Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 21.02.2008, Qupperneq 10
10 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR AÐ UTAN LÖGREGLUMÁL Fimmtán og sextán ára drengir í fjórða flokki Hauka í handbolta voru rændir þegar þeir léku við Aftureldingu í Mosfellsbæ á mánudagskvöldið. Hafði þeim verið úthlutað búningsklefa í kjallara íþróttamiðstöðvarinnar vegna framkvæmda við aðra klefa. Meðal þess sem var tekið voru farsímar, iPod, iPhone, peningar og fatnaður. „Þetta er öðrum til varnaðar. Ég held að unglingar séu orðnir kærulausir með þessa hluti í dag,“ segir Kjartan Birgisson, faðir eins drengsins. Sigurður Guðmundsson, íþróttafulltrúi í Mosfellsbæ, segir málið upplýst. Um tvo utanbæjar- menn og góðkunningja lögreglunn- ar sé að ræða og hafi þeir komist inn um bakdyr á húsinu. Þá segir hann ætlast til að verðmæti séu geymd í afgreiðslu og mörg skilti segi til um það. - ovd Þjófnaður í Mosfellsbæ: Verðmætum stolið úr klefa STJÓRNSÝSLA Eftir símtal frá umboðsmanni Alþingis ákvað for- stjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) að afþakka hér eftir jólagjafir frá þeim sem eftirlitið fylgist með. Telur forstjórinn að umfjöllunin hafi verið óheppileg og geti vakið upp efasemdir um starfshætti eft- irlitsins. Umboðsmaður hefur í ljósi þessa ákveðið að taka ekki móttöku gjaf- anna til formlegrar athugunar að eigin frumkvæði „að minnsta kosti að sinni,“ eins og segir í bréfi hans. Umboðsmaður mun þó fylgjast með hvort slíkt endurtaki sig. Um jólin komst í hámæli þegar svokallaðir lykilstarfsmenn FME tóku við tveimur rauðvínsflöskum að jólagjöf frá Kaupþingi, en þeir starfa meðal annars við að hafa eftirlit með því fyrirtæki. Þótti for- stjóra FME, Jónasi Friðrik Jóns- syni, gjafirnar innan „eðlilegra marka“ og taldi þær ekki skerða dómgreind lykilstarfsmannanna. Umboðsmaður vísar til reglna viðskiptaráðherra um FME en í þeim segir beinum orðum að starfs- menn eftirlitsins megi ekki taka við gjöfum frá eftir litsskyldum aðilum, umfram það sem almennir viðskiptamenn fái. Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra tekur ekki afstöðu til þess hvort reglur hafi verið brotnar. Í svari ráðuneytisins til Fréttablaðsins segir að málið hafi verið rannsakað og að niður staðan sé sú að reglurnar séu nægilega skýrar. Hins vegar muni ráðherra „í þessu tilfelli sem hingað til, láta forstjóra og formann stjórnar Fjár- málaeftirlitsins um að meta það í einstökum tilvikum hvort óheimilt er að taka við gjöfum sem berast á grundvelli þessara reglna“. Ráðherra sagðist í viðtali við Fréttablaðið í byrjun janúar ætla að skoða hvort þessar reglur hefðu verið brotnar og hvernig brugðist yrði við því. Þótt reglur séu nú þegar til fyrir FME er tekið fram í svari ráðu- neytisins að starfshópur semji reglur um heimildir starfsmanna ráðuneytisins og stofnana þess til að þiggja gjafir og aðrar ívilnanir. klemens@frettabladid.is FME mun ekki taka við fleiri jólagjöfum Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að taka ekki við fleiri gjöfum frá þeim sem það hefur eftirlit með. Umboðsmaður Alþingis rannsakar því ekki gjöf Kaupþings. Viðskiptaráðherra tekur ekki afstöðu til þess hvort reglur hafi verið brotnar. APAR AÐ LEIK Kalim-Alam, eins árs siamang-api í dýragarðinum í San Diego í Bandaríkjunum, sá kjörið tæki- færi í leik sínum að nota sér höfuðið á Karen, sextán ára gömlum orangút- anapa í sama dýragarði, á flakki sínu milli trjáa. NORDICPHOTOS/AFP 1. gr. Markmið reglnanna. „Reglum þessum er ætlað að tryggja hlutlægni við úrlausn verk- efna Fjármálaeftirlitsins...“ 3. gr. Samskipti við eftirlitsskylda aðila. „Stjórnarmönnum, forstjóra og starfsmönnum er óheimilt að taka við gjöfum eða annarri ívilnun frá eftirlitsskyldum aðilum sem ekki eru veittar viðskiptamönnum almennt og eðlilegar geta talist. - Sjá reglugerð 704/2001, sem fylgir lögum 87/1998 um eftirlit með fjármálastarfsemi. REGLUR RÁÐHERRA Vínið sem lykilstarfsmenn Fjár- málaeftirlitsins fengu að gjöf frá Kaupþingi var annars vegar Muga Reserva árgerð 2003 og hins vegar Torre Muga árgerð 2004, að því er fjölmiðlafulltrúi FME greinir frá. Flaska af hinu fyrrnefnda kostar 1.990 krónur í Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins, en Torre Muga er ófáanleg. Lausleg leit á netinu leiddi í ljós að netverð á Torre Muga er í Evrópu 54 til 55 evrur, tæpar 5.000 krónur. 7.000 KRÓNA GJÖF BJÖRGVIN GUÐNI SIGURÐSSON Ætlar ekki að taka afstöðu til þess hvort FME hafi brotið reglur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Madrid til Barcelona Tvær og hálf klukkustund Fyrsta hraðlestin milli Barcelona og Madrid á Spáni var tekin í notkun í gær eftir miklar tafir. Nú er hægt að ferðast á tveimur og hálfri klukkustund milli borg- anna. Gatwick-flugvöllur í London Búsettur á vellinum Heimilislaus kokkur, Anthony Delaney að nafni, hefur búið á Gatwick-flugvelli í London í þrjú ár. Delaney hefur hafst við í suðurálmu flugvallarbyggingarinn- ar, sofið þar og borðað og notað hreinlætisaðstöðu, þrátt fyrir að lögreglan hafi ítrekað haft afskipti af honum. Sprenging í Kaupmannahöfn Fundu nýja gaslind Sprenging varð á sólbaðsstofu í Kaupmannahöfn í gærmorgun. Tveir menn sáust hlaupa af vett- vangi. Engan sakaði. Rannsókn á láti Díönu Leyniþjónustan neitar Richard Dearlove, sem var yfir- maður bresku leyniþjónustunnar MI6 þegar Díana prinsessa fórst í París árið 1997, segir það tóma fjarstæðu að leyniþjónustan beri ábyrgð á láti hennar. Viða- mikil rannsókn stendur nú yfir í Bretlandi á láti Díönu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.