Fréttablaðið - 21.02.2008, Síða 74

Fréttablaðið - 21.02.2008, Síða 74
46 21. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > ÆVI EMINEM Rapparinn Eminem hefur haf- ist handa við að skrifa ævi- sögu sína. Hún er væntan- leg í bókahillur í haust og mun einnig innihalda óbirtar myndir af rapparanum, uppköst að textum og skissur hans. Útgefand- inn segir bókina sýna hver Eminem er í raun og veru og kveðst viss um að hún verði ein af bókum ársins. Beyoncé Knowles fer með hlutverk blússöngkonunnar Ettu James í kvik- myndinni Cadillac Records sem er á leiðinni í framleiðslu. Adrien Brody, sem vann Óskarinn fyrir The Pianist, fer einnig með stórt hlutverk í myndinni. Cadillac Records fjallar um banda- ríska plötufyrirtækið Chess og stormasamt líf nokkurra stjarna þess, þar á meðal Muddy Waters, Chuck Berry og Etta James, sem sló í gegn með laginu I Just Want to Make Love to You. Brody mun leika Leonard Chess, stofnanda fyrirtækisins. Beyoncé ætlar að taka upp fjögur lög sem hljóma í myndinni, auk þess sem hún verður aðstoðarfram- leiðandi hennar. Jafnframt ætlar hún að gefa hluta af launum sínum fyrir myndina til Survivor-samtakanna, sem aðstoða eiturlyfjafíkla við að komast aftur á rétta braut. Beyoncé virðist ætla sér sífellt stærri hluti í Hollywood en hún var tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Dreamgirls. Beyoncé gerist blússöngkona BEYONCÉ Söng- og leikkonan Beyoncé leikur Ettu James í nýrri kvikmynd. ADRIEN BRODY Brody leikur á móti Beyoncé í næstu mynd sinni, Cadillac Records. Föndurverslun Síðumúli 15 S: 553-1800 Sjón er sögu ríkari Þungarokkssveitin Slayer hefur boðað komu sína á Hróarskeldu- hátíðina í sumar. Sveitin þurfti að aflýsa tónleikum sínum á hátíðinni í fyrra og ætlar að bæta upp fyrir það í ár. Slayer er ein virtasta þunga- rokkssveit heims og þykir virkilega öflug á tónleikum. Auk Slayer ætlar bandaríska sveitin Battle og hin þýska The Notwist að spila á Hróarskeldu í ár. Bætast þær í hóp sveitanna Radiohead, Chemical Brothers, My Bloody Valentine og Band of Horses sem munu spila. Slayer spila á Hróarskeldu SLAYER Rokkararnir í Slayer eru á leið- inni á Hróarskelduhátíðina. Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum hefur boðist til að hjálpa söngkon- unni Britney Spears við að komast í gegnum erfiðleika sína í einkalífinu. „Hún getur hringt í mig og komið og gist í húsinu okkar í nokkra mánuði,“ sagði Klum, sem er þriggja barna móðir og gift söngvaranum Seal. Búa þau saman í glæsivillu í Beverly Hills. „Ég myndi hjálpa henni að ná áttum. Mér þykir mjög leiðinlegt þegar ungar manneskjur lenda í svona miklum ógöngum,“ sagði hún. Vill Britney í heimsókn Von er á hollenska tónlistarmann- inum Fedde le Grand til Íslands. Fedde nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir í hnakkrænu danspoppi og hefur átt þrjú gríðarlega vinsæl lög á Íslandi, fyrst Put your hands up for Detroit, svo The Creeps og nú Let me think about it. Öll lögin hafa náð toppnum á vinsældarlista FM957, síðastnefnda lagið er nú í þriðja sæti á leiðinni niður. Samkvæmt Myspace-síðu Feddes er hann um þessar mundir á mikilli hnattreisu og meðal áfangastaða er Broadway í Reykjavík þar sem hann spilar 23. apríl. Fedde kom hingað síðast snemma í fyrra og lék við hvern sinn fingur fyrir dansþyrsta Íslendinga. Fedde snýr aft- ur til Íslands KEMUR AFTUR Í APRÍL Fedde Le Grand spilar á Íslandi. Fatahönnuðinum Thelmu Björk Jónsdótt- ur hefur gengið margt í haginn á síðustu árum. Nú síðast bar Noregsprinsessan Mette-Marit hárspöng eftir Thelmu við afhendingu Nóbelsverðlaunanna. Thelma, sem er búsett í París, hannar sérstakar hár- spangir og höfuðföt undir merkinu Thelma design. Spangirnar hafa gert mikla lukku og meðal annars birst á síðum breska Vogue. Þær prýddu einnig höfuð Bjarkar Guðmundsdóttur á síðasta tónleika- ferðalagi hennar, en nú síðast var það norska prins- essan Mette-Marit sem skartaði hárspöng frá Thelmu, og það við afhendingu Nóbelsverðlaunanna í desember síðastliðnum. „Ég vissi að hún ætti þessa spöng. Vinir mínir þekkja til hennar, og þeir keyptu þessa spöng af mér til að færa henni að gjöf,“ útskýrir Thelma. „Það var bara í nóvember í fyrra, eftir að ég sýndi í show- roomi hérna í París. Þau voru búin að segja mér að hún hefði verið ofsalega ánægð með hana, en maður veit svo sem aldrei. Að hún skyldi nota hana við þetta tækifæri er náttúrulega æðislegt, og bara mik- ill heiður fyrir mig,“ segir hún. Thelma er nú nýsnúin aftur til Parísar, eftir að hafa sýnt vörur sínar í Tókýó ásamt öðrum íslensk- um hönnuðum, á vegum Útflutningsráðs. Hárskraut hennar er nú fáanlegt í einum fimm verslunum í Tókýó, í Bon Marché í París, Trilógíu á Íslandi, á Ítalíu og í Þýskalandi. „Þetta gengur bara voðalega vel, ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Thelma. París hefur verið heimili Thelmu í tvö ár, en þar af varði hún hálfu ári í skólagöngu við École Lesage, þar sem nemendur læra aldagamlar handverkshefð- ir. „Chanel á 80 prósent í þessu fyrirtæki, sem gerir öll handbróderuðu og handgerðu efnin fyrir hátísku- sýningarnar hérna í París,“ útskýrir Thelma. „Stefn- an hjá þeim er að vera með skóla svo að kunnáttan deyi hreinlega ekki út. Ég bætti heilmiklu við mig og nota þetta mikið í spangirnar,“ segir Thelma, sem er alls ekki á leið heim, en gæti hugsað sér til hreyf- ings í austurátt. „Ég er mjög hrifin af Tókýó. Þetta er líka stór markaður og Japanarnir hafa verið hrifnir af minni vöru, svo hver veit nema ég færi mig aðeins um sess þangað,“ segir Thelma. sunna@frettabladid.is Spangir Thelmu vinsælar PARÍS-TÓKÝÓ Thelma Björk Jónsdóttir er búsett í París, en hárspangir hennar eru meðal annars fáanlegar í Tókýó, borg sem Thelma kveðst heilluð af. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „72 prósent? Já, það er eðlilegt. Allar þessar kannanir eru alger- lega ómarktækar. Þeir eiga að spyrja: Ferðu á skemmtistaði oftar en einu sinni í mánuði? Ef svo er ekki þarf ekkert að spyrja frekar,“ segir Kormákur Geirharðsson hjá Félagi kráareigenda. Nýleg könnun Capacent Gallup sýnir að 72 prósent aðspurðra eru frekar eða mjög hlynnt því að skemmtistaðir séu reyklausir. Kor- mákur telur þetta til marks um inn- gróna forræðishyggju því fyrir liggi að í það minnsta 72 pró- sent aðspurðra sæki ekki skemmtistaði og hafi það ekki í hyggju. Þegar tóbakslögin voru sett á biðu kráar- eigendur eftir öllu þessu fólki sem er fylgjandi reyklausum skemmti- stöðum en ekkert bólar á því heldur eru skemmtistaðaeigendur að horfa upp á um 30 pró- senta minni veltu. Félag kráareigenda heldur fund í dag og þá mun Kormákur leggja það til að þeir láti gera könnun sem mark er á tak- andi. Kráareigendur eru ekki búnir að leggja árar í bát en fyrir um mánuði varð borgaralegrar óhlýðni vart á skemmtistöðum og reyktu gestir þá á mörgum staðanna. Enda ástandið með öllu óþolandi að mati kráareigenda. Liggur fyrir lög- fræðiálit eigenda Barsins þar sem segir að þeir séu enda ekki ábyrgir fyrir því ef gestir kveiki sér í sígar- ettu heldur sé það á ábyrgð þess sem reykir. „Neinei, við fórum á fund heil- brigðisráðherra,“ segir enda Kor- mákur aðspurður hvort þeir séu búnir að leggja niður skottið. „Við skilum fljótlega til hans skýrslu þar sem við munum leggja þetta upp út frá okkar bæjardyrum og íbúum þessa lands sem reykja. Ástandið er vonlaust og við viljum sýna fram á að það er hægt að leysa þetta án þess að klagi upp á þá hina reyklausu,“ segir Kormákur. Hann segir Guðlaug Þór Þórðarson hafa tekið þeim ágætlega. „En... hann er náttúrlega... stjórnmálamaður og gaf ekki færi á sér.“ - jbg Vertar ekki lagt niður skottið KORMÁKUR Segir nýja könnun Capacent algerlega ómarktæka og stefnir að því að láta vinna marktæka könnun. REYKHERBERGI Á BARNUM Viðbrögð heilbrigðisráðherra voru þau að láta loka reykherbergi þingsins fremur en leyfa reykherbergi á börum. Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í fjórtánda skipti þriðjudaginn fyrir páska, 18. mars. Verðlaunum verður deilt út í átján flokkum og verður tilkynnt um tilnefningarnar á morgun. Þrjú atriði verða tilnefnd í hverjum flokki, nema í flokknum „lag ársins“, þar þykir ekki taka því að tilnefna færri en fimm lög. Þriggja til fimm manna dómnefndir funduðu stíft til að komast að niðurstöðu um tilnefningarnar. Nú verður sama fólk í sömu nefndum að funda stíft á ný og velja sigurvegara í hverjum flokki. Þeir sem tapa geta því huggað sig við það að niðurstaðan er bara val örfárra manna. Hátíðin verður haldin í Borgarleikhúsinu og að vanda verður Rúv með beina útsendingu frá henni. Verðlaunahátíð útvarpsstöðvar- innar FM957 sem vera átti í Háskólabíói 8. mars hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Brynjar Már Valdimarsson á FM957 segir að ýmsar ástæður séu fyrir frestuninni en lofar eftir sem áður „geðveikri“ hátíð þegar hún verður loksins haldin. Brynjar gat ekkert sagt um endanlega dagsetningu hátíðar- innar en lofaði þó að hún yrði á þessu ári. Tilnefningar á morgun MEÐ SKRAUT FRÁ THELMU Mette-Marit Noregsprinsessa bar hárspöng frá Thelmu við afhendingu Nóbelsverðlaunanna í desember síðastliðnum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.