna bragði skáldskaparins að styðja „skáldaða orsök“ (t.d. einhvern fáránleika) með „sannri afleiðingu“ (raunveru) þar sem lesandinn trúir orsökinni af því útkom- an er „rétt“ (sbr Ara) og hefur það heldur sem sannara reynist – og jafnvel þótt hvorugt sé satt (og þá er næsta spurning hvort sá fróði sé ekki bara mýta eins- og hinn á selnum). Sigurður Hróarsson Svör við spurningum Ara Óskar Árni Óskarsson skáld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI HLIÐARSPOR Skáldsaga eftir Ágúst Borgþór Sverrisson SJÓNVILLUR Óskar Árni Óskarsson BALLIÐ Á BESSASTÖÐUM Höfundur: Gerður Kristný Myndskreytingar: Halldór Baldursson 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.