Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 68
36 22. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Steinþór Helgi Arnsteinsson Fortíðarþrá og nostalgía er stór þáttur í listsköpun margra tónlistar- manna. Leitað er til bernskuáranna og fyrir unga tónlistarmenn dagsins í dag er fátt eins einkennandi fyrir uppvaxtarárin og leikja- tölvur. Hljóð úr leikjatölvum á borð við Atari, Nintendo og Sega hafa verið notuð um nokkurt skeið í tónlistarsköpun ýmissa tónlistarmanna og hafa sumir allt að því sérhæft sig í að spila stef goðsagnakenndra leikja á borð við Zelda, Mario Bros og Donkey Kong. Aðrir nýta sér hljóðheim tölvuleikjanna, taka jafnvel hljóðkortið úr þeim, tengja við hljómborð sitt og hanna þannig einhvers konar 8-bita hljóðgervil. Hér á Íslandi má hæglega benda á tvær hljómsveitir, Retron og Japanese Super Shift (reyndar hefur lítið heyrst frá síðarnefndu sveitinni undanfarið), sem leita í grunn gömlu leikjatölvanna. En frá vestri, nánar tiltekið Toronto í Kanada, kemur geysilega áhugaverð sveit að nafni Crystal Castles sem sver sig í hinn títtnefnda tölvuleikjatónlistarættbálk. Sveitin minnir reyndar á tímum um margt á Retron en er þó heldur raftónlistar- væddari og ekki eins rokkuð. Crystal Castles hefur verið starfandi í nokkur ár og hefur umtal um sveitina vaxið gríðarlega undanfarið, eða allt frá því að sveitin sendi frá sér sína fyrstu sjö tommu í lok árs 2006. Í fyrra vann sveitin svo með L.A. hávaðarokksveitinni HEALTH og var útkoman í meira lagi eftirtektarverð. Í næsta mánuði er síðan von á fyrstu breiðskífu Crystal Castles. Erfitt er að skilgreina tónlist Crystal Castles nákvæmlega en ekki verður annað sagt en að hljómurinn sé einstakur og spennandi. Spastískt tölvuleikjaraftónlistardanspopp eru líklegast orðin sem lýsa Crystal Castles best. Með því að hlusta á lög á borð við Alice Practice, Air War og xxzxczx me ættu flestir að átta sig á því hvað ég meina. Endilega skellið ykkur þess vegna inn á MySpace síðu sveitarinnar, myspace.com/crystalcastles, þar kennir svo sannarlega ýmissa grasa. Spastískt tölvuleikjapopp > Í SPILARANUM Michael Jackson - Thriller: 25th Anniversary Edition The Raveonettes - Lust Lust Lust The Mountain Goats - Heretic Pride Atlas Sound - Let The Blind Lead Those Who Cannot See Adele - 19 MICHAEL JACKSON ADELE Söngkonan Mary J. Blige hefur verið áberandi síðustu ár. Líf þessarar fyrrverandi úthverfastelpu frá New York hefur tekið miklum stakkaskiptum frá því að fyrsta platan henn- ar, What’s the 411, kom út fyrir tæpum sextán árum. Hún var að senda frá sér sína áttundu plötu, Growing Pains. Trausti Júlíusson spáði í Mary. Mary J. Blige er ein af fáum lista- mönnum í r&b og soul-deildinni sem hefur vaxið stöðugt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Hún vakti athygli fyrir mikla söng- hæfileika strax á fyrstu plötunni What’s the 411 sem kom út árið 1992. Sú plata sló í gegn, enda náði hún að höfða til breiðs hóps hlust- enda. Söngtilþrifin höfðuðu til gamalla soul-aðdáenda (Hún fékk bæði viðurnefnið „hin nýja Aretha Franklin“ og „hin nýja Chaka Khan“) og taktarnir og yfirbragð tónlistarinnar höfðuðu til hiphop- kynslóðarinnar. Segja má að vinsældir hennar hafi náð hámarki með plötunni The Breakthrough sem kom út árið 2005. Hún seldist gríðarlega vel (700 þúsund eintök í Bandaríkjun- um í fyrstu vikunni!) og fyrir hana fékk Mary þrenn Grammy-verð- laun. Á The Breakthrough var meðal annars útgáfan af One sem hún söng með U2 en það lag opnaði augu margra nýrra aðdáenda fyrir hæfileikum hennar. Karaókí í mollinu Mary J. Blige fæddist í Bronx 11. janúar 1971. Hún fluttist ung til Savannah í Georgíu-ríki þar sem hún söng meðal annars í kirkju. Eftir að pabbi hennar lét sig hverfa sneri hún aftur til New York-úthverfisins Yonkers með móður sinni og systur þar sem hún eyddi unglingsárunum. Þær mæð- gur bjuggu í dæmigerðu fátækra- blokkahverfi og lífsbaráttan var stundum erfið. Árið 1988 þegar Mary var 17 ára tók hún upp útgáfu á Anitu Baker- laginu, Caught Up in the Rapture í karaókí-stúdíói í verslunarmið- stöðinni í hverfinu. Hún fór með upptökuna á skrifstofur Uptown- plötufyrirtækisins þar sem Andre Harrell stjórnandi þess heyrði hana og gerði samning við Mary árið eftir. Vaxtarverkir Þó að á yfirborðinu hafi Mary alltaf verið með allt á hreinu þá horfir málið öðruvísi við þegar betur er að gáð. Í gegnum allan ferilinn og fram til ársins 2003 barðist hún við ofneyslu áfengis og fíkniefna. Hún lýsti því síðar hvernig áfengi og dópi var stöðugt haldið að henni og hún hafði ekki viljastyrk til þess að berjast á móti því. Það var hins vegar tvennt sem fékk hana til að hætta. Í fyrsta lagi vakti dauði söng- konunnar Aaliyuh hana til umhugs- unar og svo setti nýi kærastinn henni úrslitakosti. Í dag er Mary gift og laus úr ánauð fíkniefnanna. Nýja platan, Growing Pains, er gerð með hópi af upptökustjórum og lagahöfundum og yfirbragðið er jákvæðara og hressara en stundum áður hjá Mary. Á meðal laga má nefna smáskífulagið Just Fine sem Tricky Stewart and the Dream eiga heiðurinn af, en það er sama teymi og gerði ofursmellinn Umbrella með Rihönnu, Neptunes-lagið Till the Morning og lokalag plötunnar, hið ljúfa og poppaða Come to Me (Peace) sem er uppáhaldslag Mary á plötunni. Vaxtarverkir Maríu > Plata vikunnar Þursaflokkurinn - Hinn íslenzki Þursa- flokkur (5 diska kassi) ★★★★★ „Plötukassinn með Þursaflokknum inniheldur allar fjórar plötur einnar af höfuðsveitum íslenskrar poppsögu og 70 mínútna aukadisk með fágætu efni. Flottur pakki sem hæfir flottri sveit.“ TJ Fjöldi íslenskra tónlistar- manna tekur þátt í „íslenskri viku“ sem hófst á dögunum á heimasíðunni Amiestreet.com í samstarfi við Iceland Music Export. Fjölmörg íslensk lög eru skráð til sölu á síðunni og hafa flytjendur á borð við Bloodgroup, Reykjavík!, Skáta, raftónlistarmanninn \7oi og Jóhann G. Jóhannsson hlotið fjölda meðmæla og rokið upp í sölu í kjölfar átaksins. Verð laga á Amiestreet ræðst af vinsældum þeirra. Lögin eru fyrst um sinn ókeypis en hækka í verði eftir því sem oftar er náð í þau. Íslenskt á Amiestreet BLOODGROUP Hljómsveitin Bloodgroup tekur þátt í „íslenskri viku“ á Amiestreet. MARY J. BLIGE Afburðasöngkona eins og margir tóku eftir þegar hún tók lagið One með U2 og gerði það samstundis að sínu... „Við erum ennþá að fínpússa þetta en það er búið að velja tíu bönd af um það bil fjörutíu sem koma fram,“ segir Örn Elías Guðmunds- son, einn skipuleggjenda tónlistar- hátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Hátíðin verður haldin á Ísafirði um páskana, 21.-22. mars. Þau bönd sem staðfest hafa verið eru Bob Justman, Hjaltalín, Retro Stefson, Sprengjuhöllin, XXX Rottweiler, Sign, SSSól, Múgsefjun, Mysteri- ous Marta og Morðingjarnir. Alls sóttu um hundrað hljóm- sveitir um að fá að spila á hátíðinni. Segir Örn að búið sé að loka fyrir umsóknir en á næstu dögum verður dagskrá hátíðarinnar kynnt að fullu. „Þetta er erfitt val. Ég er búinn að hlusta á hvert einasta lag sem sent var inn.“ Örn segir að ákveðin lands- byggðar pólitík sé að baki valinu á hljómsveitunum. Þannig hafi Rott- weiler fengið að spila af því Erpur hafi tengsl vestur, tveir af fjórum meðlimum Sign eru að vestan og Múgsefjun hafi tekið upp fyrir vest- an svo fátt eitt sé nefnt. „Svo er Helgi Björns náttúrlega langfræg- asti Vestfirðingur allra tíma. Það er vel við hæfi að SSSól verði aðalnúm- erið á laugardagskvöldinu.“ - hdm Tíu bönd klár á Aldrei fór ég suður HELGI Á HEIMASLÓÐIR Helgi Björnsson fer fyrir SSSól sem verður aðalnúmerið á Aldrei fór ég suður. Helgi er frægasti Vestfirðingur allra tíma, að sögn Mugisons. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL CRYSTAL CASTLES Áhugaverð sveit frá Toronto í Kanada. Sýningar eru opnar virka daga frá kl. 11-17 og um helgar frá kl. 13-16. Sími: 575 7700. gerduberg@reykjavik.is Hið breiða holt Ljósmyndasýning þar sem unglingar eiga stefnumót við afa sína eða ömmur! Sýningarstjóri: Berglind Jóna Hlynsdóttir. Styrktaraðili: Beco Allt í plati! Sýning úr söguheimi Sigrúnar Eldjárn Ath. síðasta sýningarhelgi! Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna kl. 14 á sunnudag og að því loknu les Sigrún upp sögur af Kuggi og Málfríði fyrir gesti. Vissir þú ... ... að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur? Salir og fundarherbergi fyrir 8 - 120 manns. Sjá nánari upplýsingar: www.gerduberg.is, s. 575 7700.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.