Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2008, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 21.02.2008, Qupperneq 33
FIMMTUDAGUR 21. febrúar 2008 3 Heimsmyndin hefur breyst frá hruni Berlínarmúrsins og frelsi austantjaldslandanna. Síðustu áratugi hefur Asíulöndum sömuleiðis vaxið fiskur um hrygg og hluti af íbúum þessara landa hefur nú úr miklum fjármunum að spila. Þessi breytta heimsmynd hefur mikil áhrif á lúxusiðnaðinn hér í Frakklandi. Ekki veitir af því það er ekki hægt að búast við því að Frakkar sleppi sér lausum í tískuhúsunum í París um þessar mundir með efnahagslífið hér í sögulegri lægð. Í Moskvu, þar sem frægasta stóra magasín landsins, Goum, er, var áður seldur þurrkaður fiskur og vodka. Nú eru það Vuitton, Dior, Lanvin og Cartier sem hafa tekið yfir og meira að segja krist- alsfyrirtækið Baccarat hefur komið sér fyrir í Moskvu síðan í jan- úar í gömlu apóteki í miðborginni sem Philippe Starck hefur inn- réttað. Í tíu ár hafa frönsku tískuhúsin verið á uppleið í Rússlandi og var velta þeirra 600 milljónir evra árið 2006. Veltan var reyndar einn og hálfur milljarður í Kína en hækkar um 30-60 prósent í Rússlandi á ári. Samkeppnin er hörð en frönsku fyrirtækin nýta sér sögulega tengingu við rússneska aðalinn á 18. öld við Frakkland og orðspor Parísar sem tískuborgar gegn ítölsku fyrirtækjunum eins og Prada og Gucci. Sem dæmi um þetta mátti sjá sýningu í Sankti Pétursborg á síðasta ári á listmunum undir heitinu „Þegar Rússland talaði frönsku“, það var Musée Pouchkine með sýningu helgaða lífi Coco Chanel og Cartier setti nýlega aðsóknarmet með sýningu á skart- gripum frá 20. öld. Í fyrstu komu nýríku Rússarnir til Parísar að versla og gera reyndar enn, ekki síst til að ná sér í varning sem ekki er að finna í tískuhúsunum í Moskvu. Sífellt fleiri Rússar í millistétt geta nú leyft sér að kaupa eina og eina fína tösku eða kjól, laun hafa hækk- að, skattar eru einungis 13 prósent og launatengd gjöld þekkjast varla. Margir eignuðust ódýrt húsnæði á árunum eftir 1990 þegar mikið var um einkavæðingu og hafa því úr talsverðu að spila. Ekki er heldur hægt að neita því að rússneska mafían ræður yfir gífur- legu fjármagni og sjást Rússarnir oft, bæði hér í París sem og heima fyrir, greiða fyrir lúxusvarninginn í reiðufé sem vissara er að láta liggja milli hluta hvaðan kemur. Síðasta gullæðið í Rússlandi er svo í kringum franska vínið sem verður sífellt vinsælla og að sjálfsögðu nú selt í vínkjöllurum í Moskvu. Nú er hægt að kaupa jafnt Bordeaux sem Bourgogne á fleiri þúsundir evra flöskuna og það selst vel. Í París er æ algengara að útlendingar, meðal annars Rússar, kaupi sér fínar íbúðir í dýrustu hverfum Parísar til að eiga sér athvarf í menningar- og tískuborginni og geta verslað. berg75@free.fr Í leit að „svörtum seðlum“ í landi Pútíns Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Ilmlaus vetrarblóm KAMILLUBLÓMIÐ ER TÁKN OG INNBLÁSTUR VETRARLÍNU CHANEL Í FÖRÐUNARVÖRUM. Þeim Dominique Montcourt- ios og Heidi Morawetz hjá Chan- el-tískuhúsinu varð kamillublóm- ið að andagift fyrir veturinn sem nú ræður ríkjum, en það er ein- mitt sama blómið og Mademois- elle Chanel valdi sjálf sem tákn ilmvatna sinna í eina tíð. Í dag er val hennar á þessu ilmlausa blómi enn stór ráðgáta, en getgát- ur eru uppi um að aðalsöguhetjan í Kamillufrú Alexandre Dumas eða La Traviata Verdis hafi orðið henni að innblæstri. Hin spennandi vetrarlína Chanel inniheldur meðal annars Star Product sem aðeins kemur í tak- mörkuðu upp- lagi og er eitt- hvað sem sannur Chanel- aðdá- andi vill alls ekki missa af. Laugavegi 63 • S: 551 4422 NÝJA LÍNAN KOMIN 15% - 70% TILBOÐSDAGAR Dagana 20. febrúar - 1. mars eru tilboðsdagar í Atson Frábært úrval af leður- og roðvörum með 15 - 70 % afslætti Komdu og gerðu góð kaup! Atson • Brautarholti 4 • s. 561-0060 • www.atson.is OPNUNARTÍMI Á TILBOÐSDÖGUM mán. - föst. 8.00 - 18.00 fi m. 8.00 - 19.00 laugard. 12.00 - 16.00 ÚTSALA Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.