Fréttablaðið - 21.02.2008, Page 46

Fréttablaðið - 21.02.2008, Page 46
● fréttablaðið ● hafnarfjörður 21. FEBRÚAR 2008 FIMMTUDAGUR10 Umhverfisvaktin í Hafnarfirði er nýtt átak sem stuðlar að hreinni bæ á sjálfu afmælis- árinu. „Með þessu átaki bjóðum við félagasamtökum og hópum að koma til liðs við Hafnarfjarðar- bæ og sjá um hreinsun á ákveðnum svæðum. Í þeim tilgangi hefur bænum verið skipt upp í átta svæði og fyrir þátttökuna fá þessir hópar styrk fyrir sína starfsemi,“ segir Guðjón Egg- ertsson, verkefnastjóri fyrir Staðardagskrá 21 sem er leið sveitarfélaganna til að vinna að sjálfbærri þróun. Umhverfisvaktin er nýjasta verkefni Staðar- dagskrár 21 og Guðjón býst við góðri þátttöku. „Við skiptum greiðslu til hópanna í tvennt. Bæði er föst greiðsla fyrir þátttöku og síðan bónus- greiðsla fyrir þá sem hreinsa einstaklega vel,“ segir Guðjón sem bætir við að verkefnið teng- ist einnig hundrað ára afmæli Hafnarfjarðar- bæjar. Hann segir hugmyndina þekkta erlend- is þrátt fyrir að bæjaryfirvöld hafi ekki skoðað nákvæmlega framkvæmd þar en segir einnig að ein útfærsla verkefnisins hafi verið í Mos- fellsbæ. „Við erum, eftir því sem ég best veit, þau einu sem höfum lagt allt byggt land í bænum undir þetta. Þetta verður ákveðið tilraunaverk- efni sem við endurmetum í haust og tökum ákvörðun um hvort framhald verði á,“ segir Guðjón sem bætir við að skólarnir í bænum geti einnig tekið þátt. „Skólarnir í bænum eru flestir með eitthvert kerfi þar sem kannski einn bekk- ur sér um hreinsun á lóðinni viku í senn. Nú ætlum við að biðja skólana að skilgreina stærra svæði fyrir utan skólalóðina og velja ákveðinn hóp nemenda til að hreinsa sex sinnum á ári. Síðan getur hópurinn fengið greiðslu og notað í skólaferðaleg, vorhátíð eða eitthvað sambæri- legt,“ segir Guðjón. Þeir hópar sem þegar hafa sótt um verkefnið eru með fjölbreytta starfsemi en Guðjón segir það einmitt eitt markmiðanna. „Við erum með hópa frá yngri flokki í knattspyrnu, unglinga- starfi í golfi, alþjóðlegt barnastarf og samtök fyrir frið og menningu svo eitthvað sé nefnt,“ segir Guðjón og bætir við að óskað sé eftir því að hóparnir hreinsi tíu sinnum á ári, sem skiptist í fimm skipti á vorin frá byrjun mars til byrjun júní og síðan fimm sinnum frá ágúst til nóvem- ber. Hann segir einnig vonast til að verkefnið skili ákveðinni hugarfarsbreytingu. „Storm- viðri sem hafa gengið yfir landið stuðla að því að því að ruslið dreifist. Sérstaklega í bænum því mikið er um framkvæmdir. Síðan eru Ís- lendingar haldnir undarlegri áráttu sem snýst um að henda út rusli á ferð í bíl og búast við að það fari á hinn goðsagnakennda stað „hvergi“. En hann er bara ekki til og allt ruslið endar ein- hvers staðar en nú verður vonandi breyting á,“ segir Guðjón. Allar nánari upplýsingar: www. hafnarfjordur.is rh@frettabladid.is Goðsögnin um hvergi Guðjón Eggertsson verkefnastjóri umhverfisvaktarinnar í Hafnarfirði von- ast eftir hreinni bæ á afmælisárinu. FRÉTTABLÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.