Fréttablaðið - 09.12.2007, Page 113

Fréttablaðið - 09.12.2007, Page 113
SUNNUDAGUR 9. desember 2007 45 GOSI Tónlistin úr söngleiknum Gosa er komin út á geislaplötu. FÓTBOLTI KR-konur styrktu sig mikið á föstudaginn þegar þær fengu Guðrúnu Sóleyju Gunnars- dóttur frá Breiðabliki og mark- vörðurinn María Björg Ágústs- dóttir tók fram skóna á nýjan leik. Þjálfarinn Helena Ólafsdóttir var ánægð með nýju leikmennina en bíður enn eftir hvort að fyrir- liðinn Olga Færseth og besti leik- maður Íslandsmótins, Hólmfríður Magnúsdóttir, spili í Vesturbæn- um næsta sumar. „Það er meiriháttar að fá Gunnu aftur í KR og það hefur verið stefnt að þessu í dálítinn tíma. Ég sagði við hana sjálfa að við værum búin að vera að stefna að þessu í tvö ár. Ég er rosalega ánægð með þetta og þá aðallega vegna þess að Gunna er bara KR-ingur og þar vill maður hafa hana,“ segir Hel- ena og hún veit að markmanns- staðan er góð. „María Björg tók sér frí og var að spá í sína hluti. Íris stóð vaktina í fyrrasumar og gerði það rosa- lega vel. María hefur tekið þá ákvörðun að taka fram skóna aftur og það er frábær liðsstyrkur fyrir okkur. Það er frábært fyrir þessa tvo markmenn að vinna saman,“ segir Helena en Alicia Wilson mun ekki koma aftur til liðsins en hún hefur spilað frábærlega í KR- vörninni tvö síðustu sumur. Spurningarmerkin eru hins vegar framar á vellinum því óvissa er hvort tveir markahæstu leikmenn liðsins verði áfram. „Það á eftir að skýrast með Hólmfríði og Olga liggur enn undir feldi. Ég vona svo innilega að Olga ætli að vera með okkur eitt sumar enn. Ég legg mikla áherslu á það. Olga er frábær fyrir þetta lið og miklu meira en það. Hún spilaði frábærlega og er bara ekta fyrirliði,“ segir Helena sem létu Olgu spila meira á miðjunni. „Ég færði hana aftar á völlinn síð- ustu tvö sumur og mér fannst hún blómstra þar. Það er gríðarlega mikilvægt og algjört lykilatriði að hún haldi áfram því þá er ég bjart- sýn,“ segir Helena en KR-liðið vann bikarinn í sumar og lenti í öðru sæti í deildinni eftir harða baráttu við Val. - óój Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR í kvennafótboltanum, er búin að styrkja vörnina en óvissan er í sókninni: Algjört lykilatriði að Olga haldi áfram HVAÐ GERIR OLGA? Helena Ólafsdóttir leggur mikla áherslu á að Olga Færseth spili áfram með KR. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖRFUBOLTI Argentínumaðurinn Manu Ginobili hefur oftar en ekki gert útslagið í leikjum San Antonio Spurs í NBA-deildinni undanfarin ár. Ginobili hefur enn á ný sýnt mátt sinn og megin þegar hann hefur tekið Spurs-liðið á herðarn- ar eftir að Tim Duncan meiddist á dögunum. Ginobili skoraði 37 stig í 97-95 sigri á Dallas aðfaranótt fimmtudagsins og fylgdi því eftir með því að skora 37 stig í 104-98 sigri á Utah Jazz. Bæði Dallas og Utah er líkleg til að berjast um sigurinn í Vesturdeildinni við Spurs og með sigrunum tveimur er San Antonio áfram ósigrað á heimavelli. „Ginobili kemur mér aldrei á óvart því ég veit það fyrir víst að hann mun bjóða upp á eitthvað nýtt í hverjum leik. Ég þarf að finna nýtt orð til þess að lýsa honum því hann er bara ótrúlegur keppnismaður,“ sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio eftir leik. „Þeir eru með einstakt lið og vita hvernig á að klára leiki, meira að segja án Tim,“ sagði Deron Williams sem skoraði 28 stig fyrir Utah. Ginobili á þar mikinn þátt enda alltaf manna bestur á lokamínútunum. Hann hitti ekki vel (9 af 21) en sótti þess í stað 17 af stigum sínum á vítalínuna. - óój NBA-deildin í körfubolta: Ginobili sér um þetta á meðan LUNKINN Það er ekki auðvelt að stoppa Manu Ginobili. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Það verður toppslagur í N1-deild karla í handbolta í dag þegar Framarar taka á móti HK í Safamýrinni. Liðin eru í 2. (HK) og 3. (Fram) sæti deildarinnar og Framarar geta tekið annað sætið af Kópavogsliðinu með því að vinna með meira en þremur mörkum. Það hefur hins vegar gengið illa hjá Framliðinu að vinna HK síðustu tvö tímabil. HK vann fyrri leik liðanna í vetur, 26-24, sló Framliðið 2-1 út úr deildarbikarnum í vor og þá tókst Fram ekki að vinna í þremur deildarleikjum liðanna á síðasta tímabili; HK vann 32-29 í Safamýrinni en liðin gerðu síðan jafntefli í báðum leikjunum í Digranesi. Eini sigur Framara á HK á síðustu tveimur tímabilum var þó af glæsilegri gerðinni en Fram vann tólf marka sigur, 36-24, í öðrum leik liðanna í undanúrslit- um deildarbikarsins síðasta vor. Hann dugði þó lítið því HK vann oddaleikinn og varð á endanum deildarbikarmeistari. Leikurinn liðanna hefst klukkan 16.00 í Framhúsinu í Safamýri. - óój Stórleikur í N1-deild karla: Fram gengur illa gegn HK GÖMLU FÉLAGARNIR Björgvin Páll Gústavsson hefur aðeins einu sinni upplifað að vinna gömlu félagana úr HK í Frambúningnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.