Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2007, Qupperneq 100

Fréttablaðið - 09.12.2007, Qupperneq 100
32 9. desember 2007 SUNNUDAGUR ■ Æfðu jóladansana með börnun- um heima í stofu margar vikur fyrir jól. Láttu stúlkurnar vagga brúðu og drengina sparka bolta létt og lipurt. Æfðu þig sjálf í að taka í nefið og hneigja þig. Eins og breskur lord. Þið munuð sóma ykkur vel á jólaböllum vinnustaða foreldra, kunnandi þessa dansa. Og textana líka. Hlýddu börnunum yfir. Hvernig er fjórða erindið í Bjart er yfir Betlehem? Þeim sem tapar verð- ur refsað. ■ Þú hótar ekki börnunum með jólasveinunum. Það er ljótt að segja: „Annars færðu ekki í skó- inn.“ Það er svo neyslulegt að segja það. Börnin eiga að haga sér vel og þú getur alið þau upp í gamaldags guðsótta. Hótaðu þeim frekar með ragnarökum eða heimsenda frekar en að ein- hverjir perrar komi ekki til byggða. Segðu þeim frekar að Jesús elski ekki óþekk börn frekar en að jólasveinninn gefi þeim ekki happaþrennu. ■ Ágætt er að æfa fjölskylduna í messusiðum svo að það sé ekki augljóst að þið eruð í einu mess- unni sem þið farið í ár. Æfðu þau í að standa upp og setjast niður á réttum stöðum eins og þegar guðspjallið er lesið upp. Og algengum og hefðbundnum messusvörum. Tónaðu jafnvel með þeim ef þau eru lagviss. Annars skaltu biðja þau um að opna ekki munninn í messu. ■ Ef þú vilt heildarsvip á fjöl- skylduna skaltu kaupa þér góða rúllu af efni nú þegar kreppan er í aðsigi og ekki er sniðugt að vera að eyða peningum í Karna- bæ eða hvað þessar búðir heita. Kauptu rúllu af líflegu efni í anda hátíðarinnar og saumaðu á skrílinn. Litla kjóla, lítil jakka- föt, hárborða. Þú getur jafnvel klætt borðin í sama efni. Það verður fallegt jólaboðið þegar Lilli, Heba og Hlér standa við jólaborðið og enginn veit hvar börnin byrja og borðið endar. Passaðu þig bara á kertunum. En því er ekki að neita að það er mjög tignarlegt að sjá barna- hjörð standa í stærðarröð í alveg eins mynstri. ■ Borðið einn bita í einu með lok- aðan munn og helst ekki tala meðan á aðalrétti stendur nema til að ræða jólin. Bannað að blóta og bannað að tala hátt. Talið í rólegum talanda og munið að appelsínugulur er litur græð- ginnar. Þú borðar meira á app- elsínugulum dúk. Ef börnin eru átvögl skaltu setja ljóslillabláan dúk á borðið sem ku draga úr matarlyst. Hafðu þetta allt í huga. Nema þú viljir að börnin breytist í litla villigellti þegar þú berð heimalagaða sorbetið á borðið. ■ Fyrir þá sem vilja taka þetta alla leið getur þú gefið fólki í jólagjöf silfurplatta með nafni þínu og ártalinu þegar þú fædd- ist. Jafnvel hannað þitt eigið skjaldarmerki. Þú getur hætt að skrifa nafnið þitt undir í gesta- bækur í jólaboðum og skrifað bara upphafsstafi. Og skreytt með lítilli kórónu. ■ Vert er að hafa í huga að ætlir þú virkilega að haga þér eins og konungsborinn um hátðina að þá notar konungsborið fólk ekki internet eða tölvur. Það situr með gamla bók í fanginu og les – allan daginn – og lætur aðra um rafrænar hliðar lífsins. Það sefur líka alltaf í náttfötum. Helst með nátthúfu á kollinum. ■ „Aldrei – stundum – alltaf“. Gerðu þessa æfingu með börn- unum. Þá byrjar þú á því að setja olnbog- ana á borðið og öskrar „aldrei!“ Svo setur þú framhandlegg- ina á borðið og segir „stund- um“, en „allt- af“ áttu að láta úlnlið- inn nema við borð- brúnina þegar þú heldur á hnífapörunum. Láttu börn og maka æfa þetta. ■ Það vill enginn sitja í stór- um sal og gúffa yfir hátíðirn- ar. Það er kristilegra að sitja heima í stofu, segjandi gaman- sögur af misheppnuðum ætt- ingjum og narta í mandarínubát heldur en að kjaga í kringum hlaðborðið í Perlunni og sporð renna matarskömmtum sem myndu nægja heilu Afríku- þorpi. Gúff er úti. ■ Þú getur, ef þú vilt, látið rekja ættir þínar aftur þessi jól. Við erum öll skyld einhverjum Noregskonungi, fæddum 800 og eitthvað. Þú getur látið binda slíkt ættartré inn í leður. Með gullrönd á hverri blaðsíðu. Og gefið ríkisstjórninni og öðru fyrirfólki með mynd af þér á forsíðu. ■ Vert er að hafa í huga að yfir- stéttarfólk er ekki með nein trúðahúsgögn inni hjá sér. Hús- gögnin þeirra heita ekki nöfnum eftir skordýrategundum eða einhverju rugli. Þau heita heið- arlegum húsgagnanöfnum eins og buff, kommóða og skenkur. Þú getur tekið heimilið í gegn og fært það upp í þann klassa fyrir hátíðina. Og skýrt herbergin í leiðinni: Verandi, kontor og kristalssalurinn. ■ Og að lokum. Þú ferð ekki jóla- boð nema mæta síðast – en samt rétt á eftir síðasta gesti. Það er fínt að rétta bara hægri hönd fram til að það séu meiri líkur á að einhver kyssi hana. Þú gætir reynt að vera alltaf í einhverju kóngabláu um jólin eða vera með eitthvað sem líkist skikkju – með hvítum renningi – án þess að vera eins og jólasveinn. JÓLIN NÁLGAST Vertu viss um að vera búinn að taka fjölskyldumeðlimi í gegn áður en hátíðin gengur í garð. Það er of seint að ætla að byrja að fara með lexíurnar þegar loksins er sest við borðið. Tími lexíanna er núna. Mannasiðir um jólin Hátíðin nálgast og hver fer að verða síðastur til að læra mannasiðina sína fyrir hátíðina enda vill enginn vera skríll á jólun- um. Júlía Margrét Alexandersdóttir tók saman ráð handa þeim sem vilja gera sérstaklega vel og haga sér eins og Von Trapp fjölskyldan myndi gera. DESEMBER TILBOÐ TIL SAFNKORTSHAFA GPS Garmin Forerunner 305 Frábært æfingatæki. Forerunner æfingatölvan er hönnuð jafnt fyrir byrjendur og atvinnumenn. Tölvan fylgist stöðugt með púlsinum, hraðanum, vegalengdinni og kaloríubrennslunni. 16.990 kr. auk 1.000 punkta Safnkortshafar borga aðeins Punktar gilda þrettánfalt x13 Fullt verð: 29.990 kr. Tilboðið gildir til 31.01. 2008 eða á meðan birgðir endast.Vr. 85060629 x10 Toppar 1/4" 4–14 mm, toppar 1/2" 15–32 mm, fastir lyklar, sexkantar, tangir og bitar í góðri áltösku á hjólum. Samtals 200 stykki. Sniðug jólagjöf. 9.900 kr. auk 1.000 punkta Safnkortshafar borga aðeins Toppasett 200 stykki í hjólatösku Fullt verð: 19.900 kr. Tilboðið gildir til 31.01. 2008 eða á meðan birgðir endast.Vr. 88013933 Punktar gilda tífalt Remington þriggja hausa rakvél með stálblöðum sem skila góðum rakstri. Sjálfstæð fjöðrun á hausum. Má skola undir vatni. Rafhlaða dugar í 45 mín. Bartskeri. Vélinni fylgir sérstakur snyrtir með batteríi fyrir nef- og eyrnahár. 4.900 kr. auk 1.000 punkta Safnkortshafar borga aðeins Punktar gilda fjórfalt x4 Remington BMW herrarakvél Fullt verð: 8.900 kr. Tilboðið gildir til 31.01. 2008 eða á meðan birgðir endast.Vr. 85060625 Fullt verð: 5.900 kr. Tilboðið gildir til 31.01. 2008 eða á meðan birgðir endast.Vr. 85060626 Vr. 85060600 Fullt verð: 19.900 kr. Tilboðið gildir til 31.01. 2008 eða á meðan birgðir endast. Stafrænn myndarammi 13.900 kr. auk 1.000 punkta Safnkortshafar borga aðeins Frábær myndarammi þar sem hægt er að skoða myndirnar úr tölvunni. Hægt er að láta myndirnar rúlla í gegn við tónlist. Ramminn er með USB/SD/MMC/MS PRO. Frábær jólagjöf. Punktar gilda sexfalt x6 Aiptek Picasso Punktar gilda fimmfalt Vr. 85060597 Fullt verð: 10.500 kr. Tilboðið gildir til 31.01. 2008 eða á meðan birgðir endast. 5.500 kr. x4 Kraftmikill 2000W Remington hárblásari. 3 hitastillingar og 2 hraðastillingar. Upphengilykkja. Frábær hárblásari í jólapakkann. 1.900 kr. auk 1.000 punkta Safnkortshafar borga aðeins Remington hárblásari Punktar gilda fjórfalt auk 1.000 punkta Safnkortshafar borga aðeins x5 Philips Senseo kaffivél Einstakt samspil milli Philips Senseo og Douwe Egberts kaffiframleiðandans tryggir fullkomið bragð og ilm. Kaffibollinn er tilbúinn á hálfri mínútu. Stillanlegur stútur. Mjög hljóðlát. Frábær jólagjöf fyrir alla kaffiunnendur. Fleiri frábær desembertilboð fást á þjónustustöðvum N1 og í verslun N1 Bíldshöfða 9. Allar nánari upplýsingar á www.n1.is Það verður fallegt jólaboðið þegar Lilli, Heba og Hlér standa við jólaborð- ið og enginn veit hvar börnin byrja og borðið endar. Passaðu þig bara á kertunum. En því er ekki að neita að það er mjög tignarlegt að sjá barnahjörð standa í stærðarröð í alveg eins mynstri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.