Fréttablaðið - 21.02.2008, Page 69

Fréttablaðið - 21.02.2008, Page 69
FIMMTUDAGUR 21. febrúar 2008 41 Litla svið Borgarleikhússins verður í kvöld undirlagt sýningum ungs fólks sem allar hverfast um líkamann með einum eða öðrum hætti. Sýningarnar eru afrakstur samstarfsverkefnis Borgar- leikhússins, Listaháskóla Íslands og Hins hússins. Boðið verður upp á sýningar eftir nemendur í 10. bekk Austurbæj- arskóla og nemendur af listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti, en þessir hópar urðu hlutskarpastir í hugmyndasam- keppni Borgarleikhússins sem bar titilinn „Viltu láta rödd þína heyrast?“ Að auki koma fram annars árs nemar í leiklistardeild Listaháskóla Íslands og sýna verk sem unnin eru í tengslum við námskeið sem fjallar um líkamann í sviðslistum. Leiklistar- nemar á þriðja ári sýna dansleik- húsverk undir stjórn Ólafar Ingólfsdóttur, Götuleikhús unga fólksins sýnir atriði utan húss og sérstakir gestir verða vinnings- hafar hæfileikakeppninnar Skrekks, hópur úr Hlíðarskóla, en vinningsatriði þeirra fjallaði einmitt um líkamann. Dag- skráin hefst kl. 20. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. - vþ Líkaminn frá ýmsum sjónarhornum VAXTARÆKTARTRÖLL Mannslíkaminn birtist í mörgum stærðum og gerðum. Tónlistarlegt uppeldi er öllum börnum til góðs. Dagur tónlistar- skólanna er nú á laugardag og miðar að því að vekja athygli á því mikla og góða starfi sem fer fram innan þessara stofnana. Í tilefni dagsins efnir Tónlistarskólinn á Akureyri til tónleika í Ketilhús- inu, frá kl. 11 til kl. 17 á laugardag. Þar koma fram nemendur á öllum stigum, einir sér eða í hópum, stór- um sem smáum. Haldnir verða tónleikar á klukkustundar fresti frá kl. 11 og lýkur dagskránni með Þorgerðar- tónleikum kl. 16, en þeir eru haldn- ir ár hvert til styrktar minningar- sjóði Þorgerðar Eiríksdóttur. Nemendur af framhaldsstigum skólans koma þar fram og leika fagra tóna fyrir gesti. Frítt er inn á alla tónleikana en tekið er á móti frjálsum framlög- um í Þorgerðarsjóð allan daginn. - vþ Dagur tónlistarskólanna UNGIR TÓNLISTARMENN Nemendur við Tónlistarskólann á Akureyri. Hársnyrtinemar athugið Staða laus á Rauðhettu og Úlfi num Upplýsingar í síma 511-4004

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.