Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 42
● fréttablaðið ● suðurland 22. FEBRÚAR 2008 FÖSTUDAGUR6 Fyrirhugað er að reisa bjórverk- smiðju í Vestmannaeyjum eftir því sem fram kemur á fréttavefn- um suðurlandið.is. Gera áætlan- ir ráð fyrir að verksmiðjan geti framleitt 320 þúsund lítra á ári og hefur bjórinn þegar fengið nafn- ið Volcano-bjór enda framleiddur í návígi við eldstöð. Gert er ráð fyrir að fyrsti bjór- inn verði tilbúinn í byrjun sumars á þessu ári en enn er verið að leita að heppilegu húsnæði undir starf- semina. Haft er eftir Björgvini Þór Rún- arssyni, öðrum eigenda 2B Comp- any, að áhugi sé fyrir því að verk- smiðjan fari í nýtt húsnæði sem verður byggt á lóð við Græðis- braut, nánar tiltekið við gömlu smurstöðina. Þó er ekkert fast í hendi enn sem komið er og vel getur verið að einhver töf verði á framkvæmdinni og þá opnun bjór- verksmiðjunnar. Eldfjallabjór í Eyjum Bjór verður framleiddur í Eyjum á árinu. ● NÝTT ÍBÚÐAHVERFI VIÐ FLÚÐIR Lítið framboð hefur verið á lóðum á Flúðum hin síðari ár. Nú sér fyrir endann á þeim vanda enda búið að leggja fram fyrstu drög að tillögu um íbúðabyggð í landi Laxárhlíðar. Þar er gert ráð fyrir 57 íbúðum í einbýlishúsum, parhúsum og fjölbýli en stefnt er á að lóðirnar komist í gagnið með haustinu. Fyrir utan framtíðarlóðir við Laxárhlíð eru nú nokkrar lóðir á lausu í Hofatúni sem brátt er fullbyggt og hugmyndir eru um að ljúka gatna- framkvæmdum þar í ár eða á næsta ári. Einnig er verið að skoða gatna- framkvæmdir í öðrum hverfum þar sem enn er ekki komið varanlegt slitlag á götur. Einnig eru lausar lóðir í Högnastaðaás en þar er gert ráð fyrir tveggja hæða húsum. Þá eru einnig lausar iðnaðarhúsalóðir, ein garðyrkjulóð og hesthúsalóðir í hesthúsahverfinu. Flúðir Í Vestmannaeyjum er fjölskrúðugt frumkvöðlastarf. Eyjaköfun, köfunar- skóli, er eitt þeirra nýju verkefna sem fram undan eru og mun skólinn hefja starfsemi í vor. „Köfunarskólinn mun verða með mjög fjölbreytta starfsemi og verður eini sinn- ar tegundar hér á landi,“ segir Páll Mar- vin Jónsson, sjávarlíffræðingur við Há- skóla Íslands í Vestmannaeyjum og kafari, sem er í undirbúningshóp köfun- arskólans í Vestmannaeyjum. Verkefnið er þverfaglegt samstarf stofnana og fyrirtækja og meðal mark- miða er fjölbreyttari ferðaþjónusta og aukið framboð í fræðslu og menntun í samvinnu við Háskóla Íslands. „Starf- semin skiptist má segja í tvennt. Annars vegar verður í boði köfun fyrir ferða- menn sem afþreying. Það er engin köfun- arþjónusta á Suðurlandinu að höfuðborg- arsvæðinu undanskildu og því mikil eftir- spurn,“ útskýrir Páll og heldur áfram: „Hins vegar er í boði þríþætt nám. Fyrst er það almennt sportköfunarnámskeið sem gefur réttindi til köfunar niður á átján metra dýpi hvar sem er í heimin- um. Síðan eru námskeið sem ganga út á atvinnuköfun og veita réttindi til rann- sókna og björgunar. Í þriðja lagi eru það námskeið sem veita einingar í sjávarlíf- fræði við Háskóla Íslands. Þar er meðal annars farið í aðferðafræði, greiningu og sýnatöku, ásamt dýrafræði neðansjávar og sjávarvistfræði,“ segir Páll og bætir við að einnig verði komið á samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Náttúran neðansjávar við Vestmanna- eyjar er bæði tilkomumikil og fjöl- skrúðug að sögn Páls sem hlakkar til að bjóða gestum í kaf. „Það er mikil eftir- spurn meðal ferðamanna eftir köfunar- þjónustu í Eyjum. Þjónusta fyrir ferða- menn hefst í vor ef allt gengur eftir áætlun. Sjálft námið er enn á teikniborð- inu og það skýrist von bráðar hvenær það hefst,“ segir Páll sem vílar ekki fyrir sér að kafa í köldum sjónum við Íslands- strendur. „Ég lærði köfun í Þrándheimi í Noregi. Þar þurfti ég að hoppa í sjóinn í höfninni í kulda og kolniðamyrkri sem eru ekki spennandi köfunaraðstæður. Að- staðan í Eyjum er mun betri. Sjórinn á Íslandi er alltaf 4-13 gráður, bæði sumar og vetur, en það er ekkert vandamál í góðum þurrbúningi,“ segir Páll. -rh Á bólakaf í Vestmannaeyjum Margrét Lilja Magnúsdóttir, Sigurmundur Gísli Einarsson, Páll Marvin Jónsson, starfsfólk Kafaraskólans, ásamt Jóni Marvini Pálssyni sem brá sér í kafarabúning. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Fjölbreyttar og skemmtilegar sýningar mánaðarlega. 9. feb. – 16. mars. Þetta vilja börnin sjá – myndskreytingar úr íslenskum barnabókum. Upplýsingamiðstöð ferðamanna. Sumaropnun alla daga kl. 9-19 · Vetraropnun um helgar kl. 13-17 Aðrir tímar samkvæmt samkomulagi Köfunarskólinn í Eyjum verður sá eini sinnar teg- undar á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.