Fréttablaðið - 16.12.2007, Page 36

Fréttablaðið - 16.12.2007, Page 36
6 matur Í E L D H Ú S K R Ó K N U M Við verðum með sérstaka jólamat-seðla á aðfangadagskvöld og á jóladag enda verður mikið af gestum á hótelinu á þessum tíma og enn fleiri í mat,“ segir Gunnar Karl, sem vill ekki meina að sérstök pressa sé í sambandi við að maturinn sé hefð- bundinn jólamatur. „Við erum með nýnorrænt eldhús sem felst í því að við einbeitum okkur að því sem vex og grær við okkar fót,“ segir Gunnar og útskýrir það nánar: „Við notum ein- göngu hráefni frá Norðurlöndunum og sækjum því til dæmis ekki fisk til Víet- nam og kjöt til Ástralíu enda eigum við alveg æðislegt kjöt hérna heima. Ef okkur langar til að brydda upp á ein- hverjum nýjungum er nóg úrval á hinum Norðurlöndunum.“ Gunnar tekur sem dæmi ostrur sem hann fékk sendar frá Danmörku á dög- unum. „Þessar ostrur voru valdar bestu ostrur í heimi af flottu fagtíma- riti og það sýnir að við þurfum ekki að leita langt yfir skammt í öflun hráefnis,“ segir Gunnar, sem gefur les- endum uppskrift að hátíðlegum gæsa- bringum. - sig Gunnar Karl Gísla- son, yfirmatreiðslu- maður á Vox, segir opið öll jólin á veitingastaðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VERKLEGT STEIKARSETT úr stáli, gaffall og hnífur frá Eva Zolo fæst í Byggt og búið á 7.444 krónur. EVA ZOLO SKÁL með stálhaldi er falleg undir sykurbrúnuðu kartöflurnar, litríkt rauðrófusalat eða undir mandarínurnar. Byggt og búið Smáralind, krónur 4.999. BLÁ KANNA FRÁ ITTALA undir jólaölið kostar 3.700 krónur í Bræðrunum Ormsson.FALLEGT ER AÐ BERA FRAM SALAT eða rjóma í desertskálum á fæti. Þessar Ittala-skálar koma tvær í pakka í bláu eða reyklituðu gleri. Bræðurnir Ormsson, 2.080 krónur. Eldað úr því sem VEX OG GRÆR VIÐ OKKAR FÓT Girnileg gæs, kartöflumús með sykurbráð og grænmetisturn. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G VA Gunnar Karl Gíslason er yfirmatreiðslumaður á Vox á Hótel Nordica. Þar er boðið upp á óhefðbundinn jólamat í desember, sem er aðeins búinn til úr hágæða hrá- efni frá Norðurlöndununum. GÆSIN Takið vel snyrtar og fallegar gæsabringur og steikið létt á pönnu með smá olíu, smjöri og rósmaríngrein. Setjið bringurnar í eldfast mót ásamt öllu úr pönnunni og látið krauma í ofninum við ca 45-50 gráður í nokkrar mín. Skerið í fallegar sneiðar og kryddið með salti og pipar. KARTÖFLUMÚSIN MEÐ SYKURBRÁÐ Kartöflur eru soðnar í vatni þar til þær eru orðnarmeyrar. Teknar í gegnum fínt sigti og því næst pískaðar yfir hita og bættar með smjöri, rjóma og salti þangað til þær eru flauelsmjúkar. Setjið sykur á pönnu og bræðið uns hann er fallega gylltur og hellið honum þá á smjörpappír og látið kólna. Brjótið niður sykurinn þegar hann er orðinn stökkur og vinnið í matreiðsluvél svo úr verði duft. Setjið í sigti og sigtið yfir kartöflumúsina eftir að hún er komin á diskin. Hér er komin ný útgáfa af sykurbrúnuðum kartöflum! GRÆNMETISTURN Skrælið smá af nípu og sellery og skerið í fallega og frekar litla bita. Leggið í pönnu ásamt vel af smjöri, timían og rósmarín. Eldið rólega þangað til grænmetið er algerlega orðið meyrt. Hellið þá ögn af rjóma út í og sjóðið niður þangað til þéttri og fallegri áferð er náð. Smakkið til með smá salti, pipar og nokkrum dropum af sítrónusafa. LAUKURINN Bakið perlulauk í ofni uns hann er næstum meyr. Takið út, kælið og skrælið. Sjóðið upp á 50/50 blöndu af sykri og úrvals eplaediki með einni grein af rósmarín út í og hellið yfir skrældu laukana. Þetta þarf að fá að standa í minnst 2 tíma. Rétt fyrir framreiðslu eru laukarnir svo hitaðir í potti með smjöri. Svo má bæta á þá ögn af söxuðum jurtum og smá salti. LÆRI Í JACOBSEN BROWN ALE Brúnið gæsalærin í potti ásamt smá gulrótum, lauk og selleríi og bætið svo Jacobsen brown ale bjórnum í pottinn svo yfir fljóti og sjóðið uns lærin eru alveg meyr. Takið þá lærin upp úr og rífið gróft niður og berið fram með gæsabring- unni. Soðið er svo auðvitað notað í sósuna. SÓSAN Höggvið niður beinin í sósuna. Brúnið þau í örlítilli olíu ásamt öðrum kjötafskurði í víðbotna potti. Þegar beinin eru byrjuð að taka lit, skerið þá smá gulrót, sellerí og lauk niður og bætið í pottinn. Brúnið áfram uns allt er orðið fallega gyllt. Hellið vatni saman við og kryddið til með ögn af einiberjum og lárviðarlaufi. Látið suðuna koma upp hægt og rólega og sjóðið niður um helming. Fleytið allan sora af soðinu, jafn óðum og hann flýtur upp. Sigtið soðið í annan pott og látið suðuna koma upp að nýju. Þykkið soðið ef þurfa þykir. Smakkið sósuna til með kjötkrafti ef þess þarf. Auðvitað má svo bregða út af sporinu og taka hliðarskref með rjóma, gráðosti eða sultum, allt eftir smekk hvers og eins. En við strákarnir á Vox kjósum að bæta hana með smjöri og vel af krækiberjum að norðan. GÆS MEÐ GRÆNMETISTURNI A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.