Fréttablaðið - 21.02.2008, Síða 21

Fréttablaðið - 21.02.2008, Síða 21
FIMMTUDAGUR 21. febrúar 2008 21 Frá haustinu 2009 mun skóli á framhaldsskólastigi verða starf- ræktur í Mosfellsbæ. Samkomu- lag þess efnis var undirritað af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Haraldi Sverrissyni, bæjar- stjóra Mosfellsbæjar, í Listasal Mosfellsbæjar fyrr í vikunni. „Þetta skiptir sköpum fyrir bæj- arlífið í Mosfellsbæ og eflir þjón- ustu við íbúa til mikilla muna,“ sagði Haraldur Sverrisson skömmu áður en samkomulagið var undirritað. Ríkið greiðir 60 prósent af um 850 milljóna stofn- kostnaði við skólann en Mosfells- bær 40 prósent. Skólinn verður í upphafi fyrir um 400 til 500 nemendur. Skóla- byggingin verður um 4000 fer- metrar samkvæmt áætlunum með möguleika á allt að helmings- stækkun. Haraldur segir mikla þörf vera fyrir skólann. „Þetta hefur lengi verið baráttumál bæjaryfirvalda hér. Það er ánægjulegt að sjá þetta loks verða að veruleika. Áhuginn hjá bæjarbúum hefur alltaf verið mikill eins og við- horfskannanir sem við höfum gert hafa sýnt.“ Tveir grunnskólar eru í Mos- fellsbæ, hvor um sig með um sjö til átta hundruð nemendur sem þykir frekar mikið. Til stendur að reisa þrjá til viðbótar í framtíð- inni. „Það eru yfir 120 börn í hverjum árgangi svo það er orðið löngu tímabært reisa hér fram- haldsskóla,“ segir Haraldur. Haustið 2009 verða teknir inn fyrsta árs nemendur. Sá árgangur sem kemur fyrst inn í skólann verður fyrsti útskriftarárgangur- inn í skólanum að loknu hefð- bundnu stúdentsnámi. Líklegt má telja að nemendur í skólanum komi aðallega úr Mos- fellsbæ. Þó telur Haraldur líklegt að nemendur komi víðar að. „Skól- inn á eflaust eftir að anna eftir- spurn nemenda úr Grafarvogi og Grafarholti svo ég taki dæmi. Einnig nágrannasveitunum og Akranesi. Þetta á eftir að breyta heilmiklu.“ - mh Menntamálaráðuneytið og bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ undirrita samkomulag um nýjan framhaldsskóla: Skiptir sköpum fyrir lífið í Mosfellsbæ SAMKOMULAGIÐ UNDIRRITAÐ Þorgerður Katrín og Haraldur Sverrisson sjást hér undirrita samkomulag um nýjan framhaldsskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í Háskóla Íslands stendur fyrir málþingi um móðurmálskennslu tvítyngdra barna í tilefni af alþjóðlega móður- málsdeginum í dag. Tvítyngi er orðið töluvert algengt í okkar nútímasam- félagi og því fróðlegt að sjá hvernig menntastofnanir í landinu hafa brugðist við því. Fyrirlestrarnir verða flutti bæði á ensku og íslensku. Hulda Kristín Jónsdóttir doktorsnemi flytur erindi um tvítyngi; börn úr leikskól- anum Mýri syngja nokkur lög; Fríða Bjarney Jónsdóttir leikskólaráðgjafi fjallar um hvað hafa þarf í huga þegar unnið er með börnum sem hafa annað móðurmál en íslensku; og starfsmenn og kennarar félagsins Móðurmál kynna starf sitt. Málþingið fer fram í Þjóðminjasafninu og hefst klukkan 15.30. Aðgangur er öllum opinn. ■ Málþing Móðurmálskennsla tvítyngdra barna Þýski arkitektinn Detlef Junkers held- ur fyrirlestur í Opna Listaháskólanum í hönnunar- og arkitektúrdeild LHÍ klukkan 12 í dag. Fyrirlesturinn ber heitið „Range of Steps“ en þar ræðir Junkers ræðir helstu verk, einkum þau nýlegri, svo sem Dómhúsið í Frankfurt/Oder og skóla í nágrenni Frankfurt/Main. Jafnframt mun hann segja frá rannsóknum sínum í tengslum við samkeppnistillögu að minnismerki um helförina fyrir Vínar- borg í Austurríki en hún hlaut önnur verðlaun í samkeppninni. Fyrirlestur- inn verður á ensku og stendur yfir í um 40 mínútur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. ■ Arkitektúr Detlef Junkers ræðir verk sín Ungir og nýútskrifaðir fræðimenn kynna rannsóknarverkefni sín á sviði Evrópufræða í dag, á ráðstefnu sem haldin er á vegum Alþjóðamálastofn- unar Háskóla Íslands og Samtaka iðnaðarins. Er þetta í annað sinn sem Alþjóðamála- stofnun Háskól- ans stendur fyrir Degi ungra fræðimanna í Evrópumálum. Meðal þeirra sem kynna verkefni sín eru Jóhanna Jóns- dóttir, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Cambridge-háskóla. Jóhanna er að skoða aðlögun íslenskrar stjórn- sýslu að löggjöf ESB og mun greina frá þáttum sem hafa áhrif á viðbrögð íslenskra stjórnvalda við kröfum ESB. Þá mun Magnús Árni Magnússon, doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fjalla um nálgun Möltu að Evrópusamrunanum og aðdraganda þess að landið gekk í Evrópusambandið. Ráðstefnan verður haldin milli klukkan 10.00 og 16.00 í Þjóðminja- safni Íslands. ■ Ráðstefna Ungir fræðimenn í Evrópumálum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.