Fréttablaðið - 21.02.2008, Page 11

Fréttablaðið - 21.02.2008, Page 11
FIMMTUDAGUR 21. febrúar 2008 FÉLAGSMÁL Barnaverndarstofa hefur ákveðið að loka meðferðar- heimilinu að Hvítárbakka í Borg- arfirði. Færri umsóknir um vist á meðferðarheimilum hafa borist en reiknað hafði verið með og segir sérfræðingur Barnavernd- arstofu eina mögulega skýringu umræðu um Breiðavíkurmálið. Á Hvítárbakka var pláss fyrir sex börn en eftir lokunina eru til 52 pláss á samtals sjö heimilum, segir Bryndís S. Guðmundsdóttir, uppeldisfræðingur á Barnavernd- arstofu. Í dag eru aðeins þrjú pláss laus en enginn á biðlista sem ekki er á leið í vistun. Fækkun beiðna um meðferðar- heimili kemur þrátt fyrir tæplega 30 prósenta aukningu á tilkynn- ingum til barnaverndarnefnda á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Spurð um ástæður þess að minna er sótt um pláss á meðferð- arheimilum segir Bryndís að eitt af því sem þar geti spilað inn í sé umræðan um Breiðavíkurmálið. Mögulega hafi sú umræða hrætt bæði starfsmenn barnaverndar- nefnda og foreldra. Eins hafi verið mikið álag á barnaverndarnefndum sem geti skilað sér í fleiri umsóknum síðar ef dregist hafi að vinna úr málum. „Við viljum leysa málin sem mest heima og erum að stefna í þá átt,“ segir Bryndís. Nú er unnið að undirbúningi svokallaðrar MST- fjölþáttameðferðar sem fer fram á heimilum. - bj Breiðavíkurmálið gæti haft áhrif á fjölda beiðna um pláss á meðferðarheimilum: Hvítárbakka í Borgarfirði lokað BREIÐAVÍK Mikið var fjallað um slæma meðferð á drengjum á meðferðarheim- ilinu á Breiðavík á síðasta ári. iRobot ehf. Hólshraun 7, 220 Hfj. • S. 555 2585 • Irobot.is Umsagnir frá eigendum iRobot Roomba ryksuguvélmennisins: ...ég hreinlega Elska hana Varist eftirlíkingarErt þú búin að fá þér eina? Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is 360.000,- kr.AFSLÁTTURFullt verð kr. 1.360.000,- Tilboð kr. 1.000.000,- Árgerð: 2006 Aukahlutir: Grjótgrind, tvöföld gaskútafesting og skyggni STÓRLÆKKAÐ VERÐ ÁNOTUÐUM FERÐAVÖGNUMYearling 103 fellihýsi KOSOVO, AP Þúsundir Serba í Kos- ovo mótmæltu í gær, þriðja dag- inn í röð, einhliða sjálfstæðisyfir- lýsingu héraðsins. Mótmælendurnir héldu, eins og fyrri dagana, að brú í bænum Mitrovica í norðanverðu Kosovo. Brúin skilur að albanska og serb- neska hluta bæjarins. Friðargæsluliðar á vegum NATO unnu í gær að því að loka landamærum Kosovo og Serbíu með gaddavír. Lögreglumenn frá Sameinuðu þjóðunum gættu landamærastöðva, sem voru sprengdar upp daginn áður. Landamærunum var lokað af ótta við að vopnaðir Serbar kæmu frá Serbíu til að berjast í Kosovo gegn stjórn nýja ríkisins. Íbúar í serbneska hluta Kosovo sögðu lokun landamæranna valda því að matvæli bærust ekki frá Serbíu. Nebojsa Radulovic, leiðtogi Serba í Kosovo, krafðist þess að landamærin yrðu opnuð á ný, annars mætti búast við hörðum mótmælum „með afleiðingum sem við getum ekki spáð fyrir um“. Þýskaland viðurkenndi í gær sjálfstæði Kosovo, en áður höfðu Bandaríkin, Frakkland og Bret- land viðurkennt Kosovo aðeins fáeinum dögum eftir að sjálf- stæði var lýst yfir. - gb Serbar mótmæla áfram sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo: Mótmæla lokun landamæra N O R D IC PH O TO S/A FP FRIÐARGÆSLULIÐAR GIRÐA LANDAMÆRIN Serbar í Kosovo krefj- ast þess að landamær- in verði opnuð á ný.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.