Fréttablaðið - 21.02.2008, Side 32

Fréttablaðið - 21.02.2008, Side 32
[ ] Það getur stundum verið erfitt að átta sig á ráðandi tískustraumum. Sérstaklega nú á dögum þegar svo margt virðist „leyfilegt“. Þá getur verið gott að taka einn snúning um Hollywood en skutlurnar á þeim bænum fylgjast yfirleitt vel með tískunni og gefa okkur hinum tóninn. Nú í febrúarmánuði virðist grái liturinn ráðandi í bland við hvítt og svart. Stöku rauður og bleikur sést í fylgihlutum. Liturinn er ef til vill í réttu samræmi við árstíðina og eflaust er von á meiri litadýrð með hækkandi sól. Sé tekið mið af stjörnunum ætti grár skokkur eða kjóll í styttra lagi að vera nokkuð skot- heldur eitthvað fram á vorið. vera@ frettabla- did.is Skotheldar í gráu Lucy Liu í svörtu, hvítu og gráu sem klikkar seint. Sniðið er óvenju- legt og slaufan gefur skemmtilegan svip. Leikkonan Rachel Weisz mætti á frumsýningu „Definitely, Maybe“ í New York í þessum gráa dragtarkjól. Rauða beltið og skórnir í stíl setja punktinn yfir i-ið. Leikkonan Natalie Portman í skyrtuskokk með hlébarðamunstri. Skokkurinn er í styttra lagi, tekinn saman í mittið en þrengir annars hvergi að. Slíkir skokkar virðast vinsæl- ir um þessar mundir. Lindsay Lohan í óvenjulegum kjól sem minnir um margt á einhvers konar flugutegund. Svörtu, gráu og hvítu litirnir tóna vel saman og útkoman er hreint glæsileg. Keeley Hawes á heims- frumsýn- ingu „The Bank Job“ í London um miðjan mánuð- inn. Hún er klædd laufléttum gráum skyrtukjól sem er tekinn saman í mittið. Tískan fer alltaf í hringi og stundum er líka bara allt í tísku. Þá er tilvalið að fara í gegnum skápana og finna eitthvað fallegt sem hefur ekki verið notað lengi. s: 557 2010 NÝTT Fáðu fæturna mjúka og fína á 2 vikum með Flextiol Útsölustaðir: Fótaaðgerðastofurnar og Snyrtistofurnar Eygló, Paradís, Líf, Jóna og Aníta Vestmannaeyjum, Ásdísar í GB. Spar, Þín verslun Kópavogi, Fjarðarkaup HFJ og Lipurtá, Lyfja, Fótaaðgerðastofa Reykjavíkur. Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi Búðin hættir 50-75% afsláttur af öllum vörum Allt á að seljast GRÍÍÍÍÐARLEGT ÚRVAL FYRIR ALLA Í FJÖLSKYLDUNNI Faxafen 14 sími: 554 0655 - candc@simnet.is - www.cogc.is opið: 10-18 virka daga - Lau 11-16 ÚTSALAN Í FULLUM GANGI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.