Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 57
FÖSTUDAGUR 22. febrúar 2008 25
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Við hvetj um les end ur til að
senda okk ur línu og leggja orð
í belg um mál efni líð andi stund-
ar. Grein ar og bréf skulu vera
stutt og gagn orð. Ein göngu er
tek ið á móti efni sem sent er
frá Skoð ana síð unni á vis ir.is.
Þar eru nán ari leið bein ing ar. Rit-
stjórn ákveð ur hvort efni birt ist
í Frétta blað inu eða Vísi eða í
báð um miðl un um að hluta eða
í heild. Áskil inn er rétt ur til leið-
rétt inga og til að stytta efni.
UMRÆÐAN
Fæðingarorlof
Einhver allra mesta della,
fyrir utan hið
svokallaða
kvótakerfi, er
fæðingarorlof-
ið. Þar er fólki,
ekki síst nýbur-
unum, mismun-
að á versta
máta, með mis-
háum greiðslum sem taka mið af
launum þess sem í orlofið fer. Slíkt
finnst mér heimskulegt, því að
það er einfaldlega engin goðgá hjá
þeim sem hafa hæstu launin að
taka sér frí til að sinna barni sínu.
Það er aftur á móti verra hjá þeim
lægst launuðu, þar sem endar ná
varla saman í heimilishaldinu.
Samt er það sama vinnan að sinna
afkvæmi sínu og ætti því að vera
jafnt metið til fjár.
Annar annmarki á þessari ójafn-
aðarmennsku er að ráðskast með
það í lögum hvernig foreldrar
skipta með sér fæðingarorlofinu.
Það vita allir skynsamir menn og
konur, að barnið þarf fyrst og
fremst á móður sinni að halda
fyrsta árið og þann tíma er karl-
maðurinn í flestum tilvikum í
aukahlutverki. Því ættu stjórn-
völd að sjá sóma sinn í því að
hætta allri ráðstjórn á þessu sviði
og leyfa foreldrum sjálfum að
ráða hvort eða hvernig orlofinu er
skipt.
Með því að gera ekki öllum jafnt
undir höfði, hvað laun í fæðingar-
orlofi varðar, finnst mér sem ríkið
brjóti mannréttindi og líti sum
börn verðmætari en önnur. Slíkt
er mikil ógæfa og óhæfa og gefur
þeim sem hagrætt geta launum
sínum ýmsa möguleika á að
svindla á kerfinu. Því legg ég til að
stjórnmálamenn ráðist þegar í að
breyta lögum um fæðingarorlof
þannig, að allir fái sömu mánaðar-
greiðslur með einu barni og hlut-
fallslega meira með fleirburum.
Þá mætti svo sannarlega lengja
fæðingarorlofið og leyfa foreldr-
um sjálfum að ráða hvernig og
hvort þeir skipta því á milli sín.
Það væri heillaspor og þjóð-
þrifamál að breyta hér um og gera
kerfið þannig úr garði að öllum
væri gert jafnt undir höfði.
Höfundur er fyrrverandi skóla-
stjóri og kennari.
Sömu laun fyr-
ir sömu vinnu
MATTHÍAS
KRISTINSSON
UMRÆÐAN
Hjálparstarf
Atburðir undanfarinna vikna í Kenía hafa ekki farið fram
hjá neinum hér á landi – um 1.000
manns hafa látist og hundruð þús-
unda eru á flótta frá heimilum
sínum. Samfélagið hefur verið
meira og minna lamað, fólk kemst
ekki leiðar sinnar og á erfitt með
að nálgast brýnustu nauðsynjar.
Á síðustu dögum hafa vaknað
vonir um að ástandið sé að lagast,
en það verður í besta falli brot-
hættur friður og þótt það gangi
eftir mun taka langan tíma fyrir
samfélagið að jafna sig efnahags-
lega og enn lengri tíma til að brúa
þá djúpu gjá sem hefur myndast
á milli hópa í
landinu.
Starf Vina
Kenía má rekja
aftur til ársins
2002, en þeir
hafa stutt við
starf sjálfboða-
liða í Nairóbí,
Nakuru, Kis-
umu og Migori,
aðallega kvennahópa sem vinna að
því að sinna þörfum munaðar-
lausra barna á þessum svæðum,
auk ýmissa tilfallandi verkefna.
Þessir hópar reka miðstöðvar sem
deila út mat sem á annað þúsund
börn njóta góðs af. Þar á meðal eru
rúmlega hundrað börn sem hafa
íslenska stuðningsforeldra sem
greiða fyrir mat og annað fyrir
þau. Þar sem flestir hóparnir rækta
líka ýmislegt matarkyns gerir þessi
stuðningur frá Íslandi þeim kleift
að hjálpa mun fleiri börnum. Vinir
Kenía hafa þar að auki sent út not-
aðar tölvur, stutt við herferðir gegn
malaríu með því að kaupa moskító-
net, byggt skólabyggingar og ýmis-
legt fleira. Þá hafa alls um 20
Íslendingar farið til Kenía í tengsl-
um við félagið og starfsemina þar.
Borgirnar Kisumu og Nakuru
eru þær borgir sem hvað mest hafa
verið í fréttum undanfarið vegna
óeirðanna. Í þeim eru um 70%
þeirra barna sem íslenskir stuðn-
ingsforeldrar styðja. Samstarfs-
aðilar Vina Kenía hafa því verið í
eldlínu þessara átaka. Undanfarið
hafa Vinir Kenía safnað fé og sent
út til þess að aðstoða við brýnustu
þarfirnar. Á heimasíðunni www.
multikulti.is, undir Vinir Kenía, má
sjá skýrslu frá Kisumu þar sem
koma fram upplýsingar um þær
raunir sem fólk á þessum slóðum
hefur þurft að þola og myndir frá
útdeilingu matar og fatnaðar sem
keypt var fyrir fé frá Vinum
Kenía.
Stuðningsmenn félagsins hafa
brugðist vel við hjálparbeiðnum
frá Kenía og kunnum við þeim
kærar þakkir, en betur má ef duga
skal og geta þeir sem vilja leggja
okkur lið lagt inn á: 0303-26-072142,
kt. 580107-2140. Allt fé sem safnast
fer óskert út, öll umsýsla hér á
landi er unnin í sjálfboðavinnu.
Höfundur er í stjórn félagsins
Vinir Kenía.
Vinir Kenía
KJARTAN JÓNSSON