Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 6
6 22. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is 400.000,- kr.AFSLÁTTURFullt verð kr. 2.250.000,- Tilboð kr. 1.850.000,- Aukahlutir: Grjótgrind, markísa, sólarsella og sjónvarpsloftnet STÓRLÆ KKAÐ V ERÐ Á NOTUÐ UM FER ÐAVÖG NUM Árgerð: 2005 Travel King 510 TKM SVEITARSTJÓRNIR Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, Hanna Birna Kristjáns- dóttir og Ólafur F. Magnússon fund- uðu sérstaklega í bakherbergi eftir borgarráðsfund í gær. Fundarefni borgarfulltrúanna þriggja er ekki vitað enda laumuð- ust þeir út um bakdyr eftir að þeir urðu þess áskynja að fjölmiðla- menn vildu ná af þeim tali. Hanna Birna, sem er forseti borgar- stjórnar, hafði áður gefið sig á tal við fulltrúa fjölmiðlanna til að stugga þeim frá tómum borgar- ráðssalnum. Þegar Hönnu Birnu var sagt að blaðamenn vildu ná tali af henni og Vilhjálmi sagði hún fund vera í gangi sem myndi standa lengi. Stuttu síðar upplýsti bílstjóri forseta borgarstjórnar að fundar- menn væru á bak og burt. Gísli Marteinn Baldursson, borgar fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem komið hafði fyrstur út af borg- arráðsfundinum, kvaðst ekkert hafa að segja um skoðanakönnun Capacent um fylgi við hugsanleg borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokks- ins. „Ég er ekki búinn að kynna mér hana. Ég veit ekki hver gerði hana og er ekki búinn að sjá nema hráar tölur,“ sagði Gísli, sem harðneitaði að svara fleiri spurningum. „Hún talar bara sínu máli,“ sagði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, um skoðana- könnun Capacent. Aðspurður sagði Kjartan enn fremur að ekkert væri að frétta af borgarstjóramálum sjálfstæðismanna. „Nei, Vilhjálm- ur er bara að hugsa sinn gang,“ svaraði hann. Eftir að Gísli Marteinn og Kjart- an höfðu gengið af borgarráðs- fundi kom Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, fram úr fundarsalnum. Dagur sagðist telja stöðuna innan borgarstjórnar- meirihlutans hamla eðlilegri starfsemi borgarinnar. „Fjölmiðl- ar eru ekki einir um að ná ekki tali af forsvarsmönnum meirihlutans. Það eru margir aðrir sem eiga brýn erindi við borgaryfirvöld sem fá engin svör,“ sagði Dagur. Fyrir utan Ólaf, Vilhjálm og Hönnu Birnu kom Óskar Bergsson, borgarfulltrúi framsóknarmanna, síðastur út af borgarráðsfundinum. Sagði hann þá aðspurður að þau þrjú væru þar enn innan dyra á fundi. „Ég held að þau séu á sjálfs- styrkingarnámskeiði,“ sagði borgar- fulltrúinn. gar@frettabladid.is Oddvitarnir laumuðu sér út um bakdyrnar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóraefni sjálfstæðismanna, Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, og Ólafur F. Magnússon véku sér undan blaðamönnum er þau fóru bakdyramegin út eftir fund sinn í Ráðhúsinu í gær. ÓSKAR BERGSSON Sagði þremenninga á sjálfsstyrk- ingarnámskeiði. KJARTAN MAGNÚS- SON Sagði Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson enn vera að hugsa sinn gang. BORGARRÁÐSHERBERGIÐ Oddvitar meirihlutans í borgarstjórn funduðu áfram í bakherbergi eftir borgarráðsfund í gær. Að þeim fundi loknum hurfu þeir á braut út um bakdyr meðan blaðamenn biðu þeirra fyrir framan borgarráðsherbergið. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA ODDVITAR SJÁLFSTÆÐIS- MANNA Hanna Birna og Vilhjálmur Þ. í borgar- stjórnarkosningum 2006. LÖGREGLAN Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, verður ekki ákærður af lögregl- unni þótt hann hafi opinberlega viðurkennt að hafa unnið peninga með því að spila póker um síðustu helgi. Pókerspil er enda leyfilegt. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn tekur fram að hann hafi ekki skoðað mál þing- mannsins til hlítar og geti því ekki tjáð sig um það sem slíkt. Hins vegar blasi við að sam- kvæmt almennum hegningarlög- um megi ekki hafa af því atvinnu að stunda eða hvetja til fjárhættu- spils eða halda úti spilavíti. Því sé í raun leyfilegt að halda pókermót, að því gefnu að um áhugamenn sé að ræða og húsráðandi eða móts- haldari græði ekki á því. Ekki standi í lögum að bannað sé að spila póker sem slíkan. „Og svo er póker ekki endilega það sama og fjárhættuspil,“ segir Friðrik. Hann sjái því ekki ástæðu til þess að rannsaka atferli þing- mannsins nánar. Þess ber að geta að Jón H. B. Snorrason aðstoðaryfirlögreglu- þjónn stöðvaði pókermót í sumar sem leið og sagði þá að mótið væri talið varða við hegningarlög. Sambærilegt fyrirkomulag mun hafa verið á mótinu sem þingmað- urinn sótti um helgina. Ekki náðist í Jón H. B. Snorrason. - kóþ Þingmaður Framsóknarflokksins verður ekki ákærður fyrir spilamennskuna: Ekki ólöglegt að spila póker SPILAPENINGAR Áhugamenn um póker geta vísað til þess að gildandi lög gera bingó og bridds í raun „ólöglegra“ en ýmsar gerðir pókers. Þegar þeir virðulegu leikir fara fram hagnast til að mynda húsráðandi allajafna. NORDICPHOTOS/GETTY VIÐSKIPTI Skipti, móðurfélag Sím- ans, hótuðu að draga sig út úr við- ræðum um kaup á slóvenska land- símanum, með bréfi sem sent var utan á föstudag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem nefndin sendi frá sér að loknum löngum fundi í fyrradag. Fyrir fram var búist við því að ákvörðun yrði tekin um hvort Skipti, móðurfélag Landsímans, eða tveir fjárfestingarsjóðir, fengju að kaupa slóvenska land- símann, Telekom Slovenije. Skipti hafa nú um margra vikna skeið beðið niðurstöðu nefndarinn- ar. „Við skrifuðum einkavæðingar- nefndinni bréf á föstudag. Fundur nefndarinnar var öðrum þræði viðbrögð við því,“ segir Pétur Ósk- arsson, upplýsingafulltrúi Skipta. Einkavæðingarnefndin segir í yfirlýsingunni að meta þurfi verð- mæti hluta í Skiptum sem boðnir séu fyrir slóvenska símann. Þá sé báðum bjóðendum gefinn kostur á að endurskoða tilboð sín fyrir lok mánaðarins. Til stóð að skrá Skipti á hluta- bréfamarkað hér fyrir áramót, en því var frestað fram í mars vegna viðræðna um kaup á slóvenska símanum. - ikh Seinagangur við einkavæðingu slóvenska símans reynir á þolinmæði bjóðanda: Skipti hótuðu að hætta við SÍMINN Móðurfélagið Skipti hótaði að draga sig út úr viðræðum um kaup á slóvenska símanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL „Mér finnast þessi skrif vera fyrir neðan allar hellur,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins um skrif Össurar Skarphéðinsson- ar, iðnaðarráð- herra um Gísla Martein Baldurs- son, borgarfull- trúa á heimasíðu ráðherrans. Fer Össur þar óvægnum orðum um Gísla Martein. Sigurði finnst ummælin vera „ótrúlega rætin“. „Ég sætti mig ekki við að ráðherra í ríkisstjórn sem ég styð fjalli með þessum hætti um einn af forystumönnum okkar í Reykjavík. Mér finnst eðlilegt og geri kröfu um að hann biðjist afsökunar á þessum orðum sínum,“ segir Sigurður Kári. - ovd Sigurður Kári ósáttur við skrif: Össur biðji Gísla afsökunar SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON LÖGREGLUMÁL Starfsmanni þeim í íþróttahúsinu í Borgarnesi sem notaði sköfu til að ná sex ára dreng úr sturtunni hefur verið veitt tiltal vegna rangra við- bragða hans við óþekkt drengs- ins. Málið er nú í föstu ferli. Þetta segir Indriði Jósafatsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Borgarbyggðar. Hann er yfir- maður íþróttahússins. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær óhlýðnaðist drengurinn þegar hann átti að fara úr sturt unni. Starfsmaður í íþrótta- húsinu notaði þá sköfu til þess að koma honum undan bununni með þeim afleiðingum að sá á drengn- um. Hann fékk áverkavottorð og málið var kært til lögreglu. - jss Sköfumálið í sundlauginni: Starfsmanni var veitt tiltal Vilt þú leyfa fjárhættuspil á Íslandi? Já 36,6% Nei 63,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú sátt(ur) við reykinga- bann á veitingastöðum? Segðu skoðun þína á Vísir.is ÁSTRALÍA, AP Jose Ramos-Horta, forseti Austur-Tímors, er kominn til meðvitundar á sjúkrahúsi í Ástralíu. Hann er á hægum batavegi, en læknar segja mánuði geta liðið áður en hann nær sér að fullu. „Ég held að Ramos-Horta forseti hafi einhvern skilning á því hvers vegna hann er hér og hvaða afleiðingar það hefur,“ sagði Paul Goldrick, læknir á gjörgæsludeild sjúkrahússins. Hann sagði Ramos-Horta þó enn vera „auman og syfjaðan“. Ramos-Horta var fluttur á sjúkrahús í borginni Darwin í Ástralíu eftir að reynt var að ráða hann af dögum á Austur-Tímor fyrr í mánuðinum. Hann hefur gengist undir fimm skurðaðgerð- ir. - gb Ramos-Horta á batavegi: Kominn til meðvitundar LEIT Lögreglan á Akureyri lýsir eftir 14 ára gamalli stúlku, Nadju Karitas Gullu Hallström. Nadja fór frá Dalvík fyrir hádegi á miðvikudaginn og er talið að hún hafi farið til Reykjavíkur. Nadja er grannvaxin, um 167 sentímetrar að hæð með stutt, tjásu- klippt, dökkt hár og var klædd í dökkar gallabuxur og svarta hettupeysu með hvítum myndum og í strigaskóm. Þeir sem kunna að vita um ferðir hennar eða hvar hún er niðurkomin eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Akureyri í síma 464-7705. Lögreglan lýsir eftir stúlku: Nadja Karitas Gulla Hallström PAKISTAN, AP Tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkar Pakistan hafa náð samkomulagi um stjórnarsamstarf eftir að þeir fengu mest fylgi flokka í kosningunum á mánudaginn. Leiðtogar flokkanna, Asif Ali Zardari, ekkill Benazir Bhutto, og Nawas Sharif, tilkynntu á sameiginlegum blaðamannafundi í gær um samstarfið og að smáflokkurinn Awami-þjóðar- flokkurinn ætti einnig aðild að stjórninni. Þeir forðuðust þó að tjá sig um hvort kallað yrði eftir afsögn Pervez Musharraf forseta. - sdg Valdaskipti í kjölfar kosninga: Stjórn mynduð í Pakistan NADJA KARITAS GULLA HALL STRÖM KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.