Fréttablaðið - 21.02.2008, Qupperneq 61
FIMMTUDAGUR 21. febrúar 2008 33
UMRÆÐAN
Stóriðja
Nokkur óvissa ríkir
nú í efnahags-
málum. Með
réttum aðgerð-
um má tryggja
áframhaldandi
grundvöll fyrir
traust efnahags-
líf og fjölbreytta
atvinnustarf-
semi í landinu um leið og lagður
verður grunnur að nýrri sókn á
landsbyggðinni. Allir sem vilja
stuðla hér að áframhaldandi hag-
vexti og uppbyggingu öflugs
atvinnulífs gera sér grein fyrir
því að grundvöllur þess er að nýta
þær náttúruauðlindir sem við
höfum aðgang að. Nú þegar eru á
teikniborðinu áform um slíka nýt-
ingu vegna áliðnaðar í Helguvík, á
Bakka við Húsavík og fjölbreytt-
ari atvinnustarfsemi víðar.
Undanfarið hefur umræða um
næstu skref í þessum verkefnum
verið nokkuð áberandi. Í henni
hafa komið fram mismunandi
áherslur og hugmyndir um hvar
skuli fyrst farið af stað og hvenær
raunhæft sé að hefja framkvæmd-
ir. Á Suðurnesjum hafa menn talað
um að taka skóflustungu einhvern
næstu daga á meðan aðrir, þ.á m.
ráðherra í ríkisstjórninni, tala fyrir
því að skynsamlegra sé að leggja
áherslu á að hefja framkvæmdir
við Bakka á Húsavík. Í miðri þess-
ari umræðu koma síðan fram ráð-
herrar sem tala á þeim nótum að
umræðan sé alls ekki tímabær og að
engar framkvæmdir geti hafist á
næstu misserum. Við þessar aðstæð-
ur getur verið erfitt að átta sig á því
hver raunveruleg staða mála er.
Ég hef skilið það svo að undirbún-
ingur við álver í Helguvík sé kom-
inn það langt á veg að framkvæmd-
ir geti hafist fljótlega. Sama gildi
um álver við Bakka. Sé vilji ráða-
manna, sem haft geta áhrif á for-
gangsröðun, staðsetningu og tíma-
setningu framkvæmda hins vegar
óskýr skapar það óvissu sem er
óþolandi í þessu mikla hagsmuna-
máli.
Að mínu áliti ber að horfa til
þeirra staða þar sem þörfin fyrir ný
atvinnutækifæri er mest þegar rætt
er um staðsetningu fyrir nýja stór-
iðju. Sum þeirra landssvæða sem
um er rætt hafa farið mjög illa út úr
byggðaþróun undanfarinna ára og
áríðandi að bregðast við svo fljótt
sem verða má. Ljóst er að ekki
verður ráðist í mörg verkefni á
sama tíma og heppilegast að dreifa
framkvæmdum yfir lengra tímabil.
Sé sú staða uppi varðandi næstu
verkefni í stóriðju að við eigum val-
kost um hvar verður hafist handa
ber að mínu áliti að velja þá stað-
setningu þar sem þörfin fyrir fram-
kvæmdir og nýja atvinnuuppbygg-
ingu er ríkust. Því segi ég það að sé
mögulegt að hefja uppbyggingu á
stóriðju á Húsavíkursvæðinu fljót-
lega, þá á að velja þá leið.
Fá svæði á landinu hafa farið
verr út úr þeirri byggðaröskun sem
landsbyggðin hefur mátt búa við
undanfarin ár en norðausturhornið.
Þær hugmyndir sem andstæðingar
uppbyggingar stærri vinnustaða
hafa komið fram með til atvinnu-
uppbyggingar á landsbyggðinni eru
að flestu leyti óraunhæfar. Til að
snúa við þeirri byggðaþróun sem
fylgt hefur aukinni tækni og minni
mannaflaþörf í sjávarútvegi og
landbúnaði þarf uppbyggingu fjöl-
breyttari atvinnutækifæra þar
sem eðlileg nýting náttúruauð-
linda okkar skiptir grundvallar-
máli.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Þar sem þörfin er mest
JÓN GUNNARSSON
UMRÆÐAN
Atvinnumál
Á meðan ótrúleg uppbygging hefur átt sér stað á suðvest-
urhorni landsins hefur atvinnu-
tækifærum fækkað á Norðaust-
urlandi og íbúum um leið. Brýnt
er að snúa þessari þróun við og
sem allra fyrst. Það verður ekki
gert nema með því að skapa
öfluga kjölfestu í atvinnumálum
og þar er orkufrek stóriðja eini
raunhæfi kosturinn. Þetta vitum við sem ennþá
búum á Norðausturlandi og höfum upplifað
efnahagslega hnignun svæðisins síðustu fimmtán
árin. Þetta vita líka þeir sem stjórna þessu landi og
þeim ber að tryggja jöfnuð milli landsvæða í stað
þess að stuðla enn frekar að því að Ísland verði
borgríki með einum þéttbýliskjarna á suðvestur-
horni landsins. Nú er röðin komin að Norðaustur-
landi.
Við þurfum ekki að horfa langt aftur í tímann til
að sjá dæmi um það hvað stór og öflugur vinnu-
staður getur haft jákvæð áhrif á nærliggjandi
samfélög. Nýtt álver í Reyðarfirði er gott dæmi
um það. Lítil byggðarlög á Austurlandi þar sem
árum saman hafði ríkt stöðnun eða samdráttur eru
nú í blóma. Uppbyggingin hefur verið með
ólíkindum og þar sem áður ríkti óvissa og óöryggi
er nú festa, fjöldi nýrra atvinnutækifæra og
efnahagur íbúanna annar og betri. Álver á Bakka
við Húsavík er því varla valkostur fyrir íbúa á
Norðausturlandi, nær er að segja að álverið sé
lífsspursmál fyrir áframhaldandi byggð á svæðinu.
Undanfarna tæpa tvo áratugi hefur byggðarlagið
orðið fyrir hverju áfallinu af öðru sem hafa leitt af
sér keðjuverkun sem erfitt hefur verið að stöðva,
þrátt fyrir mikinn vilja heimamanna. Verulegur
samdráttur í frumatvinnugreinunum varð til þess
að íbúum fækkaði umtalsvert. Það hefur aftur
orðið til þess að iðnfyrirtæki á svæðinu hafa annað
hvort þurft að hætta starfsemi eða leitað nýrra
markaða á suðvesturhorni landsins. Starfsemi
fjarri markaðssvæðunum hefur skekkt samkeppn-
isaðstöðuna og oft hafa blómleg fyrirtæki á
Norðausturlandi verið keypt og flutt suður, því
heimamarkaðinn vantar.
Það er skilyrðislaus réttur íbúa Norðurþings að
geta lifað og starfað í heimabyggð og þar gegnir
álver á Bakka lykilhlutverki, verði það að veru-
leika. Álverið mun skapa um 500 störf í Norður-
þingi og önnur 500 utan þess. Gert er ráð fyrir að
íbúum í Þingeyjarsýslum fjölgi um þúsund með
álverinu og þá er fyrst kominn raunhæfur mögu-
leiki á að byggja upp blómlega byggð með fjölda
atvinnutækifæra. Þar horfi ég helst til lítilla
sérhæfðra iðnaðarfyrirtækja, smiðjuþjónustu og
fyrirtækja á sviði verkfræði, tæknifræði, náttúru-
fræði og tölvuþjónustu. Álverið skapar því
spennandi starfsvettvang fyrir ungt fólk sem kýs
að vinna og starfa annars staðar en í þéttbýlinu á
suðvesturhorninu. Og vissulega er þörf fyrir þessi
störf, því á síðasta áratug hefur íbúum 40 ára og
yngri fækkað um 25% í Norðurþingi. Þetta segir
allt sem segja þarf.
Væntanlegt álver á Bakka hefur mikla sérstöðu,
ekki bara hér á landi heldur í heiminum öllum.
Rætt er um álver sem nýtir orku sem sótt er í
háhitasvæði í grenndinni án þess að eitt einasta
vatnsfall verði virkjað. Gnótt jarðvarma er helsta
auðlind svæðisins og það er bæði sjálfsagt og
eðlilegt að nýta auðlindina á jákvæðan hátt í
uppbyggingu á svæðinu í stað þess að geyma hana
ónýtta í iðrum jarðar. Sú staðreynd skiptir líka
miklu máli að framkvæmdum við jarðvarmavirkj-
anir fylgir lítið náttúrurask sem er að mestu
afturkræft.
Það er metnaður okkar Þingeyinga að vernda
þær náttúruperlur sem við eigum og mikil áhersla
er lögð á það við væntanlegar framkvæmdir. Við
höfum tækifæri til að byggja upp öfluga þekkingu
í náttúruvernd og jákvæðri auðlindanýtingu á
öllum skólastigum, samhliða uppbyggingu á
orkufrekri stóriðju á Bakka. Þegar er kominn vísir
að því í Öxarfjarðarskóla þar sem mikil áhersla er
lögð á náttúruvernd í tengslum við nálægar
náttúruperlur, Ásbyrgi og þjóðgarðinn í Jöklusár-
gljúfrum. Á þennan hátt geta Þingeyingar orðið
leiðandi í að nýta auðlindina og vernda náttúruna
um leið. Í náttúruvöktuninni samhliða stóriðju-
framkvæmdunum felast mikil atvinnutækifæri.
Höfundur er vélstjóri á Kópaskeri.
Réttur á að starfa í heimabyggð
JÓN GRÍMSSON