Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2008, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 21.02.2008, Qupperneq 72
44 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Blómaval hefur undanfarin ár staðið fyrir námskeiðum fyrir þau fermingar- börn, og foreldra þeirra, sem vilja baka kransakökur sínar sjálf fyrir stóra daginn. Námskeiðin eru þegar farin af stað en það síðasta verður haldið laugardaginn 8. mars, og þá á Kaffi Edinborg á Ísafirði. Halldór Kr. Sigurðsson konditor- meistari leiðbeinir á námskeiðinu, þar sem þáttakendur munu gera sína eigin 40 manna köku. Hana er svo hægt að frysta þar til að fermingardegi kemur. Námskeiðin taka um tvær og hálfa klukkustund. Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráningu er hægt að finna á vef Blómavals, blomaval.is, en þátttökugjald er 4.990 krónur. Eigin kransakaka Franski rétturinn soufflé var afar vinsæll á árum áður, sama hvort um ostafrauð eða sætt frauð í eftir- réttinn var að ræða. Þó að margar hryllingssögur séu til af frauði sem fellur saman á örskotsstundu stend- ur soufflé þó enn fyrir sínu. Þessa uppskrift að súkkulaðifrauði má finna á síðunni taste.com.au, en henni er ætlað að vera auðvelt að fylgja. Hitið ofninn í 220°C. Smyrjið tvö 300 ml frauðform með smjöri og þekið botn og hliðar með strásykri. Kælið í 15 mínútur. Bræðið súkkulaði og rjóma saman í potti yfir lágum hita, hrær- ið þangað til blandan er jöfn. Takið af hitanum. Hrærið 2 eggjarauðum og koníaki saman við, breiðið yfir pottinn og látið standa í allt að 2 tíma. Þeytið eggjahvíturnar þar til stíf- ar, bætið sykri út í og þeytið áfram. Ef súkkulaðið er kalt, hitið varlega og blandið eggjunum varlega saman við. Hellið í formin, ekki alveg upp að brúninni. Bakið í 8-10 mínútur, þar til frauðið hefur lyft sér. Stráið flór- sykri yfir og berið fram samstund- is. Soufflé fyrir sálina SÚKKULAÐISOUFFLÉ Sætt súkkulaði- soufflé ætti að gleðja margar sálir á þessum árstíma. NORDICPHOTOS/GETTY > Ekki gleyma... ...valhnetunum, þó að jólin séu löngu liðin. Þær eru enn þá ljúffengar og tilvalin viðbót í hin ýmislegustu salöt. Svo eru þær líka stútfullar af hollum ómega-3 fitusýrum. Súkkulaðifrauð fyrir 2 Lint smjör, til að smyrja form ½ msk. strásykur + auka til að þekja form 90g gott, dökkt súkkulaði 75 ml rjómi 2 egg, hvítur og rauður aðskildar 1 eggjahvíta 1 msk. koníak Flórsykur NÁMSKEIÐ Í KRANSAKÖKU- GERÐ Blómaval stendur fyrir námskeiðum í kransaköku- gerð fyrir fermingarbörn og foreldra þeirra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I Hvaða matar gætirðu síst verið án? Ætli mér þætti ekki erfitt að hætta að borða brauð með lífrænu hnetusmjöri og sultu. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Ég hugsa oft um indversku máltíðina sem ég fékk í Prag árið 1990, þegar ég var á Interrail-ferðalagi. Það var ekkert langt síðan að landamærin voru opnuð og búðirnar allar hálftómar. Eini maturinn sem var í boði voru hráir hamborgarar í götuskýlum. Eftir þrjá daga fundum við indverskan stað, og ég held að við höfum setið við málsverðinn í svona 5 tíma. Ég man eftir metr- aháum stöflum af nan-brauði. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Eini maturinn sem ég man eftir að hafa átt erfitt með var sagógrjónagrautur í leikskólanum. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Mér finnst rosalega gaman að baka og er mikið fyrir dökkt súkkulaði. Ég nota varla súkkulaði án þess að setja smá viskí út í, það virkar alltaf. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Latte með góðu dökku súkkulaði. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Sítrónu og hvítlauk. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Ef við gefum okkur að það sé ísskápur á eyjunni myndi ég taka með mér kassa af hrísmjólk með kanilsósu, ég hef þrifist ansi vel á henni síðasta árið. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Ostrur. Ég fékk þær fyrst á enska markaðnum í Cork á Írlandi. Mér fannst þær mjög skrýtnar, sérstaklega þegar ég var búin að borða þrjár og einhver sagði að þær væru eiginlega lifandi. MATGÆÐINGURINN MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR SÖNGKONA Indversk máltíð í tómri Prag minnisstæð Í Norræna húsinu stendur nú yfir matarhá- tíðin Kræsingar og kæti. Þar er nýrri nor- rænni matargerðarlist gert hátt undir höfði með viðamikilli dagsskrá. Kræsingar og kæti er einn angi hinnar vinsælu matarhátíðar Food and fun, að sögn Ragnheiðar Har- vey, fjölmiðlafulltrúa Norræna hússins. „Þar sem Food and fun leggur mikla áherslu á norrænar matvörur og matargerð er tilvalið að við séum aðilar að þessu líka. Við stöndum nú einu sinni fyrir því að kynna það sem er áhugavert á Norðurlöndunum,“ segir hún. Stærsta Food and fun-hátíðin frá upphafi var opnuð í Norræna húsinu í gær, en þetta er í fyrsta sinn sem Ný norræn matargerðarlist verður kynnt á hátíð- inni. Svo heitir samstarfsverkefni Norðurlandaráðs sem leggur áherslu á að tengja fyrsta flokks matargerðarlist við hreint og ferskt hráefni norðurslóða, sjálfbærni, heilsu, gildismat og menningu Norðurlanda. Matarhátíðinni í Norræna húsinu lýkur á sunnu- dag, en af nógu er að taka þangað til. Norræna húsið býður upp á viðamikla fyrirlestradagskrá, og frá og með morgundeginum býðst gestum líka að skoða vörusýningu í kjallara hússins, þar sem hægt er að bragða á kræsingum frá Íslandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku. „Aðaláherslan þar er á lífrænar og vistvænar vörur, og það er margt spennandi að sjá,“ segir Ragnheiður. Af fyrirlestrum og öðrum viðburðum má til dæmis nefna matarinnsetningu frá finnsk-sænskum hjónum sem kynntar verða klukkan þrjú í dag og á morgun. „Þau gera matarinnsetningar úr matvörum sem síðan er hægt að borða. Önnur innsetningin kallast Norður- ljós, og henni fylgir sérsamin tónlist,“ útskýrir Ragnheiður. Þá er boðið upp á smökkun á epla-cider, víni og norrænum bjór. Aldurstakmark og aðgangs- eyrir er á þá viðburði en aðrir fyrirlestrar eru opnir öllum. Miðar á matarsýninguna kosta 1.200, og þá er hægt að nálgast á miði.is. Nánari upplýsingar um viðamikla dagskrá hátíðarinnar er að finna á heima- síðu Norræna hússins, www.nordice.is. sunna@frettabladid.is Norræn matargerð í fókus KRÆSINGAR OG KÆTI Þeir Einar K. Guðfinnsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og Össur Skarphéðinsson iðnað- arráðherra voru viðstaddir opnun Food and fun í Norræna húsinu í gær, en þar stendur nú yfir viðamikil matarhátíð að nafni Kræsingar og kæti. FOOD AND FUN Um fjörutíu kokkar frá tíu löndum taka þátt í stærstu Food and fun-hátíð frá upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.