Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2008, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 21.02.2008, Qupperneq 35
FIMMTUDAGUR 21. febrúar 2008 5 Læknavaktin í Kópavogi tók á móti rúmlega sextíu þúsund manns í fyrra. Aukningin er gríðarleg og forsvarsmenn segja helstu ástæður samfé- lagslegar breytingar. „Læknavaktin á sér raunverulega áttatíu ára sögu því forveri henn- ar er gamla bæjarvaktin í Reykja- vík sem var stofnuð árið 1928,“ segir Atli Árnason, lækningafram- kvæmdastjóri Læknavaktarinnar við Smáratorg í Kópavogi. Læknavaktin var stofnuð í núverandi mynd árið 1986 og er að sögn Atla vaktþjónusta fyrir Reykjavík og nágrannabæi. „Gamla bæjarvaktin sinnti aðeins höfuðborgarbúum en með þróun þéttbýlissvæðisins var tekin sú ákvörðun að stækka þjónustu- svæðið árið 1998 og bæta við Hafnarfirði og Garðabæ. Þá hafði Kópavogur haft aðgang í þó nokk- urn tíma,“ útskýrir Atli, sem segir þá þróun hafa orðið til þess að vaktin flutti í Kópavogi til að vera miðsvæðis á þjónustusvæðinu sem nær til 196.000 manns. Aðsókn á vaktina hefur aukist gríðarlega frá því hún flutti á Smáratorg því seinasta heila árið í Heilsuverndarstöðinni komu þangað 18.000 sjúklingar en árið 2007 komu rúmlega 61.000 að sögn Atla. „Mín tilfinning er sú að sam- félagsbreytingar séu helsta orsök. Það er enginn heimavinnandi leng- ur og erfitt fyrir marga að hlaupa úr vinnu á daginn. Fólk virðist hafa meiri þörf fyrir að komast til læknis utan dagvinnutíma vegna ýmissa óvæntra uppákoma í heilsufari þegar því hentar,“ segir Atli. Svo eru alltaf einhverjir sem hafa engan aðgang að annarri þjónustu. Rúmlega áttatíu læknar starfa á Læknavaktinni, allt sérfræðingar í heimilislækningum sem einnig starfa á heilsugæslustöðvum á dagvinnutíma. Vaktin er opin frá fimm á daginn til hálftólf á kvöld- in, auk þess sem opið er um helgar og á helgidögum frá níu til hálftólf að sögn Atla. Hann tekur einnig fram að á Læknavaktinni sé rekin umfangsmikil símaþjónusta þar sem hjúkrunarfræðingur situr fyrir svörum frá fimm á daginn til átta á morgnana og allan sólar- hringinn um helgar. Þar er einnig hægt að fá samband við lækni ef nauðsynlegt þykir. Heimavitjanir hefur Læknavaktin einnig á sinni könnu en Atli segir að farið sé í sjö þúsund vitjanir á ári. „Við metum hvert tilfelli þegar óskað er eftir vitjun. Stundum á fólk kost á því að koma til okkar, ef ekki erum við með bíl og þá kemur sér vel að vera miðsvæðis. Þeir sem þurfa á vitjun að halda eru oft eldra fólk og farlama eða yngra fólk sem er hreinlega of veikt til að komast á Læknavaktina,“ segir Atli og bætir við að um 5 prósent sjúk- linga séu send áfram á hátækni- sjúkrahús á hverju ári. Flestir sjúklingar sem nýta sér þjónustu vaktarinnar um þessar mundir eru með flensu og ýmsa smitsjúk- dóma en annars sveiflast tilfellin eftir árstíðum og eru bæði mörg og misjöfn; allt frá tiltölulega ein- földum málum upp í alvarlega lífs- hættulega sjúkdóma sem þarfnast réttra og skjótra viðbragða að sögn Atla. rh@frettabladid.is Þörfin fyrir læknisaðstoð meiri eftir vinnu Læknavaktin á Smáratorgi í Kópavogi er vaktþjón- usta fyrir Reykjavík og nágrannabæi. Um 2,4 prósent Íslendinga hafa skrifað undir áskorun um jafnan rétt evrópskra kvenna til krabbameinsleitar. Á slóðinni www.cervicalcancerpet- ition.eu er hægt að skrifa undir áskorun um að allar evrópskar konur njóti sama réttar til bestu fáanlegra forvarna gegn legháls- krabbameini. Undirskriftirnar eru orðnar rúmlega 144 þúsund, frá þrjátíu Evrópuþjóðum, þar af 7.430 frá Íslendingum sem eru 2,4 pró- sent íslensku þjóðarinnar. Íslend- ingar eru því í efsta sæti þeirra þjóða sem skrifað hafa undir áskor- unina en í næstu sætum eru Króat- ía með 0,9 prósent og Portúgal með 0,6 prósent. - eö Vilja betri forvarnir Hægt er að skrifa undir áskorun um jafnan rétt kvenna til krabbameinsleitar á netinu. HEYRNARÞJÓNUSTA Dot er góður punktur fyrir þá sem vilja heyra vel. Þessi punktur er agnarsmátt heyrnartæki sem með nýjustu tölvutækni bætir við heyrnina þeirri tíðni sem notandinn hefur tapað. Hringdu og láttu okkur fræða þig meira um þessa undraverðu tækni. Heimsins minnstu heyrnartæki koma frá ReSound . . . . . . . . . . . . . .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.