Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 70
38 22. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > EKKI AGENT ALLEN Lily Allen hefur misst starfið sem andlit hins gríðarvinsæla nær- fatafyrirtækis Agent Provocat- eur. Söngkonan átti að feta í fótspor Kate Moss og aug- lýsa eggjandi undirfötin, og hafði meira að segja farið í mikið líkamsræktarátak fyrir myndatök- una. Hún ku vera afar leið yfir þess- ari niðurstöðu sem er til komin vegna deilna milli eigenda fyrir- tækisins. Flugfarþegum á leið frá Írak til Bandaríkjanna brá í brún um dag- inn, þegar leið yfir samferðamann þeirra í vélinni. Þar var á ferðinni engin önnur en Angelina Jolie, sem var á heimleið eftir að hafa hitt bandaríska hermenn í Bagdad og kynnt sér málefni flóttamanna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Að sögn sjónarvotta fékk Ang- elina fyrst krampa og skömmu síðar blóðnasir sem erfitt reynd- ist að stöðva. Að lokum leið yfir leikkonuna og segir sjónarvottur við breska blaðið The Sun að henni hafi verið gefið súrefni við komuna til Bandaríkjanna. Orð- rómur þess efnis að Angelina beri tvíbura undir belti hefur verið þrálátur upp á síðkastið, sérstak- lega eftir að hún mætti í kjól sem helst líktist sirkustjaldi á afhend- ingu Screen Actors Guild-verð- launanna í Hollywood í lok jan- úar. Jolie féll í yfirlið FÉKK KRAMPA Í FLUGI Angelina Jolie féll í yfirlið í flugi á milli Íraks og Bandaríkj- anna á dögunum. NORDICPHOTOS/GETTY Hljómsveitin Baggalútur flytur lag Magnúsar Eiríkssonar, Hvað var það sem þú sást í honum, í lokaþætti Laugardagslaganna á morgun. Nú þegar hefur lagið verið flutt í kántríútgáfu og í hálf- gerðri Abba-útgáfu. Guðmundur Pálsson, söngvari Lútanna, segir að boðið verði upp á þriðju útgáf- una á morgun. „Það er afskaplega hlýleg og aðlaðandi útgáfa, segir Guðmundur, „falleg og ómþýð, en um leið léttleikandi og grípandi, eins og við er að búast.“ Þótt Baggalútur fari ekki sama offari í að kynna sig og sumir aðrir keppendur tekur hljómsveitin keppnina mjög alvarlega. „Það er allt á fullu á bak við tjöldin, fólk að leggja lokahönd á búningana og við höfum ráðið tvær sminkur. Við erum byrjaðir á tungumálanám- skeiði svo við getum nú talað við innfædda þarna úti í Belgrad. Við erum líka í samráði við lækna upp á stífkrampasprautur og rétt mataræði. Við erum þegar byrjað- ir að taka lýsi og fjölvítamín svo við verðum nú örugglega hraustir þegar við förum þarna út. Mér sýnist keppnin úti mjög svipuð og hér heima. Það eru næstum því jafn mörg lög sem keppa, allir eru í góðum fílingi og sætar stelpur að kynna og svona. Allt voða svip- að.“ Guðmundur lofar harðri keppni annað kvöld. „Það eru margir verðugir andstæðingar þarna og þetta verður tvísýnt. En að sjálf- sögðu erum við með leynivopn. Rosalegt leynivopn.“ Baggalútur með þriðju útgáfuna SÉR ÍSLENSKA ÞJÓÐIN EITTHVAÐ Í BAGGALÚTI? Það kemur í ljós annað kvöld. Axel Kristinsson var krýnd- ur „Herra úr að ofan“ í MR. Dómarar í keppninni voru strákarnir í Merzedes Club. „Jájá, það var alveg stemmning. En það var vandræðalegt að fara upp á svið og úr að ofan. Ekki beint í uppáhaldi hjá mér,“ segir Axel Kristinsson nemi í MR og „Herra úr að ofan“. Mikil stemmning myndaðist í hádeginu í Menntaskólanum í Reykjavík í gær en þá var efnt til keppninnar „Herra úr að ofan“ í Casa-sal skólans. Var klappað og stappað, öskrað og veinað en níu af stæltustu strákunum í MR hnykluðu olíubornir vöðvana. Freistuðu þess að verða „Herra úr að ofan“ og vinna 30 þúsund króna farsíma. Dómarar voru svo engir aðrir en buffin í Merzedes Club: Gillzenegger, Gaz-man, Partí-Hanz og Ceres 4. Þeir lögðu sitt af mörkum við að peppa upp lætin. En þetta er vissulega ekki beint í karakter. Erkitýpa þessa elsta menntaskóla landsins er föl á vanga, í frakka með snjáða bók á Mokka eða Hressó og veltir því helst fyrir sér til afþreyingar hvernig Gettu betur spurninga- keppnin fer. Hnakkarnir svo- nefndu, sem leggja allt kapp á lík- amlegt atgervi eru ekki týpurnar sem eru áberandi í MR. „Já, það er alveg rétt. Þetta er einmitt ekki MR-legt. Ég er sann- ur MR-ingur og ekkert mjög stolt- ur af þessu. En allt í lagi að vinna síma,“ segir Axel sem er í 6-Y, útskrifast í vor og stefnir á bygg- ingaverkfræðina. Axel er þó, eins og gefur að skilja, enginn væskill. Hann æfir júdó með Ármanni og lyftir en segir af og frá að vera einhver vaxtaræktarkappi. Og hann bjóst ekki við að vinna þó hann hafi auðvitað ekki skotið loku fyrir að þannig færi. Enda til hvers að keppa annars? „Nei, en sumir eru miklu flott- ari en ég hér í skólanum. Til dæmis besti vinur minn. Hann hefði rústað mér. En er of hóg- vær. Ég var ekkert mjög heitur fyrir þessu en var manaður upp á svið.“ jakob@frettabladid.is Herra úr að ofan í MR Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Þó að Axel megi heita stæltur í sínum hópi hverfur hann nánast milli buffanna í Merzedes Club. Takið eftir að Gillzenegger fer ekki úr að ofan! FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HNYKLA VÖÐVA Tæpur tugur stæltra stráka tók pósur og keppti um eitt stykki farsíma. STEMMNING Á ÓLÍKLEGUM STAÐ Hnakkastemmningin hefur hingað til ekki átt upp á pallborðið í MR en lengi er von á einum. „Þetta þykir dálítið fínt. Maður er vanur að spila á mun minni stöðum en þess- um,“ segir saxófónleikarinn Jóel Pálsson, sem spilar með djasskvartetti sínum og Sig- urðar Flosasonar í Lincoln Center í New York á mánu- daginn. Jóel viðurkennir að um mikinn heiður sé að ræða. „Þetta er afskaplega virðuleg tónleikahöll og á meðal þeirra þekktustu. En það er tiltölu- lega stutt síðan farið var að bjóða upp á djassprógramm.“ Tónleikarnir eru hluti af norrænu djassþema í höllinni og var ein hljómsveit frá hverju Norðurlandanna valin til að koma þar fram. Djasskvartett Jóels og Sig- urðar hefur lítið spilað hér- lendis en á síðasta ári fór hún í tónleikaferð til Kína og tók upp plötu sem kom þar út á vegum ríkisins. „Við spiluð- um fyrir tvö þúsund manns fyrir fullu húsi. Það var öllu meiri fjöldi en maður á að venjast en það gekk mjög vel,“ segir hann. Auk Jóels og Sigurðar skipa djasskvartettinn Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassaleikari, og trommarinn Einar Scheving, sem varð þess heiðurs aðnjótandi að spila í Lincoln Center er hann bjó í Bandaríkjunum. Einnig hefur gítarleikarinn Björn Thoroddsen spilað í tónleika- höllinni virtu með hljómsveit- inni Cold Front. - fb Spila í Lincoln Center-höllinni DJASSKVARTETT Djasskvartett Jóels Pálssonar og Sigurðar Flosasonar spilar í Lincoln Center á mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.