Fréttablaðið - 21.02.2008, Page 6

Fréttablaðið - 21.02.2008, Page 6
6 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA NÝJAR H4 og H7 bílaperur frá X-treme Power allt að 80% meira ljós NR. NS880SB 20% afsláttur í febrúar M er ki S he ll er u no tu ð af S ke lju ng i m eð le yfi S he ll Br an ds In te rn at io na l A G . VIÐSKIPTI „Það er erfitt ástand á fjármálamörkuðum og íslensku bankarnir eru að lenda svolítið harkalega í því,“ segir Sigurjón Árnason, annar tveggja bankastjóra Landsbankans. Hann segir íslensku bankana þurfa að halda ró sinni og upplýsa um raunverulega stöðu sína á skuldabréfamörkuðum. „Hvað varðar Landsbankann þá er staða hans afar sterk eins og nýlegar greining- ar á bankanum segja til um. En skuldatryggingar á- lagið er of hátt á íslensku bankana alla, það gefur auga leið,“ segir Sigurjón. Skuldatryggingarálag helst í hendur við álag á svonefnda LIBOR-vexti, það er millibankavexti. Ef skuldatryggingarálag er um 400 punktar, eða fjögur prósentustig, þá er líklegt að viðkomandi skuldari þurfi að greiða sambærilegt álag ofan á LIBOR-vexti fyrir nýtt lánsfé. Skulda- tryggingarálag á íslenska banka hefur verið hátt að undanförnu, um 270 á Landsbankann, 530 á Glitni og 580 á Kaupþing. Það sveiflast þó frá degi til dags. Tom Jenkins, sérfræðingur hjá Royal Bank of Scotland, hefur greint starfsemi íslensku bankanna undanfarin ár. Í viðtali við Fréttablaðið í gær sagði Jenkins íslenska banka ekki standa illa þegar litið væri til fjármögnunar þeirra og almennrar stöðu. Þá væri sveigjanleiki þeirra einnig til þess fallinn að styrkja þá í því ástandi sem nú væri. Hann sagði vandamálið mikið í ljósi þess hversu skuldatrygging- arálagið væri hátt. Íslenskum bönkum væri þó ekki ógnað. Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, segir Kaupþing bankann búa yfir miklum sveigjan- leika sem geri honum kleift að takast betur á við ástandið eins og það er nú. Þá segir hann að uppgjör bankans muni sýna að dregið hafi úr útlánavexti og kostnaði. Þá muni sjást einnig að lausafjárstaða bankans sé sterk sem skipti sköpum þegar lánsfé er jafn dýrt og nú. Ingólfur segir erfitt að segja til um hvernig skuldatryggingaálagið muni þróast á næstunni. „Ég ætla ekki að spá fyrir um hvenær álag lækkar. Ég held að það ráðist að mestu af aðstæðum á fjármála- mörkuðum almennt. Við hjá Kauþingi eru búin undir að þetta ástand geti varað í töluvert langan tíma,“ segir Ingólfur. Hann telur skuldtryggingarálag á Kaupþing vera alltof hátt miðað við stöðu bankans. „Ég tel fráleitt að þessi CDS-markaður (skuldabréfa- markaður) geti til lengdar metið bankann svona miklu verr en rekstur og staða gefa tilefni til. Eiginfjárhlutfall okkar er sterkara en flestra evrópskra banka, lausafjárstaða okkar betri og reksturinn hagkvæmari. Að lokum eru það þessi þættir sem skipta máli,“ segir Ingólfur. magnush@frettabladid.is Hættulegt ástand sem reynir á banka Erfitt ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum reynist íslenskum bönkum erfitt. Stöndum ekki illa en skuldatryggingarálagið á bankana getur gert okkur íslensku bönkunum erfitt fyrir, segir Sigurjón Árnason. ÓEÐLILEG VIRKNI SKULDABRÉFAMARKAÐA Alexander K. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Áhættu- og fjárstýringar hjá Glitni, segir mat Tom Jenk- ins sem fram kom Fréttablaðinu í gær vera raunsætt. „Þetta er maður sem hefur fylgst lengi með íslenska bankakerfinu og hefur ágæta innsýn inn í markaðinn okkar og viðskiptamódel bankanna,“ segir Alexander. Hann segir hátt skuldatryggingarálag á íslensku bank- anna gefa vísbendingu um að skuldabréfamarkaðir virki ekki eðlilega í óróanum sem einkennir alþjóðlega fjármálamarkaði. Við erum sammála um að skulda- tryggingarálagið sé of hátt og endurspegli ekki lánshæf- ismat bankanna en endurspegli frekar þá staðreynd að skuldabréfamarkaðurinn er ekki að virka eðlilega um þessar mundir.“ KAUPHÖLL ÍSLANDS Gríðarlega miklir erfiðleikar hafa hrjáð fjármálamarkaði víðs vegar um heiminn undanfarin misseri. Hér á Íslandi hafi verðmæti upp á rúmlega 1.300 milljarða gufað upp í miklum lækkunum sem rekja má til vandamála með svokölluð undirmálslán í Banda- ríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SIGURJÓN ÁRNASON Bankarnir geta staðist álagið sem er vegna stöðu á mörkuðum. INGÓLFUR HELGASON Telur skuldatryggingar- álag á Kaupþing alltof hátt miðað við stöðu bankans. Vilt þú fleiri álver á Íslandi? Já 41,9% Nei 58,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú leyfa fjárhættuspil á Íslandi? Segðu skoðun þína á Vísir.is STJÓRNMÁL „Laganna hljóðan er þannig að stundi menn þetta sér til framfærslu og hafi atvinnu af þessu þá er um lögbrot að ræða. En hins vegar er ekki lögbrot að spila spilið sem slíkt,“ segir Birk- ir Jón Jónsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, sem um síðustu helgi tók þátt í skipulögðu fjár- hættuspili í Reykjavík. „Fyrst og fremst spilaði ég þarna mér til skemmtunar en markmiðið var ekki að verða eitthvað flugrík- ur.“ Lögreglan hefur nokkrum sinn- um haft afskipti af skipulögðu pókerspili eins og því sem Birkir Jón tók þátt í. Birkir segir fjölda fólks úti um allt land spila póker sér til skemmtunar. „Af hverju er öðruvísi höndlað með þetta spil en þegar fólk spilar bingó, lottó eða fær peningaverðlaun úr öðrum íþróttagreinum. Ég tel þetta sýna að löggjafinn hafi ekki fylgt tíðarandanum,“ segir Birk- ir sem telur betra að spila- mennska sé uppi á yfirborðinu og undir opinberu eftirliti. Þá segist hann ætla að skoða lagabreytingatillögu mjög alvar- lega en ljóst er að peningaspilum fylgi líka félagsleg vandamál. Nærtækt sé að benda á spilafíkn. „Það er mjög erfitt að eiga við slík samfélagsleg úrlausnarefni ef spilamennska sem þessi er ekki háð einhverju eftirliti.“ „Ég tel í sjálfu sér mikilvægt fyrir löggjafann að fara yfir þetta mál,“ segir Guðni Ágústsson, for- maður Framsóknarflokksins. Hann minnir á bann við innflutn- ingi og neyslu bjórs. „Þá urðu menn að breyta reglum til jafn- ræðis og bjórinn kom svo auðvit- að í fyllingu tímans. Þannig að ég held í sjálfu sér að löggjafinn verði að passa sig á að þröskuld- arnir séu ekki of háir,“ segir Guðni. Honum sýnist að sá sem stendur fyrir svona pókermótum geti verið í meiri hættu. „Ég vil ekki sjá nein fjárhættuspil eða rjúkandi áhættu en það eiga að vera skýrar línur og innan sið- ferðilegra marka.“ - ovd Birkir Jón Jónsson, alþingismaður Framsóknarflokksins, tók þátt í skipulögðu fjárhættuspili um síðustu helgi: Vill að sömu reglur gildi um pókerspil BIRKIR JÓN JÓNSSON GUÐNI ÁGÚSTSSON SELFOSS Lögreglan á Selfossi handtók par laust fyrir hádegi á mánudag vegna gruns um að fólkið hefði notað stolið greiðslu- kort til að svíkja út vörur í bænum. Áður hafði maður greint lögreglu frá því að korti hefði verið stolið úr veski sem hann geymdi í yfirhöfn í læstum fataskáp á vinnustað sínum. Hafði hann séð í heimabanka sínum að teknar höfðu verið út vörur í þremur verslunum. Eftir rannsókn lögreglu var parið tekið höndum og fært til yfirheyrslu. Játaði fólkið brot sín og telst málið upplýst. - ovd Ungt par handtekið á Selfossi: Sveik út vörur BRETLAND Hollenskur ferðamaður segist hafa séð bresku stúlkuna Madeleine McCann nýlega á kaffi- húsi í borginni Montpellier í Suður- Frakklandi. Myndband úr örygg- ismyndavél kaffihússins hefur verið afhent frönsku lögreglunni. Myndbandið sýnir að sögn hina fjögurra ára gömlu Madeleine. Að sögn talsmanns McCann- hjónanna var hinn átján ára Hol- lendingur svo viss um að um Mad- eleine væri að ræða að hann hrópaði nafn hennar áður en maður hljóp út með barnið. - ovd Hollenskur ferðamaður telur sig hafa séð Madeleine: Myndband rannsakað MADDIE LITLA Ferðamaðurinn hrópaði nafn Madeleine áður en maður hljóp með hana á brott. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.