Fréttablaðið - 21.02.2008, Blaðsíða 66
38 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR
menning@frettabladid.is
Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýningu á
verkum listakvennanna Freyju Önundardóttur
og Sigríðar Helgu Olgeirsdóttur í Gallerí 100°,
húsi Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1.
Hinar ólíku myndir orkunnar og kraftsins í
náttúrunni eru viðfangsefni í málverkum
Freyju og skúlptúrum Sigríðar Helgu. Sýning-
in hefur verið vel sótt og fengið góðar viðtök-
ur.
Sýningunni lýkur á laugardag, en þá verður
galleríið opið á milli kl. 13-17 og verða
listakonurnar á staðnum. - vþ
Sýningarlok í 100°
KRAFTBIRTING Sýningunni
lýkur nú um helgina.
Kl. 15.30
Í tilefni af alþjóðlegum móðurmáls-
degi UNESCO stendur Stofnun
Vigdísar Finnbogadóttur fyrir
málþingi í Þjóðminjasafninu í dag kl.
15.30. Á málþinginu verður fjallað
um móðurmálskennslu tvítyngdra
barna. Tvítyngi hefur aukist verulega
á Íslandi undanfarin ár og er því
fróðlegt að velta fyrir sér hvernig
menntastofnanir hafa brugðist við.
Aðgangur að málþinginu er ókeypis
og öllum opinn.
Enn og aftur dregur til tíðinda hjá Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Það hefur vart farið fram
hjá tónlistarunnendum að hljómsveitin er
einstaklega lunkin við að laða til sín góða
gesti. Einn slíkur kemur fram á tónleikum með
sveitinni í kvöld; enginn annar en sellósnilling-
urinn Daniel Müller-Schott. Hann leikur einleik
í sellókonsert eftir Joseph Haydn.
Müller-Schott er óumdeilanlega ein skær-
asta stjarna sellóheimsins í dag. Fimmtán ára
gamall vann hann Tsjaíkovskí-keppnina fyrir
unga tónlistarmenn í Moskvu og skömmu
síðar tók fiðlusnillingurinn Anne-Sophie Mut-
ter hann upp á arma sína og greiddi götu hans
í námi og upphafi ferilsins, sem hefur einmitt
verið einkar farsæll.
Mikil eftirvænting ríkir meðal íslenskra tón-
listarspekúlanta vegna komu Müller-Schotts,
og eru einungis örfá sæti enn óseld á tónleik-
ana í kvöld.
Auk sellókonsertsins verða á efnisskrá
hljómsveitarinnar tvö af ástsælustu verk-
um klassíska tímabilsins: forleikurinn að
Töfraflautunni eftir Mozart og Sveitasinfónía
Beethovens. Hljómsveitarstjóri er Norðmað-
urinn Eyvind Aadland. Tónleikarnir fara fram í
Háskólabíói og hefjast kl. 19.30.
Ekki má gleyma að minnast á súpufundi
Vinafélags Sinfóníuhljómsveitarinnar, en þeir
eru hugsaðir til þess að krydda tónleikaupp-
lifunina. Á súpufundunum fara fram tónleika-
kynningar og fræðsla fyrir tónleika og fer slíkur
fundur einmitt fram fyrir tónleikana í kvöld.
Þar mun Ingibjörg Eyþórsdóttir tónlistarfræð-
ingur fjalla um tónskáldin og verkin sem flutt
verða á meðan gestir gæða sér á veitingum.
Súpufundurinn verður haldinn á Hótel Sögu
og hefst kl. 18. Aðgangseyrir að fundinum er
1.200 kr. og allir eru velkomnir.
- vþ
Haydn í Háskólabíói
Hin hefðbundna febrúar-
frumsýning Íslenska dans-
flokksins er fram undan, en
á föstudag frumsýnir flokk-
urinn tvo verk, bæði eftir
áberandi norræna danshöf-
unda, Jo Strömgren hinn
norska, sem hefur þegar
vakið nokkra athygli hér á
landi, og nýtt verk eftir hinn
unga og efnilega danshöf-
und Alexander Ekman.
Báðir eru þeir í fremstu röð dans-
höfunda á Norðurlöndum þessi
misserin, Ekman er rísandi stjarna
en Strömgren er þegar orðinn virtur
um alla Evrópu fyrir dansverk sín.
Hann hefur áður unnið með dans-
flokknum, samdi fyrir hann verkið
Kraak 2001, en nú kemur hann hing-
að og vinnur verkið Kvart að þörf-
um flokksins og fær sér til liðsinni
hinn mikilsmetna fatahönnuð, Stein-
unni Sigurðardóttur, sem kemur nú
í fyrsta sinn að búningasköpun fyrir
dansflokk á sviði.
Frumsýningin á föstudag er einn
af hátindum í danslífi hér á landi, en
auk hennar eru fimm sýningar fyr-
irhugaðar á verkunum tveimur:
sunnudag og síðan 2., 7., 9., og 16.
mars. Sýnt er á Stóra sviðinu. Í verki
Strömgrens, Kvart, er dansað á
hvítu teppi og er ætlun höfundar að
rannsaka dans sem sést ekki oft á
sviði þá dansarar dansa fyrir hvorn
annan – líkt og þjóðflokkar í Kongó
gera eða hiphop-dansarar í úthverf-
um Parísarborgar. Tónlistin er eftir
finnska tónskáldið Kimmo Pohjon-
en.
Strömgren átti annað verk á
sviðum Borgarleikhússins fyrir
skemmstu, en sviðsetning hans á
Ræðismannsskrifstofunni var á
Nýja sviðinu í hans eigin sviðsetn-
ingu fyrir Leikfélag Reykjavíkur.
Jo Strømgren er viðurkenndur
einn helsti frömuður dansleikhúss
á Norðurlöndum og hafa verk hans
verið sýnd í um fimmtíu löndum.
Hann er fæddur í Noregi 1970,
heillaðist af bandarískum dans-
myndum sem unglingur og hóf að
læra jassballett. Fljótlega færði
hann sig yfir í ballett og nútíma-
dans. Um tvítugt hóf hann nám við
Listdansskóla Noregs og vann
síðan hjá Carte Blanche í Bergen
að námi loknu þar sem hann starf-
aði bæði sem dansari og danshöf-
undur. Þar vakti Strømgren fljótt
mikla athygli fyrir verk sitt Schizo
Stories fyrir bæði óvenjulegt lík-
amstungumál og húmor. Síðastlið-
ið vor kom hann til Íslands með
farandverkið sitt vinsæla Hospi-
tal. Verkið Kvart var upphaflega
samið árið 2004 í tilefni af afmæl-
ishátíð Oslo Danse Ensemble, en
hefur nú verið endurunnið og
þróað með Íslenska dansflokkinn í
huga.
Alexander Ekman semur nýtt
verk fyrir dansflokkinn: Station
Gray – Last Stop. Vísar titillinn í
umfjöllunarefnið – við fylgjumst
með hóp af eldra fólki sem er í leit
að æskunni. Verkið er húmorískt og
létt og tónlistin er úr mörgum
áttum.
Alexander fæddist árið 1984 í
Stokkhólmi og stundaði nám við
hinn Konunglega sænska ballett-
skóla og gekk síðan til liðs við Kon-
unglega ballettinn. Frá 2002 til 2005
starfaði hann með Nederlands Dans
Theater II. Þaðan fór hann svo til
Cullberg-ballettsins í Svíþjóð í eitt
ár og eftir það hefur hann starfað
sjálfstætt sem danshöfundur. Alex-
ander hefur samið verk fyrir meðal
annars Cullberg-ballettinn, Neder-
lands Dans Theater, IT-dansa, Bern-
ballettinn, Europe Danse í Frakk-
landi og ýmsa aðra flokka í Evrópu.
Árið 2006 hlaut Alexander önnur
verðlaun og gagnrýnendaverðlaun-
in á alþjóðlegri danshöfundakeppni
í Hannover með verk sitt Swingle
Sisters. Sama ár var hann einnig
nefndur sem ungur danshöfundur á
uppleið í árlegri útgáfu af Ball-
etTanz. Alexander byrjaður að eiga
við vídeólist og að festa dans á
filmu. pbb@frettabladid.is
Pör og gamalt fólk dansa
DANSLIST Jo Strömgren, hinn norski
leikhúsmaður, hefur áður unnið með
flokknum en setur hér upp eldra verk
sitt frá 2004, Kvart. MYND/ÍD/GOLLI
DANSLIST Alexander Ekman semur nýtt
verk fyrir ÍD, Station Gray – Last Stop.
Verður gaman að sjá dansara Íslenska
dansflokksins takast á við hreyfingar-
heim eldra fólks. MYND/ÍD/GOLLI
DANIEL MÜLLER-SCHOTT Ein skærasta stjarna
sellóleiks í dag.
Útvarpsleikhúsið á Rás 1 býður í kvöld kl.
22.20 upp á fjórða og síðasta kvöldið í fylgd
leikhúslistamannsins George Tabori. Að
þessu sinni er flutt eitt þekktasta leikrit
hans, Móðir mín hetjan. Sonur segir frá
móður sinni, dæmigerðri og dagfarsprúðri
konu, sem lendir í aðstæðum sem knýja
hana til að endurskoða þau verðmæti sem
hún trúði á og bregðast við þeim á óvæntan
hátt.
Á sunnudag heldur framhaldsleikritið
Nornirnar áfram kl. 15, en leikritið er gert
eftir vinsælli sögu Roalds Dahl. Í hlutverk-
um nornanna eru meðal annarra Brynhild-
ur Guðjónsdóttir og Jóhanna Vigdís
Arnardóttir. Vert er að geta þess að á eftir
hverjum þætti Nornanna á ung listakona einleik, þar sem hún kuklar í
útvarp. Þáttaröðin kallast Sírenur og næsta sunnudag er það Ásdís Sif
Gunnarsdóttir sem lætur að sér kveða. - vþ
Kvenfólk í útvarpi
BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR
Hún er ein nornanna ógurlegu
sem skelfa hlustendur Útvarps-
leikhússins næstu sunnudaga.
Þjóðmenningarhúsið efnir til mál-
þings í tengslum við sýninguna
Handan um höf – þýðingar og frum-
samin ritverk Helga Hálfdanarson-
ar í bókasal hússins á laugardag 23.
febrúar kl. 15.
Á málþinginu varpa frummæl-
endur hver sínu ljósi á verk Helga,
þeir fjalla um fræðiskrif hans og
skáldskaparrýni, jafnt sem þýðing-
ar hans á ólíkum verkum. Frum-
mælendur eru Eysteinn Þorvalds-
son, Ástráður Eysteinsson, Ásdís
Sigmundsdóttir og Sveinn Einars-
son. Auk þess les Borgar Garðars-
son leikari einræðu úr leikritinu
Prómeþeifur eftir Æskílos sem
Helgi þýddi. Gauti Kristmannsson
stýrir málþinginu. Málþingið verð-
ur með kaffihúsasniði og verður
veitingasala meðan á málþinginu
stendur en að því loknu býður Þjóð-
menningarhúsið gestum að þiggja
léttar veitingar. Málþingið er öllum
opið en það stendur í um tvær
klukkustundir. .
Handan um höf
BÓKMENNTIR Helgi Hálfdanarson, skáld
og þýðandi.