Fréttablaðið - 09.12.2007, Page 114

Fréttablaðið - 09.12.2007, Page 114
46 9. desember 2007 SUNNUDAGUR Stofnfjárútboð SPVF Sparisjóður Vestfi rðinga býður nú út nýtt stofnfé að nafnverði kr. 788.028.846. Farið er með útboðið skv. reglum um almennt útboð verðbréfa, en stofnfjáreigendur sem skráðir eru við upphaf útboðsins eiga forgangsrétt til áskriftar í samræmi við hlut- fallslega eign sína, sbr. lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og samþykktir sjóðsins. Útboðstímabilið er 10. desember - 17. desember 2007 og fellur áskrift í eindaga 31. desember 2007. Verð hverrar krónu nafnverðs í útboðinu er kr. 1,051465 og er heildarverðmæti útboðsins því kr. 828.584.751. Heildarnafnverð stofnfjár fyrir hækkunina er kr. 1.365.179.392 og verður eftir hækkunina kr. 2.153.208.238, að því gefnu að allt seljist. Umsjónaraðili útboðsins er Sparisjóðurinn í Kefl avík og má nál- gast lýsingu og önnur gögn sem tengjast útboðinu á heimasíðu Sparisjóðs Vestfi rðinga www.spvf.is og í afgreiðslum hans frá og með 10. desember 2007. Sparisjóðsstjórn Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express www.expressferdir.is Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 SKÍÐAFERÐ TIL LECH 16.–23. febrúar 2008 Express Ferðir eiga nokkur sæti laus í einstaka ferð til skíðapara- dísarinnar Lech í Austurríki. Endalausar brekkur, alltaf nægur snjór og frábær aðstaða! Innifalið: Flug með sköttum, akstur til og frá flugvelli, gisting á hinu þriggja stjörnu Hotel Felsenhof, morgunverður og þríréttaður kvöldverður. 123.900 kr.Verð á mann í tvíbýli FÓTBOLTI Katrín Jónsdóttir, fyrir- liði Íslandsmeistara Vals og íslenska kvennalandsliðsins, hefur framlengt samning sinn við Val um tvö ár. Þetta er mikið gleðiefni fyrir bæði lið enda Katrín í mjög stóru hlutverki á báðum stöðum. „Mig langaði alltaf að halda áfram og sérstaklega vegna þess að landsliðið er búið að ná það góðum árangri að það er mögu- leiki á að fara á EM 2009,“ segir Katrín sem hugsaði meira um að hætta í fyrra. „Maður var því að velta þessu meira fyrir sér í fyrra. Nú tekur maður eitt ár í einu, ég er búin að taka góða pásu núna og að sjálfsögðu langar mig til þess að halda áfram. Það hefur gengið vonum framar og vonandi held- ur það áfram,“ segir Katrín sem hefur unnið sjö Íslandsmeist- aratitla, þar af þrjá með Val frá árinu 2004. Katrín skoraði 7 mörk í 15 leikjum í sumar og var einn af bestu leikmönnum Landsbanka- deildarinnar. „Þetta er með bestu tímabilunum á mínum ferli. Ég átti mjög gott tímabil 2002 þegar við urðum Noregs- meistarar í Kolbotn en þetta er besta tímabilið síðan þá,“ segir Katrín sem hefur leikið 66 lands- leiki og ætti að fá möguleika á að bæta landsleikjametið á Algarve Cup í mars. „Ég er ekkert að hugsa um landsleikjametið því ég stefni bara á að ná góðum árangri með liðinu. Maður er búinn að vera í þessum fótbolta frá því að maður var sjö ára og þegar loks- ins er möguleiki á að komast inn á úrslitakeppni Evrópumóts þá vill maður gera allt sem maður getur til þess að ná þeim árangri,“ segir Katrín sem tók við fyrirliðabandinu í landslið- inu af Ásthildi Helgadóttur sem hefur lagt skóna á hilluna. Það er einmitt Ásthildur sem á landsleikjametið en finna má ítarlegt viðtal við hana á síðum 16 og 17 í Fréttablaðinu í dag. „Við Ásthildur byrjum eigin- lega bara á sama tíma en hún er árinu eldri en ég. Við erum búnar að vera saman í þessu, fyrst hjá Breiðabliki og svo með landsliðinu. Það verður skrítið að hún verði ekki lengur með í þessu,“ segir Katrín og það er ljóst að landsliðið hefði ekki mátt við því að missa hana líka. - óój Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals og landsliðsins, ætlar að spila áfram næstu tvö ár: Mitt besta sumar síðan 2002 MEISTARI Katrín Jónsdóttir hefur lyft Íslandsbikarnum tvö ár í röð sem fyrirliði Valsliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR HANDBOLTI Grótta vann öruggan 11 marka sigur á Fylki í N1-deild kvenna í handbolta í gær og FH vann þriggja marka heimasigur, 24-21, á Akureyri. Gróttustúlkur jöfnuðu þar með Stjörnustúlkur að stigum og nú munar aðeins tveimur stigum á efsta liðinu, sem er Fram, og Gróttu sem er í 4. sætinu. Sigur Gróttu var sannfærandi, liðið var komið sex mörkum yfir í hálfleik, 15-9, og vann að lokum með 11 marka mun, 31-20. Pavla Plaminkova, sem kom frá ÍBV fyrir tímabilið, var í miklu stuði í liði Gróttu og skoraði 15 mörk en hún hafði skorað 4,9 mörk að með- altali í fyrstu níu leikjunum. Þetta var þriðji sigur Gróttu- liðsins í röð og liðið ætlar sér greinilega að blanda sér í toppbar- áttuna. Pavla var langatkvæða- mest en Karólína Gunnarsdóttir, Tatjana Zukovska, Ingibjörg Jóns- dóttir og Arndís María Erlings- dóttir skoruðu allar þrjú mörk. Natasa Damiljanovic skoraði 10 mörk fyrir Fylki og Sunna María Einarsdóttir var með fimm mörk. FH komst upp fyrir HK í 7. sætið með naumum þriggja marka sigri á Akureyri, 24-21, en staðan var 12-12 í hálfleik. FH-liðið er búið að endurheimta leikmenn og tvær þeirra voru markahæstar í þessum leik. Ragnhildur Rósa Guðmunds- dóttir skoraði átta mörk fyrir FH- liðið og Dröfn Sæmundsdóttir var með sex mörk. Guðrún Helga Tryggvadóttir skoraði síðan fimm mörk gegn sínum gömlu félögum að norðan. Lilja Þórisdóttir var markahæst í liði Akureyrar með átta mörk en Anna Valgerður Erlingsdóttir skoraði fimm. - óój Grótta og FH unnu góða heimasigra í N1-deild kvenna í handbolta í gær: Pavla skoraði fimmtán mörk N1-deild karla í handbolta Stjarnan – Akureyri 30-29 (14-14) Mörk Stjörnunnar: Heimir Örn Árnason 9/4 (13/4), Ragnar Helgason 6 (7), Guðmundur Guðmundsson 3 (5), Ólafur Víðir Ólafsson 3 (7), Björgvin Hólmgeirsson 3 (12), Volodymyr Kysil 2 (2), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (4), Kristján Kristjánsson 1 (2), Björn Friðriksson 1 (3) Varin skot: Roland Valur Eradze 17/1 (40/2) 42,5%, Hlynur Morthens 7 (19/2) 36,8% Hraðaupphlaup: 10 (Heimir Örn 3, Ragnar 2, Kysil 2, Gunnar Ingi, Björn, Ólafur Víðir) Fiskuð víti: 4 (Björn, Björgvin, Ólafur Víðir, Rati) Utan vallar: 6 mínútur Mörk Akureyrar: Goran Gusic 7/3 (9/3), Einar Logi Friðjónsson 6 (11), Rúnar Sigtryggsson 5 (7), Björn Óli Guðmundsson 3 (4), Nikolaj Jankovic 3 (4), Andri Snær Stefánsson 3 (11), Eiríkur Jónasson 1 (1), Heiðar Þór Aðalsteinsson 1 (2), Jónatan Þór Magnússon (4/1) Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 11 (24/2) 45,8%, Hörður Flóki Ólafsson 7 (24/2) 29,2% Hraðaupphlaup: 11 (Andri 3, Einar Logi 2, Jankov ic 2, Gusic 2, Heiðar, Eiríkur) Fiskuð víti: 4 (Björn Óli 2, Einar Logi, Rúnar) Utan vallar: 4 mínútur ÍBV-Valur 28-40 (8-18) Mörk ÍBV: Sergey Trotsenko 13/3, Nikolaj Kulikov 4, Zilvinas Grieze 2, Vignir Stefánsson 2, Leifur Jóhannesson 2, Brynjar Karl Óskarsson 2, Grétar Þór Eyþórsson 1, Grétar Stefánsson 1. Mörk Vals: Fannar Þór Friðgeirsson 12/4, Kristján Þór Karlsson 8, Gunnar Harðarson 4/2, Elvar Friðriksson 4, Orri Freyr Gíslason 3, Anton Rúnarsson 3, Ernir Hrafn Arnarsson 3, Sigfús Páll Sigfússon 2 og Baldvin Þorsteinsson 1. Valsmenn náðu mest 17 marka forustu í leiknum og hafa nú náð í 11 stig af síðustu 12 mögulegum í deildinni. ÚRSLITIN Í GÆR SKREFINU Á UNDAN Ebba Særún Brynj- arsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir FH gegn Akureyri í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Stjarnan marði mikil- vægan sigur á Akureyri, 30-29, í sveiflukenndum leik í Mýrinni. Stjarnan hélt þar með lífi í titil- vonum sínum en liðið er sex stig- um á eftir toppliði Hauka og á einn leik til góða. Akureyri er enn í bullandi fallbaráttu með sex stig líkt og Afturelding í sjötta og sjö- unda sæti N1-deildarinnar. Það var einstaklega fámennt í Mýrinni í gær og vel undir 100 manns að fylgjast með leiknum þótt starfsmenn og varamenn lið- anna séu taldir með. Það var eins og fámennið slægi heimamenn út af laginu og liðið teldi sig vera að spila æfingaleik, slíkt var and- leysið. Gestirnir frá Akureyri voru aftur á móti tilbúnir í verkefnið og skoruðu sex af sjö fyrstu mörkum leiksins. Akureyri gerði enn betur og náði sjö marka forystu þegar 13 mínútur voru til leikhlés, 4-11. Þá hrökk Stjarnan í gang og skoraði tíu mörk gegn þrem fram að leikhlé og jafnaði metin í 14-14. Sóknarleikur Akureyrar hrundi þegar Jónatan Þór Magnússon var tekinn úr umferð og virtist liðið ekki hafa fundið lausnir við varn- arleik Stjörnunnar í upphafi síðari hálfleiks. Stjarnan náði fljótt þriggja marka forystu, 19-16. Akureyri skoraði þrjú næstu mörk leiksins og Stjarnan svaraði með því að komast í 23-20. Þá hrundi leikur heimamanna á ný og Akureyri komst í 26-28 þegar fimm mínútur voru til leiks- loka. Stjarnan skoraði þá þrjú mörk í röð en Akureyri náði að jafna metin þegar 40 sekúndur lifðu leiks og virtist liðið hafa nælt sér í stig. Það var ekki því Akur- eyringurinn Heimir Örn Árnason sem fór fyrir liði Stjörnunnar í leiknum tryggði sínum mönnum sigur með marki úr erfiðri stöðu þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum og Akureyri hafði ekki tíma til að koma boltanum í leik á ný. Heimir Örn, hetja Stjörnunnar, sagði að tapið gegn Fram í Eim- skipsbikarnum á mánudaginn hefði setið í mönnum. „Ég veit ekki hvað þetta var hjá okkur. Þetta var hörmung. Það er eðlilegt að bikarleikurinn sitji aðeins í mönnum en ekki svona mikið. Við tókum seinni bylgju og hraðaupphlaup þegar við kom- umst inn í leikinn á ný en það hefur vantað í síðustu leikjum. Það er erfitt að eiga við þetta lið Akureyrar. Þá vantar mann til að klára þessa jöfnu leiki, þeir eru inni í öllum leikjum.“ - gmi Heimir tryggði Stjörnunni sigurinn Lánleysi Akureyringa heldur áfram í N1-deild karla en þeir töpuðu með einu marki gegn Stjörnunni í gær þar sem norðanmaðurinn Heimir Örn Árnason skoraði sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru eftir. LÉK VEL Ragnar Már Helgason skoraði 6 mörk úr 7 skotum gegn Akureyri í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.