Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2008, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 21.02.2008, Qupperneq 62
34 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1848 Kommúnistaávarpið er gefið út af Karl Marx og Friedrich Engels. 1878 Fyrsta símaskráin kemur út í New Haven í Banda- ríkjunum. 1895 Kvennablaðið kemur í fyrsta sinn út með Bríet Bjarnhéðinsdóttir sem rit- stjóra. 1933 Nina Simone, bandarísk söngkona, fæðist. 1937 Haraldur fimmti, núver- andi Noregskonungur fæðist. 1945 Dettifossi, skipi Eimskipa- félagsins er grandað af þýskum kafbáti. Fimmtán manns farast. 1953 Fræðimennirnir James Watson og Francis Crick uppgötva samsetningu DNA-sameindarinnar. KELSEY GRAMMER ER 53 ÁRA.. „Það þarf mjög furðulega manneskju til að njóta frægðar og alls þess sem henni fylgir. Frægðin er eiginlega ekki spennandi.“ Kelsey Grammer er bandarísk- ur leikari og best þekktur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Staupasteini og Fraiser. Malcolm X, fæddur Malcolm Little, var aðgerðasinni, prestur og talsmaður þjóðfélags mús- lima. Hann barðist ötullega fyrir rétt- indum blökkumanna í Banda- ríkjunum á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Malcolm X hafði slitið sig frá samtökunum „Nation of Islam“ skömmu fyrir dauða sinn og eftir það óttaðist Malcolm um líf sitt og fjölskyldu sinn- ar. Ástæðan fyrir ágreiningn- um milli Malcolms X og sam- takanna voru þau að Malcolm hafði gert lítið úr morðinu á Kennedy forseta. Eftir að hann sleit sig frá sam- tökunum óttuðust yfirmenn „Nation of Islam“ að Malcolm tæki marga með sér úr samtökunum. Malcolm og fjöl- skylda hans urðu fyrir árásum þar sem til dæmis var kveikt í húsi hans og fjölskyldunnar. Daginn sem hann var myrtur átti hann að flytja ræðu í Audu- bon Ballroom í New York. Rétt eftir að búið var að kynna Malcolm til leiks ruddust þrír menn inn í salinn og hófu skotárás. Malcolm var skotinn alls sextán sinnum og lést sam- stundis. Malcolm X var jarðsett- ur í New York og mættu um 30.000 þúsund manns til að votta honum virðingu sína. Mal- colms X verður lengi minnst sem baráttumanns fyrir réttindum blökkumanna. ÞETTA GERÐIST: 21. FEBRÚAR 1965 Malcolm X myrtur Ný rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræði var formlega stofnuð um helgina við íþróttafræðisetur Kenn- araháskólans á Laugarvatni. Af því tilefni fór fram athöfn í húsakynnum rannsóknastofunnar þar sem skrif- að var undir samning. Einnig voru helstu markmið stofunnar og hlut- verk kynnt. Erlingur Jóhannsson prófessor er ábyrgðarmaður rannsóknarstofunn- ar. „Þessi rannsóknarstofa er glæsi- leg nýjung á þessu sviði sem við vinn- um að,“ segir Erlingur en stofan er með aðstöðu á Laugarvatni en einnig í Kennaraháskólanum við Stakkahlíð. „Það sem við erum að gera með þess- ari rannsóknarstofu er að setja undir sama hatt og samtvinna allar þær vís- indarannsóknir sem stundaðar eru af fræðimönnum við íþróttafræðisetrið, bæði þeim sem staddir eru hér á Laug- arvatni og í Reykjavík og þannig verð- ur allt faglegra,“ útskýrir Erlingur. Stefnuskrá Rannsóknarstofunnar var einnig kynnt um helgina. Megin- markmiðin eru þrjú, að stunda vís- indarannsóknir, að veita rannsóknar- þjónustu og ráðgjöf og að standa fyrir ráðstefnum, málþingum, námskeiðum og útgáfu á sviði íþrótta- og heilsu- fræða. „Ráðgjöf okkar felst meðal annars í því að veita íþróttafólki, íþróttafélög- um og sérsamböndum aðstoð varðandi íþróttamælingar og annað slíkt. Við erum einnig í íhlutunarrannsóknum þar sem við gerum tilteknar aðgerð- ir inni í skólum og þar höfum við öðl- ast mikla reynslu í að segja til hvernig eigi að auka til dæmis hreyfingu barna í grunnskólunum,“ segir Erlingur sem vill tengja vísindin og háskólann við grasrótina enda sé mikilvægt að koma vísindum og rannsóknum á framfæri í þjóðfélaginu. „Það sem vantar í vís- inda- og rannsóknastarfið í dag er að láta það endurspeglast í lífi fólksins í landinu,“ segir Erlingur. Rannsóknarstofan hefur feng- ið styrki í ýmis verkefni en Erling- ur vonar að fleiri bætist við á næst- unni. „Við fjármögnum þessa tvær og hálfu stöðu sem við höfum nú þegar með þeim rannsóknarstyrkjum sem eru til staðar. Við leitum því til einka- og opinberra aðila varðandi styrki til þess að geta auglýst nýtt stöðugildi í vor. Hér ríkir ekki steinsteypuhugsun heldur hugsum við faglega og fræði- lega,“ lýsir Erlingur og bætir við að lokum: „Þar sem við erum í svona starfsemi og erum ekki á þorskkvóta- svæði fáum við litla mótvægisað- gerðapeninga. Það má því kalla þetta mótvægisaðgerðir hér í uppsveitun- um að búa til sprotafyrirtæki í þess- um dúr sem hefur skýra skírskot- un og tengingu við Háskóla Íslands á höfuðborgarsvæðinu. Við bindum þá von við sameininguna við Háskóla Íslands að meiri peningar komi inn í þetta verkefni og þar af leiðandi gef- ist meiri tími fyrir vísindamenn og háskólastarfsfólk að segja frá vinnu sinni og rannsóknum en það hefur verið vandamál hingað til.“ mikael@frettabladid.is HÁSKÓLI Á LAUGARVATNI: NÝ RANNSÓKNARSTOFA Í ÍÞRÓTTA- OG HEILSUFRÆÐI Mótvægisaðgerð í uppsveitum ÁBYRGÐARMAÐUR Erlingur Jóhannsson prófessor er ábyrgðarmaður nýrrar rannsóknarstofu í íþrótta-og heilsufræði á Laugarvatni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 50 ára afmæli Fimmtugur er í dag Heimir Freyr Hálfdanarson frá Seljalandi. Hann tekur á móti vinum og vel unnurum í Þróttarasalnum í Laugar- dal á hlaupársdaginn, 29. febrúar, kl. 19.30. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Albert Hólm Þorkelsson, bakarameistari, frá Siglufirði, Kveldúlfsgötu 22, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju, föstudaginn 22. febrúar kl. 14.00. Sigríður Guðmundsdóttir Ágústína Albertsdóttir Sigurður Arason Katrín Albertsdóttir Loftur Jóhannsson Kristján Þorkell Albertsson Elín Ebba Guðjónsdóttir Annabella Albertsdóttir Sigurgeir Óskar Erlendsson afa- og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Lilja Jóelsdóttir frá Siglufirði, lést miðvikudaginn 6. febrúar. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 22. febrúar kl.14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á E-deild Sjúkrahúss Akraness. Marteinn Þór Kristjánsson Ásta Óla Halldórsdóttir Jóel Kristjánsson Helga Sigurrós Bergsdóttir Bryndís Hrönn Kristjánsdóttir Þórólfur Tómasson Kristján Haraldur Kristjánsson Margrét Þorvaldsdóttir Guðni Kristjánsson Kristbjörg Kemp Jónína Hafdís Kristjánsdóttir Guðmundur Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Birna Halldórsdóttir Dalalandi 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 25. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Sóltúns hjúkrunarheimilis (sími 590 6000). Laufey Vilhjálmsdóttir Samir Bustany Halldór Vilhjálmsson Bryndís Helgadóttir Sigríður Vilhjálmsdóttir Þórarinn Þórarinsson barnabörn og barnabarnabörn. 75 ára afmæli 75 ára í dag! Heiðursmaðurinn Arnþór Jónsson ( Addi rokk) dvalarheimilinu Holtsbúð Garðabæ, er 75 ára í dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.