Fréttablaðið - 21.02.2008, Síða 38

Fréttablaðið - 21.02.2008, Síða 38
● fréttablaðið ● hafnarfjörður 21. FEBRÚAR 2008 FIMMTUDAGUR2 Á veitingastaðum Síam í Hafnarfirði er boðið upp á fjöl- breytt úrval taílenskra rétta. „Hér er boðið upp á klassíska, taí- lenska matargerð, sem hefur ekki orðið fyrir miklum vestrænum áhrifum,“ segir Einar Örn Ein- arsson, annar eigenda Síam, eins vinsælasta asíska veitingastaðar Hafnarfjarðar. Síam er að sögn Einars elsti asíski veitingastaðurinn á Íslandi, stofnaður fyrir 23 árum og upp- haflega rekinn í Ármúlanum undir heitinu Bangkok af taílenskum matreiðslumeistara með meira en þrjátíu ára reynslu í taílenskri mat- argerð. Staðurinn fékk nýtt heiti, Síam, þegar starfsemin var flutt á Skólavörðustíg á tíunda áratugnum og það hélst eftir að hann var opn- aður í Hafnarfirði árið 2001. Fyrir hálfu ári keypti Einar síðan Síam með Emil Helga Lár- ussyni, og voru félagarnir sam- mála um að fylgja þeirri línu sem fyrri eigendur höfðu lagt upp með og bjóða áfram upp á klassíska, taí- lenska rétti og gera gott betur með því að bæta við nokkrum réttum á matseðilinn. Þar á meðal ýmsum súpum. „Já, við ætlum að halda þeirri stefnu og bjóða ekki upp á ein- hverja útvatnaða taílenska rétti,“ segir Einar og er sáttur við ákvörð- unina, þar sem viðkiptavinum stað- arins hefur jafnt og þétt farið fjölg- andi á því hálfa ári síðan eigenda- skiptin áttu sér stað. „Svo hefur okkur líka tekist að halda í gömlu kúnnana,“ bætir Einar við og finnst það til marks um að tekist hafi að viðhalda þeim gæðastaðli sem stað- urinn er þekktur fyrir. Á staðnum starfa nú kokkar frá ýmsum þjóðlöndum og voru tveir þeirra, Audrius Dubinskas og Joao Portilheiro, svo vinsamlegir að elda og láta í té uppskriftir að kjúklingi í chili og engifer, fyrir lesendur Fréttablaðsins. - rve Klassísk taílensk matargerð Kjúklingur í chili og engifer. RÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Síam hefur verið rekinn í Hafnarfirði frá árinu 2001 en staðurinn var stofnaður árið 1985 og er því elsti asíski veitingastaður á Íslandi. Á Síam vinna nú kokkar frá ýmsum þjóðlöndum. Hér sjást þeir Audrius Dubinskas og Joao Portilheiro að störf- um. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJÚKLINGUR Í CHILI OG ENGIFER örlítið af canola-olíu 1 1/2 msk. hvítlaukur 2 msk. chili 200 g kjúklingabringa 50 g bambus 50 g grænar baunir 1 tsk. sykur örlítið af fiskisósu 5 sneiðar rauð paprika 10 þunnar sneiðar af fersku engifer 225 ml vatn Aðferð: Skerið kjúkling niður í þunna bita. Myljið chili og hvítlauk niður. Skerið papriku og engifer í langar mjóar ræmur. Hitið olíu á pönnu. Snögg- steikið hvítlauk og engifer í heitri olíunni. Bætið kjúklingi út í og snöggsteikið. Bætið vatni út í og eldið kjúkling upp úr því. Bætið fiskisósu, sykri, bambus og grænum baunum út í. Sjóðið allt saman þar til kjúklingur- inn er eldaður í gegn. Takið pönnu af hita og bætið engifer og papriku í. Þá er rétturinn tilbúinn. Í ár eru 100 ár liðin frá því að Hafnarfjörður fékk kaupstað- arréttindi. Góð hafnarskilyrði ásamt úfnu hrauni allt í kring einkenna bæinn og er hann af mörgum talinn með fallegustu bæjum landsins. Fyrstu heimildir um Hafnarfjörð eru frá því um 1400, þegar kaup- skip hófu að sigla þangað. Staðar- ins er þó getið í Landnámabók. Í kringum 1470 hófu þýskir kaupmenn að versla á Íslandi. Þeir voru nefndir Hansakaupmenn og tilheyrðu Hansasambandinu sem var stórt verslunarsamband. Því var stýrt af þýsk-austurrískum kaupmönnum og aðli. Fyrsta Hansaskipið kom til Hafnarfjarðar árið 1471. Oft sló í brýnu á milli þýskra kaupmanna og Englendinga sem einnig keyptu vörur hér á landi. Þjóðverjar urðu umsvifameiri í kaupum á íslenska fiskinum og á sextándu öld náðu þýskir Hansakaupmenn yfirhöndinni yfir viðskiptunum. Þá varð höfnin, sem bærinn er kenndur við, ein stærsta versl- unarhöfn landsins með blómlegri útgerð. Bjarni Sívertsen hóf verslun í Hafnarfirði árið 1794 en hann var einn þekktasti íslenski kaup- maðurinn. Hann fékk nafnbótina Bjarni riddari eftir að hafa hlot- ið aðalstign hjá danska konung- inum. Hann var brautryðjandi á Íslandi í innlendri verslun og út- gerð og hefur verið nefndur faðir Hafnarfjarðar. Hafnarfjörður var í örum vexti mestalla nítjándu öldina sem rekja má til þess hversu gjöful fiskimiðin voru og hafnarskilyrð- in góð. Fyrsti togari Íslendinga, Coot, var gerður út frá bænum á árunum 1905-1908. Ketilinn úr togaranum er að finna við hring- torgið þar sem Reykjavíkurveg- ur, Strandgata og Vesturgata í Hafnarfirði mætast. Framan af heyrði Hafnarfjörð- ur undir Álftaneshrepp en eftir skiptingu hreppsins, árið 1878, var bærinn hluti af nýmynduðum Garðahreppi. Árið 1908 fékk Hafnarfjörður kaupstaðarréttindi en þá bjuggu 1.469 manns í bænum. Fyrsti bæjarstjórinn var Páll Einarsson sem síðar varð fyrsti borgarstjóri Reykjavíkur. Í byrjun einskorðaðist byggð bæjarins að mestu leyti við höfn- ina, þar sem miðbærinn er í dag, en þó voru bújarðir í landi hans. Það sem einkenndi landslag bæj- arins og gerir enn er hraunið allt í kring. Nýjasta byggð Hafnar- fjarðar er á Vallasvæðinu en Hvaleyrarholt, Ásland og Setberg eru einnig tiltölulega nýbyggð hverfi. Lengi vel var sjávarútvegur aðalatvinnugrein bæjarins. Nokk- ur öflug útgerðarfyrirtæki voru í bænum og má þar nefna Bæjarút- gerðina og Íshúsið. Á síðari hluti tuttugustu aldar dró þó úr útgerð- inni og atvinnuhættirnir breytt- ust. Í dag er Hafnarfjörður að mestu leyti þjónustu- og iðnað- arbær. Stærsti atvinnurekand- inn er Alcan sem rekur álverið í Straumsvík. Þá er hægt að sækja alla almenna þjónustu í bænum en þar er heilsugæsla, spítali, verslanir, bankar, veitingastaðir og gististaðir. Í bænum eru einnig fjölmargir leikskólar, grunnskól- ar og framhaldsskólar ásamt öfl- ugu íþrótta- og tómstundastarfi. Í desember 2007 voru íbúar bæj- arins 24.839 talsins og er Hafnar- fjörður þriðja stærsta bæjarfélag landsins. Aðeins eitt útgerðarfélag, Stál- skip, er eftir í bænum en engin fiskvinnsla. Töluvert er þó af línubátum og trillum og gegnir höfnin enn viðamiklu hlutverki og er stór uppskipunarhöfn. - ve Hafnarbærinn í hrauninu Frá gömlu hafskipabryggjunni þar sem Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var síðar reist. Myndin er tekin upp úr 1930. MYND/BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR Séð vestur eftir Strandgötunni, sem er aðalgöngugata bæjarins, snemma á öðrum áratug 20. aldar. MYND/BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR Þessi mynd er tekin vestur yfir bæinn ofan af Hamri árið 1906. MYND/BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.