Fréttablaðið - 21.02.2008, Side 8

Fréttablaðið - 21.02.2008, Side 8
HEILBRIGÐISMÁL Tæplega fimmt- ungur landsmanna er andvígur reykingabanni á veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi sam- kvæmt niðurstöðum könnunar á viðhorfi til reyklausra veitinga- og skemmtistaða sem Lýðheilsustöð fékk Capacent Gallup til að gera fyrir sig. „Við erum ánægð að sjá hvað margir eru hlynntir þessari laga- breytingu og hvað fólk sem sækir staðina er ánægt með hana,“ segir Bára Sigurjónsdóttir, verkefnis- stjóri hjá Lýðheilsustöð. „Mér finnst ósanngjarnt að þeir aðilar geti ekki fengið að reykja og drekka í friði,“ segir Baldvin Sam- úelsson veitingamaður og vísar til þess að samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar megi reikna út að um 350 einstaklingar sem sæki staði honum tengdum um hverja helgi séu andvígir reykingabanni. „Ég er ekki á móti reykingabann- inu en það hefði mátt útfæra það á annan hátt,“ segir Baldvin. Um símakönnun var að ræða og var hún gerð í september á síðasta ári. Þátttakendur voru 796 á aldr- inum 18 til 75 ára. Sama spurning var spurð nú og í sambærilegri könnun sem gerð var áður en lögin tóku gildi. Eru niðurstöður nú svipaðar og fyrri könnun sýndi. - ovd 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR WALES, AP Á þriðjudagsmorgun fannst sextán ára stúlka látin í skóglendi skammt frá bænum Bridgend í Wales. Hún er sautj- ánda ungmennið sem fremur sjálfsvíg þar í bæ á aðeins rúmu ári. Jenna Perry hafði hengt sig í tré. Vegfarandi var að viðra hund- inn sinn þegar hann tók eftir henni. Aðeins vika er liðin síðan Nat- haniel Pritchard, fimmtán ára drengur í Bridgend, svipti sig lífi. Hann var þrettándi pilturinn sem svipti sig líf í þessari sjálfsvígs- hrinu, en Perry er fjórða stúlkan. Foreldrar hans segja að hann gæti hafa orðið fyrir áhrifum af fjölmiðlaumfjöllun um sjálfsvíg- in. Þeir hvöttu fjölmiðla til þess að fara varlega í allri umfjöllun um málið. „Við teljum að umfjöllun fjöl- miðla geti haft þau áhrif að ungt fólk, sem er viðkvæmt fyrir og niðurdregið, geti freistast til að svipta sig lífi,“ segir móðir hans, Sharon Pritchard. Bridgend er 40 þúsund manna sjávarbær í Suður-Wales, ekki ýkja langt frá höfuðstaðnum Car- diff. Þessi óvenju háa sjálfsvígs- tíðni ungmenna hefur komið bæj- arbúum í opna skjöldu. Þó hefur sjálfsvígstíðni ungra karlmanna árum saman verið með hærra móti án þess viðhlít- andi skýringar hafi fundist á því. Atvinnuleysi er mikið í Bridgend. Lögreglan í Suður-Wales segir ekkert benda til þess að ung- mennin sautján, sem hafa framið sjálfsvíg á síðustu þrettán mán- uðum, hafi haft einhver tengsl sín á milli. Sögusagnir hafa verið um að þau hafi gert með sér samning um sjálfsvíg eða að þau hafi ánetj- ast einhverjum sértrúarsöfnuði á netinu sem stæði á bak við sjálfs- vígsölduna. „Við erum enn að rannsaka málið en til þessa hafa engar vís- bendingar fundist um að neitt glæpsamlegt sé á ferðinni eða samningur hafi verið gerður um sjálfsvíg,“ sagði David Morris aðstoðaryfirlögregluþjónn á blaðamannafundi í gær. Edwina Hart, heilbrigðisráð- herra Bretlands, segir að brugð- ist verði við með sérstöku átaki í Wales til þess að koma í veg fyrir sjálfsvíg ungmenna. gudsteinn@frettabladid.is Sjálfsvígsalda meðal ungmenna í Wales Ekkert lát ætlar að verða á öldu sjálfsvíga í Wales. Nú hafa sautján ungmenni svipt sig lífi á rúmu ári. Bæjarbúar í Bridgend standa ráðþrota. BRESKUR LÖGREGLUÞJÓNN Lögreglan segir engin tengsl sjáanleg milli sjálfsvíg- anna sautján. NORDICPHOTOS/AFP TÍÐAR JARÐARFARIR Í lok janúar var Natasha Randall, ein af stúlkunum sem hefur svipt sig lífi í Bridgend og nágrenni, jarðsungin þar í bæ. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL „Sjálfsvígsbylgj- ur meðal ungs fólks hafa orðið á Íslandi þá helst á Austurlandi,“ segir Vilhelm Norðfjörð sálfræð- ingur um sjálfsvígsfaraldur ungs fólks á í bænum Brigend í Wales á Bretlandseyjum. Þar hafa sautj- án ungmenni svipt sig lífi á skömmum tíma. Vilhelm gerði samanburðar- rannsókn, sem birt var árið 2001, á sjálfsvígum á Austurlandi og höfuðborgarsvæði á árunum 1984 til 1991. Hann segir rannsókn sína hafa leitt í ljós að mikill munur var á áhrifaþáttum og hegðan fólks á þessum stöðum. Á Austurlandi hefði verið um að ræða eins konar sefjunarþátt meðal ungs fólks. Vitneskjan um að einhver nákominn þeim hefði svipt sig lífi hefði orðið að per- sónulegri reynslu sem stóð þeim nærri sem möguleiki þegar eitt- hvað bjátaði á í lífi þeirra. Sjálfsvígsfaraldurinn á Bret- landseyjum hefur mikið verið í umræðunni þar eins og annar staðar. Vilhelm segir að þó ekki eigi að þagga skelfilega atburði eins og sjálfsvíg niður sé nauð- synlegt að um þá sé fjallað á hóf- stilltan hátt. „Það þykir hafa sýnt sig að dramatísering á slíkum atburð- um getur valdið því að fleiri kjósa að fara sömu leið. Þetta hefur helst sýnt sig ef frægar mann- eskjur til dæmis tónlistarstjörn- ur svipta sig lífi virðist það hafa hvetjandi áhrif á aðra,“ segir Vil- helm. Hann bendir þó á að mjög hafi dregið úr sjálfsvígum meðal ungmenna á Íslandi hin síðari ár en ávallt megi reyna að sporna enn betur við slíku og vera á varðbergi gagnvart áhættuhegð- un. - kdk Sjálfsvígshrina á Bretlandi vekur upp minningar um svipaða atburði á Íslandi: Sjálfsvíg geta orðið smitandi SJÁLFSVÍGSBYLGJUR Vilhelm segir að sjálfsvígsbylgju sem reið yfir Austur- land hefði mátt rekja að hluta til eins konar sefjunarþáttar. Vitneskjan um að einhver nákominn hafi svipt sig lífi hafi orðið að persónulegri reynslu sem stóð ungmennum nærri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Svarendur hafa nokkuð eindregnar skoðanir á reykingabanni á veitingastöðum: Svipuð afstaða og fyrir breytingar HEIMILD: LÝÐHEILSUSTÖÐ 17,2%10,8% 72,0% Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að allir veitinga- og skemmti- staðir séu reyklausir? Frekar eða mjög hlynnt(ur) Hvorki hlynnt(ur) né and- víg(ur) Frekar eða mjög and- víg(ur)

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.