Fréttablaðið - 24.01.2008, Síða 8

Fréttablaðið - 24.01.2008, Síða 8
8 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR 1. Hversu mörg ár voru í gær liðin frá því að eldgosið á Heimaey hófst? 2. Hvaða leikkona er að læra ensku með íslenskum hreim fyrir hlutverk sitt í kvikmynd sem byggð er á bókinni Slóð fiðrildanna? 3. Hvað heitir forseti Pakistans sem nú er á ferð um Evrópu og segir Vesturlönd hafa „lýðræðið á heilanum“. SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54 Auglýsingasími – Mest lesið GAZASTRÖNDIN, AP Tugir þúsunda íbúa Gazastrandarinnar streymdu yfir landamærin inn í Egyptaland í gær eftir að sautján jarð- sprengjur voru notaðar til að sprengja upp hluta af tólf kíló- metra vegg sem skilur að Gaza og Egyptaland. Vika er síðan Ísrael lokaði sínum landamærum að Gaza til refsingar fyrir tíðar eld- flaugaárásir þaðan. Fólk gekk óhindrað yfir fallinn málmplötuvegg sem hafði áður hindrað för yfir landamærin og sneri svo aftur með ýmsar vörur. Forseti Egyptalands, Hosni Mubarak, fyrirskipaði landamæra- lögreglunni að hleypa Palestínu- mönnunum í gegn því þeir væru að „svelta“ vegna landamæra- lokunar Ísraela. Egypski landamærabærinn Rafah fylltist af fagnandi Gaza- búum sem keyptu sígarettur, elds- neyti á plastbrúsum og aðrar vörur sem skortur hefur orðið á eftir miklar hömlur á ferðafrelsi til og frá Gaza undanfarna mánuði. Sumir sáust bera til baka sjónvörp og bíldekk, jafnvel mótorhjól. Þessi tímabundna opnun landa- mæranna kemur sem blessun fyrir Hamas-samtökin sem fara með stjórn á Gaza þar sem hún léttir um stund álaginu sem landamæra- lokun Ísraela veldur. Palestínumenn hafa brotið sér leið gegnum landamærin að Egyptalandi nokkrum sinnum síðan Ísrael hvarf burt af Gaza árið 2005 og hafa egypsk stjórn- völd lokað þeim aftur yfirleitt samdægurs. Aldrei fyrr hefur jafn mikið af veggnum verið eyði- lagður en tveir þriðju hlutar hans féllu í gær. Veggurinn var reistur árið 2001 af Ísraelsmönnum sem þá fóru með stjórn á Gaza. Hamas tók ekki ábyrgð á sprengingunum en ólíklegt þykir að slík aðgerð geti hafa farið fram án þátttöku eða að minnsta kosti vitundar Hamas. sdg@frettabladid.is Gazabúar streymdu yfir fallin landamæri Jarðsprengjur felldu í gær vegg sem aðskilur Gaza og Egyptaland. Gazabúar þustu í gegn og keyptu vörur eftir marga mánuði af skorti vegna skerts ferða- frelsis. Vika er síðan landamærum að Ísrael var lokað til refsingar fyrir árásir. FRELSINU FEGNIR Palestínumenn frá Gaza þramma yfir fallinn vegg sem aðskildi Gaza og Egyptaland. Margir notuðu tækifærið og birgðu sig upp af vörum sem skortur er á heima fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMGÖNGUR Flugstjóri áætlunarvélar Iceland Express frá Kaupmannahöfn í fyrrakvöld hemlaði á miðri braut rétt áður en vélin átti að hefja sig á loft. Guðbergur Ólafsson í rekstrardeild Iceland Express segir að eftir að vélin hafi verið komin af stað í flugtak hafi flugmennirnir veitt því athygli að siglingatæki sem heitir gerfisjóndeildarhringur virkaði ekki. Vélin hafi þá verið komin á 75 hnúta hraða. Miðað væri við að ekki væri hætt við flugtak eftir að 120 hnúta hraða væri náð. Þeir hafi tekið þá faglegu ákvörðun að hætta við flugtak til að láta líta á bilunina. Guðbergur segir að alls ekki hafi verið um nauðhemlum að ræða. „Þeir voru aðeins að reyna að stoppa sem fyrst og bremsuðu því rösklega,“ segir hann og tekur fram að enginn hafi meiðst og engar skemmdir orðið. „Það var heldur ekki möguleiki á því.“ Að sögn Guðbergs var í fyrstu talið að viðgerðin myndi taka stutta stund og því hafi vélinni verið ekið með alla áttatíu farþegana að viðgerðarstæði. Bilunin hafi hins vegar reynst tímafrekari. „Töfin fyrir farþegana varð reyndar meiri en við hefðum viljað,“ viðurkennir Guðbergur sem segir farþegana á endanum hafa verið flutta inn á flugstöð um klukkan hálftólf og þaðan á hótel þar sem þar gistu um nóttina. Þeir hafi síðan flogið heim í hádeginu í gær. - gar Óþægindi og óvænt næturdvöl hjá farþegum Iceland Express í Köben: Hemluðu rétt fyrir flugtak ICELAND EXPRESS Bilun í siglingatæki varð til þess að hætt var við flugtak í miðjum klíðum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI GRINDAVÍK Um fimmtíu jarð- skjálftar urðu skammt fyrir utan og í Grindavík í fyrrinótt og gær- morgun. Fyrsti skjálftinn sem var upp á fjóra á Richter reið yfir skömmu fyrir tvö um nóttina. Annar skjálfti upp á tæplega fjóra á Richter varð svo korter fyrir sex um morguninn. Eftir- skjálftar fylgdu í kjölfarið. „Ég vaknaði klukkan tvö og mér krossbrá. Ég er frekar hrædd við þessa skjálfta því að tilfinningin er svo óhugnanleg,“ segir Erla Dagbjört Ölversdóttir, íbúi á Mánagötu í Grindavík. „Ég lá við hliðina á manninum mínum og opnaði augun þegar skjálftinn varð. Ég leit á hann og þá lá hann með galopin augun. Þessi jarð- skjálfti var sterkur og óþægileg- ur og mér tókst illa að sofna eftir hann.“ Erla Dagbjört segist hafa fundið svo aftur fyrir tveimur skjálftum í gærmorgun þegar hún var að tala við vinkonu sína í síma. Erla Dagbjört er með gamal- dags hillu og styttur fyrir ofan rúmið sitt en segir að engin stytta hafi dottið. „Það fór ekkert úr hillum hjá okkur en ég fór ein- mitt að hugsa um þetta,“ segir hún. Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur hjá Veðurstof- unni, segir að tveir skjálftar upp á fjóra hafi komið, einn upp á þrjá og svo fjöldi smáskjálfta. Skjálftarnir hafi flestir átt upp- tök sín um einum kílómetra norð- austan við Grindavík en tveir hafi þó átt upptök sín inni í bænum, á sprungu sem liggur í norðaustur og er um þrír kíló- metrar að lengd. - ghs Um fimmtíu jarðskjálftar urðu rétt fyrir utan og í Grindavík: Vaknaði við jarðskjálftaog krossbrá MÉR KROSSBRÁ „Ég vaknaði klukkan tvö og mér krossbrá,“ segir Erla Dagbjört Ölversdóttir, íbúi í Grindavík. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.