Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 22. febrúar 2008 Tilfinningatjón er ekki metið til fjár Það er góð regla að lesa vel tryggingaskilmálana, þeir eru sá grundvöllur sem samskipti þín og TM byggjast á. Hringdu í síma 515 2000 eða farðu á www.tm.is og fáðu skýr svör. ÍS L E N S K A /S IA .I S /T M I 41 09 8 02 /0 8 Áfallahjálp hjá TM Þeir sem eru vel tryggðir fá efnisleg verðmæti sín bætt, en eftir stendur oft tilfinningatjón sem ekki verður metið til fjár. Það er vel þekkt staðreynd að áföll eða slys geta haft í för með sér áfallastreitu og leitt til langvarandi áfallaröskunar ef ekki er gripið í taumana. TM gengur nú skrefinu lengra í þjónustu sinni og er eina tryggingafélagið á Íslandi sem býður tjónþolendum upp á áfallahjálp. Áfallahjálpin er veitt af sálfræðingi og er innifalin í Heimatryggingu TM. Þannig vinnum við saman úr áfallinu og stuðlum að því að það hafi ekki neikvæðar afleiðingar til lengri tíma fyrir viðskiptavini okkar. Áfallahjálp TM TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.is BRÉF TIL BLAÐSINS UMRÆÐAN Þróunarmál Ef einhver frasi í íslenskri umhverfis- verndarumræðu er þreyttur og fótum troð- in er það sá sem segir að „náttúran njóti vaf- ans“. Ekki man ég hve- nær það gilti síðast. En ég hrífst af því sem hið „vanþróaða“ ríki Namibía gerir á mörgum ferðamannastöðum sínum og þjóðgörðum. Namibía þiggur þróunaraðstoð frá Íslend- ingum; en við getum margt lært af hérlendum um þessi mál. Nýlegt dæmi er staðurinn Twyfelfontain sem samþykktur var á heims- minjaskrá UNESCO, enda eru þar mörg þúsund ára myndskreyting- ar frumbyggja á steinum í eyði- mörkinni. Svæðið er afgirt og bíla- stæði í nokkurri fjarlægð. Allir greiða aðgang í litlu aðkomuhúsi þar sem er smekkleg sýning og útskýringar á því sem markvert er á staðnum. Húsið er fallega hannað, gert úr náttúrulegum efnum sem falla í umhverfið og hægt að rífa það án ummerkja ef einhvern tímann verður þörf fyrir. Allt afturkræft. Enginn fer inn á svæðið nema í fylgd með leiðsögu- manni og aldrei fara fleiri saman en átta í einu í hópi. Allt er skipu- legt og þess gætt að einungis til- tekinn fjöldi ferðamanna sé á svæðinu hverju sinni. Annað merkissvæði í landinu er Ethosa þjóðgarðurinn sem átti 100 ára afmæli í fyrra. Það var stór- kostleg framsýni sem lá að baki þess að svæðið var friðað: Þarna eru dásamlegar villidýralendur sem teljast með því besta í Afríku. Upphaflega friðlandið var á stærð við Ísland, en því miður hefur verið gengið á það á liðinni öld; eftir er svæði sem er á stærð við fjórðung Íslands. Á stærð við mið- hálendið okkar. Hvað ef við varðveittum okkar land svona? Ég gat ekki varist því að hugsa um hálendi Íslands þegar ég heimsótti garðinn nokkrum sinnum í fyrra. Auðvitað gilda þarna reglur sem mótaðar eru af því að í garðinum eru grimm villidýr og hættuleg fólki. En draga má ákveðnar sam- líkingar. Ethosa er vandlega afmarkað svæði og þangað fer enginn inn nema um ákveðnar leiðir gegnum skráningarhlið. Ökutæki og fjöldi farþega er skráður, einnig ætlaður dvalartími. Hvergi má gista nema á afmörkuðum svæðum sem tekin eru frá, þar bjóðast góð hótelher- bergi með þægindum og þjónustu sem og tjaldstæði. Þessi þjónustu- svæði eru aðeins þrjú í garðinum öllum, þar eru matsölustaðir, gisting og leiðsögn. Athygli vekur að 100 ára afmælið var notað til að gera upp þessa staði og það gert í lát- lausum en fallegum stíl sem er samhæfð- ur; greinilegt að fólk með smekk kom að. Engar kofaþyrpingar, að hruni komnir bens- ínskúrar eða gámar á víð og dreif eins og íslenski stíllinn segir til um. Allir verða að vera í náttstað fyrir sól- setur. Umferð er algjörlega bund- in við ákveðna slóða, annars stað- ar er merkt að ekki megi aka, og auðvitað hvergi utan vega. Merk- ingar eru látlausar og falla vel að umhverfi, allir fá vandað kort sem sýnir það helsta og hvar má fara. Enginn má fara út úr bílnum nema á afmörkuðum hvíldarsvæðum og útsýnisstöðum. Hluti af garðinum er lokaður ferðamönnum nema í fylgd leiðsögumanna. Ströng við- urlög gilda ef reglur eru brotnar. Hófleg gjöld standa undir hluta kostnaðar. Náttúran nýtur ekki vafans, hún á réttinn. Dýr, gróður, vatn – allt sem gerir garðinn að því undri sem hann er nýtur for- gangs; maðurinn er gestur. Ef svona gilti um hálendi Íslands? Namibíumenn búa að þeirri fram- sýnu ákvörðun að gera Ethosa að þjóðgarði fyrir öld. Fólk flýgur í sólahring og ekur dagleið til að komast frá Evrópu til Ethosa að skoða. Það er núna fyrst að við Íslendingar silumst til þess að búa til Vatnajökulsþjóðgarð, og hálendið er stjórnlaust. Hálendis- þjóðgarður Íslands væri í 2-3ja klst. fjarlægð frá helstu heims- borgum Evrópu. Auðvitað höfum við ekki villidýrin afrísku. En margt annað sem er einstætt og fagurt svo undrun sætir. Jökla, eldfjöll, hveri, auðnir og þögn sem gott væri að gefa forréttindi á Íslandi, svo margir fái notið um framtíð. Við gætum leyft fjöl- breytta og frjálsa fjallamennsku í bland við skipulagða þjónustu við þá sem slíkt vilja kaupa. En í stað þess að fylgja fordæmi Namibíu er draslaramenning á hálendinu, fífldjörf ævintýramennska, skipulagslaus og ljót þjónustu- svæði og eftirlitslaus umferð. Náttúran nýtur nauðgunar og á lítinn rétt sem enginn gætir af trúmennsku enda engin heildar- stefna í gildi. Þingvellir komust á heimsminjaskrá, en í stað þess að gera eins og Namibíumenn við Twyfelfontain, leggjum við hrað- braut í gegn. Kannski við ættum að biðja um þróunaraðstoð frá Namibíu? Höfundur starfar fyrir Þróunar- samvinnustofnun í Namibíu. Þróunaraðstoð við Ísland? STEFÁN JÓN HAFSTEIN Framtíðarlykillinn brotinn Maja Loebell framhaldsskólakenn- ari skrifar: Íslenska stúdentsprófið hefur hingað til verið metið sem lykill að háskóla- námi sem opnar dyr að flestum háskólum bæði hérlendis og erlendis. Með sumum breytingum sem fyrirhugaðar eru í frumvarpi um nýja menntastefnu er þessi lykill brotinn. Margt í frumvarpinu er óljóst en virðist stefna í þá átt að gera íslenska stúdentsprófið að gagnslitlu plaggi. Nú þegar er Háskóli Íslands tekinn að íhuga að taka upp fornám og inn- tökupróf fyrir nemendur sem útskrif- ast eftir breytingarnar sem lagðar eru til í frumvarpi menntamálaráðherra. Ekki þarf að spyrja að því hvernig íslenska stúdentsprófið verður metið erlendis fyrst heimamenn taka það ekki lengur gilt sem undirbúning að háskólanámi. Ætli íslenskir stúdentar verði þá settir á sama bekk og náms- menn frá þróunarlöndum þar sem skólakerfið er víða ekki í stakk búið að undirbúa þá undir háskólanám og þurfi því að sitja í fornámsdeildum með tilheyrandi kostnaði? Er þetta það sem við viljum? Leitum til Hjálmars Jón Eyfjörð skipstjóri skrifar: Ég tel að í þeirri stöðu sem fiski- fræðingar telja að loðnustofninn sé í núna þá eigi að kalla til okkar fremsta fiskifræðing á sviði uppsjávarfiska (loðnu og síldar), Hjálmar Vilhjálms- son, og fela honum stjórn þessara mála næstu daga og vikur. Hann er sá maður sem ég hef leitað mest til í minni skipstjóratíð undanfarin tuttugu og fimm ár. Ég hef átt við hann ófá símtölin þegar ekki finnst loðna eða síld. Ég veit að ég tala fyrir munn okkar margra skipstjóranna sem höfum unnið með Hjálmari í gegnum tíðina. Skora ég á Hafró að taka þessa ábendingu til greina. Það er allt of mikið í húfi til að menn séu að taka ákvarðanir sem kannski eru ekki réttar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.