Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2007, Qupperneq 104

Fréttablaðið - 09.12.2007, Qupperneq 104
36 9. desember 2007 SUNNUDAGUR Steinar Berg Ísleifsson var í ára- tugi einn helsti hljómplötuútgef- andi á Íslandi og hóf feril sinn með útgáfu Sumars á Sýrlandi. Fyrir fáum árum vatt hann sínu kvæði í kross og gerðist ferðabóndi í Borg- arfirðinum. Þau hjónin, hann og Ingibjörg, keyptu bæinn Fossatún og settust þar að og hafa síðan gert umfangsmiklar breytingar á landi á bökkum Grímsár. Áin og umhverfi hennar ollu því að Steinar settist niður og skrifaði litla sögu fyrir börn og fullorðna, Tröllasögu, sem hefur fengið góða dóma og er fáan- leg bæði á ensku og íslensku með fallegum myndum eftir Brian Pil- kington, sem Steinar kallar annan höfund verksins. Hvað olli því að þú söðlaðir um og sóttir inn á vettvang sem þú hafðir aldrei verið orðaður við? Það átti sér smá aðdraganda. „Ég hafði gælt við þá hugmynd að setja eitthvað niður á blað. Ég hafði allt- af haft gaman af að skrifa, en það varð aldrei nein alvara úr því, maður var að vasast í svo mörgu. Áður en þessi saga varð til hafði ég tekið smá tilhlaup og skrifað smá- vegis í formi sagna, en þessi saga kviknaði bara út frá umhverfinu þar sem ég var. Ég bý við fossa sem heita Tröllafossar og það skagar þar út í ána klettur sem er með tröllkonumynd og það kveikti hug- myndina að segja sögu þessarar tröllkonu sem er þar orðin að steini og er sátt við það því hún brosir.“ Var þetta andlit sem enginn hafði tekið eftir? „Nei, enginn veit hvernig nafn- giftin að Tröllafossum er komin til. Þeir eru allt annað en tröllslegir, þetta eru fallegir smáfossar. Áin breiðir þarna úr sér og er mjög fal- leg á stórum kafla. Ég leitaði að heimildum um nafnið og fann ekk- ert. Það eru hins vegar ofan við fossana Sýslumannsbrot og fylgir þeim sú saga að þar hafi tröllkona elt sýslumann og farið þarna yfir ána. Ég fór að velta fyrir mér hvort ekki væri hægt að búa til rými þarna fyrir sögu, sérstaklega vegna þess að hún er svo greinileg þessi tröllkona.“ Þú hefur ekkert veigrað þér við að sækja inn á ritvöllinn? „Ég kem úr tónlistarbransanum og var þar innanbúðarmaður og veit að það er rammi utan um bók- menntirnar líka. Ég vogaði að banka upp á og taldi mig hafa erindi. Ég átti ekki von á að mér yrði boðið til stofu í fyrsta gang. Ég vona bar að mér verði þokkalega tekið en að sjálfsögðu hafa menn fyrirvara á nýjum höfundi á þess- um vettvangi. Ég er kominn á miðj- an aldur og tek upp á að gera eitt- hvað sem ég hef ekki áður gert opinberlega.“ Nú er mikil vakning í Borgarfirði að vekja upp hinn forna söguheim héraðsins? „Já, ég hafði tekið þátt í fjölda funda þar sem það var mikið rætt að nýta söguarfinn; efla menn til dáða til að lífga upp á svæðið til að draga að fleiri ferðamenn. Ég hef tekið þátt í því sem áheyrandi fyrst og fremst. Það hafði engin áhrif á að ég vildi skrifa þessa sögu. Ég gerði mér grein fyrir þegar ég var búinn að setja hana á blað að hún fellur alveg að þessari hugsun. Hún var í vinnu kölluð Tröllafossar og ég ákvað að setja inn í hana staðar- heiti, örnefni úr nágrenni þeirra. Gunnuklauf við Varmalæk sem enginn veit hvers vegna heitir því nafni, hylurinn Viðbjóður í Grímsá tengist lauslegri sögu um að ein- hver hafi dáið þar. Þessum örnefn- um flétta ég inn í söguna. Þekktari staðir koma líka við sögu.“ Ég ákvað að skrifa söguna í stíl þjóðsagna og leitaði þangað, notaði þaðan orðtök og reyndi að smíða ný orðtök í þessum stíl. Ég vildi nota orðfæri úr nútímanum en byggði samt sem áður á þessum stíl. Hvort þessi saga er barnabók eða ekki er seinni tíma markaðs- pæling sem er mjög skiljanleg, ég gerði mér grein fyrir að þetta væri ekki smábarnabók. En rétt eins og þjóðsögur fyrri tíma voru bæði fyrir börn og fullorðna gerði ég mér vonir um að fullorðnir hefðu gaman af að lesa þessa sögu fyrir börn. Jafnvel að sá lestur vekti spurningar hjá fullorðnum sem þeir þyrftu að svara börnunum. Hvernig líður ykkur í Borgarfirðin- um? Okkur líður vel þar, við stöndum í miklum framkvæmdum, en eftir að ég setti þessa sögu saman langar mig að gera meira af slíku. En ef maður er framkvæmdaglaður verð- ur það að víkja um sinn, hvað sem verður. Tröllamynd skapar nýja sögu STEINAR BERG Með bókin sína sem spratt af örnefnum og andliti í kletti við Grímsá í Borgarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Reykjavík Faxafen 12 S. 533-1550. Keflavík Hafnargata 25 S. 421-3322 Virka daga 10 – 18 Laugard. 11 – 16 Sunnud. 13-17 NÝTT KORTATÍMABIL LAUGARDAGUR 8. DES KL. 13 TKTK: GÍTARTÓNLEIKAR JÓN GUÐMUNDSSON Miðaverð 1500/500 kr. SUNNUDAGUR 9. DES KL. 20 Ó Ó INGIBJÖRG – ÚTGÁFUT. ÓSKAR, ÓMAR OG INGIBJÖRG GUÐJÓNSBÖRN Miðaverð 2000/1600 kr. LAUGARDAGUR 12. JAN KL. 17 TÍBRÁ: NÝÁRSTÓNLEIKAR HULDA BJÖRK OG SALONSVEIT SIGURÐAR INGVA SNORRASONAR. AÐEINS NOKKUR SÆTI LAUS Miðaverð 2000/1600 kr. GEFÐU UPPLIFUN ! NÝ OG FALLEG GJAFAKORT OG MARGIR FRÁBÆRIR TÓNLEIKAR Í BOÐI ! Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.