Fréttablaðið - 09.12.2007, Page 112

Fréttablaðið - 09.12.2007, Page 112
44 9. desember 2007 SUNNUDAGUR FÓTBOLTI Portsmouth lék sinn ell- efta deildarleik í röð án taps og vann sinn sjötta útisigur í röð þegar liðið skellti Aston 3-1 á Villa Park í gær. Þetta var fyrsti sigur Portsmouth á þessum velli í 52 ár. Með sigrinum komst Port- smouth upp í fimmta sæti deild- arinnar en fyrir leikinn voru bæði liðin með 27 stig. Gana-maðurinn Sulley Muntari innsiglaði sigurinn með tveimur frábærum mörkum eftir að sjálfsmark Craigs Gardner hafði komið gestunum yfir í leiknum. Harry Redknapp, stjóri Port- smouth, var kátur í leikslok. „Þetta var frábær frammistaða, við höldum áfram að spila vel og það er magnað að koma hingað og vinna hið sterka lið Aston Villa. Þetta er nefnilega einn erfiðasti völlurinn til að spila á,“ sagði Redknapp eftir leikinn og marka- skorarinn Muntari er ánægður með karlinn. „Harry er góður stjóri. Hann talar mikið við leikmenn og held- ur okkur ánægðum. Það er aðal- ástæðan fyrir því af hverju við erum að spila vel og höldum áfram að spila vel. Við gerum þetta saman og ætlum okkur að ná Evrópusæti,“ sagði Muntari eftir leikinn. „Þetta tap er mikil vonbrigði því við vorum það mikið með boltann að við áttum að fá eitt- hvað út úr þessum leik. Þetta er mikið áfall því sjálfstraustið var mikið í liðinu eftir gott gengi en þetta þýðir bara að við þurfum að koma sterkir til baka,“ sagði Martin O’Neill en Aston Villa hefur nú tapað tveimur leikjum í röð eftir að hafa unnið alla fjóra leiki sína í nóvember. - óój Hermann Hreiðarsson var allan tímann á bekknum hjá Portsmouth í 3-1 sigri á Aston Villa í gær: Sjötti útisigur Portsmouth-liðsins í röð HEITUR Í KULDANUM Sulley Ali Muntari skoraði tvö mörk fyrir Portsmouth í rigningunni í gær. NORDICPHOTOS/GETTY Enska úrvalsdeildin ASTON VILLA-PORTSMOUTH 1-3 0-1 Sjálfsmark (9.), 0-2 Sulley Muntari (40.), 0-3 Sulley Muntari (61.), 1-3 Gareth Barry (72.). CHELSEA-SUNDERLAND 2-0 1-0 Andri Shevchenko (23.), 2-0 Frank Lampard (75.). EVERTON-FULHAM 3-0 1-0 Yakubu Aiyegbeni (51.), 2-0 Yakubu Aiyeg beni (62.), 3-0 Yakubu Aiyegbeni (79.). MANCHESTER UNITED-DERBY COUNTY 4-1 1-0 Ryan Giggs (40.), 2-0 Carlos Tévez (45.), 3-0 Carlos Tévez (60.), 3-1 Steve Howard (76.), 4-1 Cristiano Ronaldo (90.). NEWCASTLE UNITED-BIRMINGHAM 2-1 0-1 Cameron Jerome (9.), 1-1 Obafemi Martins (36.), 2-1 Habib Beye (90.). READING - LIVERPOOL 3-1 0-1 Stephen Hunt (17.), 1-1 Steven Gerrard (28.), 2-1 Kevin Doyle (60.), 3-1 James Harper (67.) STAÐAN Í DEILDINNI: Arsenal 15 11 4 0 32-12 37 Man. United 16 11 3 2 29-8 36 Chelsea 16 10 4 2 24-9 34 Liverpool 15 8 6 1 27-9 30 Portsmouth 16 8 6 2 28-14 30 Man. City 15 9 3 3 19-15 30 Everton 16 8 3 5 29-16 27 Aston Villa 16 8 3 5 27-19 27 Blackburn 15 7 5 3 20-18 26 Newcastle 16 6 4 6 23-26 22 West Ham 14 5 4 5 19-12 19 Reading 16 5 2 9 21-33 17 Birmingham 16 4 2 10 17-26 14 Fulham 16 2 7 7 18-27 13 Sunderland 16 3 4 9 15-31 13 Tottenham 15 2 6 7 26-28 12 Bolton 15 2 5 8 12-22 11 Middlesbrough 15 2 5 8 13-27 11 Wigan 15 2 3 10 11-26 9 Derby County 16 1 3 12 6-38 6 MARKAHÆSTIR Í DEILDINNI: Emmanuel Adebayor, Arsenal 9 Cristiano Ronaldo, Man. United 9 Benjani, Portsmouth 8 Robbie Keane, Tottenham 8 Yakubu, Everton 8 Nicolas Anelka, Bolton 7 Gabriel Agbonlahor, Aston Villa 6 Cesc Fabregas, Arsenal 6 Steven Gerrard, Liverpool 6 Obafemi Martins, Newcastle 6 Carlos Tevez, Man. United 6 Fernando Torres, Liverpool 6 Kevin Doyle, Reading 5 Didier Drogba, Chelsea 5 Cameron Jerome, Birmingham 5 OlivierKapo, Birmingham 5 Dave Kitson, Reading 5 Frank Lampard, Chelsea 5 Benedict McCarthy, Blackburn 5 Robin van Persie, Arsenal 5 LEIKIRNIR Í DAG: Middlesbrough-Arsenal 13.30 Bolton-Wigan 15.00 Tottenham-Man. City 15.00 Blackburn-West Ham 16.00 ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Kamerúninn Samuel Eto’o og Portúgalinn Deco verða báðir með Barcelona gegn Deportivo Coruna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Okkar maður Eiður Smári Guð- johnsen er einnig í leikmanna- hópnum en Börsungar verða án þeirra Touré Yaya, Edmílson, Oleguer og Thierry Henry. Þetta verður fyrsti leikur Eto’o síðan í ágúst en miðað við að Eiður Smári er búinn að spila á miðjunni í síðustu leikjum eru meiri líkur á því að það verði Deco sem setji hann út úr byrj unarliðinu en framherjinn snjalli frá Kamerún. Deco hefur ekkert verið með síðan hann reif lærvöðva í október. „Mér líður mjög vel. Ég er búinn að leggja mikið á mig til þess að geta farið að spila á ný og nú verðum við að sjá hvað stjór inn gerir,“ sagði Samuel Eto’o á blaðamannafundi í gær. - óój Samkeppni Eiðs hjá Barca: Eto’o og Deco báðir með GÓÐIR FÉLAGAR Samuel Eto’o og Deco faðmast á æfingu Barcelona. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Manchester United vann öruggan 4-1 sigur á botnliði Derby í ensku úrvalsdeildinni í gær og minnkaði með því forskot Arsen- al á toppnum í aðeins eitt stig. Carlos Tevez skoraði tvö mörk eftir að Ryan Giggs hafði komið United í 1-0 og það var síðan Cristiano Ronaldo sem innsiglaði sigurinn eftir að hafa svo sannar- lega fiskað vítaspyrnu. Derby- menn höfðu hins vegar ástæðu til að fagna því markið sem Steve Howard skoraði í seinni hálfleik var fyrsta mark liðsins á útivelli. Stærsta frétt leiksins var þó markið hans Ryans Giggs sem var það hundraðasta sem hann skorar fyrir félagið í deildarleik. Giggs, sem lék sinn fyrsta leik árið 1991 og var að leika sinn 519 leik fyrir United, er ellefti leik- maðurinn sem nær að skora 100 mörk fyrir þetta sögufræga lið. Giggs varð fyrsti leikmaðurinn í rúman áratug til þess að brjóta hundrað marka múrinn en landi hans, Mark Hughes, var sá síð- asti sem gerði það. Giggs á aftur á móti litla möguleika á að bæta met Bobby Charlton sem skoraði 1.999 mörk fyrir Manchester á árunum 1956 til 1973. „Þetta var stór sigur fyrir okkur því margt getur gerst við svona aðstæður sem henta okkur ekki. Carlos Tevez er að koma frábærlega inn í þetta en það var ákvörðun Cristianos að taka vítið í stað þess að leyfa Tevez að ná þrennunni. Cristiano er víta- skyttan okkar og hann vildi taka þetta víti,“ sagði Ferguson sem gladdist yfir árangri Giggs. „Það kom mér á óvart að það var ekki tilkynnt sérstaklega um tímamótin hans Ryans. Kannski vissi engin n um þetta en ég vissi allt um málið. Þetta er frábært afrek hjá honum,“ sagði Sir Alex kátur eftir leikinn. - óój FLEST DEILDARMÖRK FYRIR MAN. UNITED: 199 Bobby Charlton 1956– 1973 173 Jack Rowley 1938– 1955 171 Denis Law 1962– 1973 159 Dennis Viollet1953–1962 137 George Best 1963–1974 126 Stan Pearson 1938–1954 119 Mark Hughes 1983-1995 114 David Herd 1961–1968 112 Tommy Taylor 1953–1958 106 Joe Spence 1919–1933 100 Ryan Giggs 1991– Manchester United er aðeins stigi á eftir toppliði Arsenal eftir 4-1 sigur á Derby á Old Trafford: Giggs skoraði hundraðasta markið sitt 100. MARKIÐ Ryan Giggs skoraði tímamótamark fyrir United í gær. Hér fagnar hann með Carlos Tevez. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Liverpool fékk ekki gott veganesti inn í leik sinn við Mars- eille í meistaradeildinni í næstu viku því liðið tapaði í gær sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í vetur þegar lærisveinar Rafaels Benitez sóttu Reading heim. Liverpool er þar með sjö stigum á eftir toppliði Arsenal en leik- menn liðsins þurfa nú að fara að einbeita sér að leiknum í Frakk- landi þar sem liðið verður að vinna til að komast áfram í næstu umferð Meistaradeildarinnar. Það gekk mun betur hjá nágrönnunum þar sem Aiyegbeni Yakubu skoraði þrennu fyrir Everton gegn Ful- ham og Manchester United og Chelsea unnu bæði góða heima- sigra. Sigur Reading á Liverpool var sögulegur, ekki bara fyrir það að Liverpool var búið að fara taplaust í gegnum fyrstu fjórtán leiki sína heldur einnig vegna þess að þetta var fyrsti sigur Reading gegn einu af fjórum stóru félögunum, Manchester United, Arsenal, Chel- sea eða Liverpool. Reading vann 3-1 sigur en Liverpool hafði aðeins fengið á sig sex mörk í 14 leikjum fyrir leikinn. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði heimamanna og Brynjar Björn Gunnarsson fiskaði vítaspyrnuna sem Stephen Hunt kom Reading í 1-0 þó að það hafi síðan komið í ljós að Jamie Carrag- her hafði brotið á honum utan víta- teigs. Steven Gerrard jafnaði fyrir Liverpool með sínu níunda marki í síðustu tíu leikjum en tvö mörk Reading á sjö mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik gerðu út um leikinn. „Það er mjög ánægjulegt að ná góðum úrslitum á móti einu af stóru liðunum en það eru fimm erfiðir mánuðir eftir af tímabil- inu. Úrslitin í þessum leikjum ráða ekki úrslitum fyrir okkur á þessu tímabili en þessi sigur gefur stuðn- ingsmönnum okkar ástæðu til að fagna og vonandi getum við byggt ofan á þennan leik,“ sagði Steve Coppell, stjóri Reading. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, var ekki sáttur við vítið sem Brynjar Björn fékk og eins með að Fernando Torres hafi ekki fengið víti. „Brotið var greinilega fyrir utan teiginn og það var augljós- lega brotið á Torres. Við getum ekki breytt þessum úrslitum og ég ætla ekki að nota þessi atvik sem afsökun. Lykilatriðið er að við fengum færi og nýttum þau ekki og svo er ég mjög ósáttur með mörkin sem við fengum á okkur,“ sagði Benitez eftir leikinn. Andriy Shevchenko var í byrj- unarliði Chelsea og þakkaði fyrir það með því að koma Chelsea í 1-0 gegn Sunderland en leikurinn fór fram við hörmulegar aðstæður á Stamford Bridge. Frank Lampard innsiglaði sigurinn úr vítaspyrnu eftir að Alex hafði verið felldur. „Við réðum þessum leik en það gekk illa að tryggja sigurinn,“ sagði Avram Grant, stjóri Chel- sea. „Þetta var ekki alslæmt en það var svekkjandi að fá á okkur þessi mörk,“ sagði Roy Keane, stjóri Sunderland. Sigurmark varnarmannsins Habib Beye létti mikilli pressu af Sam Allardyce, stjóra Newcastle United, en markið tryggði 2-1 sigur á Birmingham City á St James’ Park. „Þetta voru rosalega mikilvæg stig. Það eina sem skipti máli í dag var að ná í stigin þrjú og það tókst,“ sagði Allardyce. Aiyegbeni Yakubu skoraði þrennu fyrir Everton í 3-0 sigri á Fulham og Everton-liðið hefur nú farið taplaust í gegnum tíu síðustu leiki sína í öllum keppnum. „Yakubu gerði það sem hann gerir best sem er að skora mörk. Hann skoraði þrennu í seinni hálf- leik en hafði alveg getað skorað sex því fótboltinn sem við sýndum í seinni hálfleik var einn sá besti sem við höfum spilað,“ sagði Moyes, stjóri Everton eftir leik. ooj@frettabladid.is Liverpool-liðið fékk skell í Reading Brynjar Björn, Ívar og félagar þeirra í Reading komu öllum á óvart með því að verða fyrsta liðið til þess að vinna Liverpool í ensku deildinni í vetur. Manchester United og Chelsea kláruðu hins vegar bæði sína leiki. MARKASKORARARNIR Andriy Shev- chenko og Frank Lampard voru báðir á skotskónum. NORDICPHOTOS/GETTY FISKAÐI VÍTI Brynjar Björn Gunnarsson í baráttu við Steven Gerrard í sigri Reading á Liverpool. NORDICPHOTOS/GETTY FYRSTA TAPIÐ Rafel Benitez, stjóri Liverpool, var ekki sáttur með leik sinna manna í Reading í gær. NORDICPHOTOS/GETTY
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.