Fréttablaðið - 21.02.2008, Page 68

Fréttablaðið - 21.02.2008, Page 68
40 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR Út er komið á vegum Háskóla-útgáfunnar ritið Inngangur að miðöldum - handbók í íslenskri miðalda- sögu I eftir Gunnar Karlsson prófessor. Þar er gerð tilraun til að gefa yfirlit um stöðu fræða í íslenskum miðalda- rannsókn- um, vísað til rita um þetta sögulega fyrirbæri, farið yfir rannsóknarsögu og greint frá breytingum í áherslum og viðhorf- um fræðimanna. Lengsti hluti þess er yfirlit um heimildir - fornleifar, sögur, lög, skjöl og annála. Hefur höfundur lýst yfir að fleiri bindi í þessu verki séu í undirbúningi: um landnám, félagsgerð og bjargræði í samfélagi miðalda. Árni Björnsson hefur sent frá sér rit um þorrablót. Byggir verkið á fyrri ritum hans um þetta fyrirbæri í félagslífi þjóðarinnar, grafist fyrir um upphaf siðarins og endur- vakningu á 19. öld. Einnig um siði tengda þorra á okkar tímum. Nýjung er í ritinu af nótum við ýmis þorrakvæði sem hafa ekki birst um langt skeið, sum verið gleymd. Mál og menning gefur út. NÝJAR BÆKUR Tveir ólíkir viðburðir eru á dag- skrá Listasafns Reykjavíkur á löngum fimmtudegi í Hafnarhús- inu í kvöld. Annar er tengdur Vatnsmýrarsýningunni, sem lýkur einmitt í kvöld, en hinn er heimild- armynd á vegum Reykjavik Doc- umentary Workshop. Þó að við- burðirnir komi hvor úr sinni áttinni þá tengir Ítalía þá sterkum böndum en fyrirlesarinn og leik- stjóri myndarinnar eru báðir ítalskir. Ítalski arkitektinn Massimo Santanicchia er menntaður í Fen- eyjum og London og starfar nú sem kennari við Listaháskóla Íslands. Hann heldur fyrirlestur í fjölnotasal Hafnarhússins í dag kl. 17. Þar mun hann fjalla um fagur- fræði og tíðaranda í skipulagi borga. Safnið, ásamt Reykjavík Doc- umentary Workshop, býður svo upp á sýningu heimildamyndar- innar Ég er ekki eitt prósent í fjöl- notasal Hafnarhússins í kvöld kl. 20. Viðstaddur verður leikstjóri myndarinnar, Antonio Morabito. Að sýningunni lokinni mun leik- stjórinn svara spurningum úr sal. Myndin fjallar um heim anark- ista í ítölsku borginni Carrara, en hún er eins konar vagga alþjóð- legs anarkisma. Antonio Morabito dvaldi í tvö ár í borginni og veitir þannig áhorfendum innsýn í lítt þekktan heim sem oft er litinn hornauga. Í myndinni fylgjumst við með ritstjóra, háskólaprófess- or, myndhöggvara, sagnfræðingi og prentara ræða um anarkisma allt frá árinu 1894 fram til nútím- ans. Þeir ræða um hreyfingar eins og no-global og new-global, óstöð- ugan vinnumarkað og umhverfis- mál. Með því að skeyta saman við- tölum og sögulegu myndefni vekur myndin upp spurningar um sam- band anarkisma við ofbeldi, sam- félag og útópíu. Aðgangur að viðburðunum er ókeypis og öllum opinn. - vþ Skipulag og stjórnleysingjar SKIPULAGSMÁL Í BRENNIDEPLI Sýning á tillögum um skipulag Vatnsmýrarinnar stendur nú yfir í Hafnarhúsinu. LAUGARDAGUR 23. FEB KL. 17 TÍBRÁ: KVARTETT SÆUNNAR ÞORSTEINSDÓTTUR NOKKUR SÆTI LAUS SUNNUDAGUR 24. FEBKL. 20 TÍBRÁ: JUSSI BJÖRLING Töfrastund með goðsögninni í tónum, tali og myndum. NOKKUR SÆTI LAUS MIÐVIKUDAGUR 27. FEB KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR ARNDÍS HALLA ÁSGEIRSDÓTTIR OG KURT KOPETCKY Íslensk sönglög og aríur. NOKKUR SÆTI LAUS. Næstu sýningar Lau. 23. febrúar kl. 20 Lau. 1. mars kl. 20 Lau. 8. mars kl. 20 SÍÐ US TU SÝ NIN GA R Árshátíðir - Fundir - Ráðstefnur Treystu fagfólki fyrir þínu teiti     Hjá okkur færðu sali, veitingar, tæknibúnað og viðburðarstjórnun. Ef þú hefur salinn, getum við sent veitingar með eða án þjónustu. Þú mætir á staðinn, allt er tilbúið og þú hefur engar áhyggjur. 20 ára reynsla skilar þér vönduðum og eftirminnilegum viðburði. Teiti, veisluþjónusta Broadway Ármúla 9 108 Reykjavík - Sími: 533-1100 - teiti@teiti.is - www.teiti.is Skoðaðu árshátíðar vídeóin á teiti.is Sendu okkur fyrirspurn á teiti.is Veisluþjónusta Broadway Sólarferð e. Guðmund Steinsson fi m. 21/2, fös. 22/2 lau. 23/2 kl. 16 & 20 uppselt norway.today e. Igor Bauersima mið 20/2 örfá sæti laus Ívanov e. Anton Tsjekhov mið. 20/2, sun. 24/2 uppselt Baðstofan e. Hugleik Dagsson fi m. 21/2 uppselt, fös. 22/2 örfá sæti laus Vígaguðinn e. Yasminu Reza fös. 22/2, lau 23/2 örfá sæti laus Skilaboðaskjóðan e. Þorvald Þorsteinsson sun. 24/2 uppselt. Munið gjafakortin! 27. febrúar 28. febrúar 2.mars

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.