Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 74
42 22. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is N1-deild karla í handbolta Akureyri-Haukar 27-27 (13-8) Mörk Akureyrar: Goran Gusic 7/1 (9), Hörður Sigþórsson 5 (7), Jónatan Magnússon 4/3 (6), Ásbjörn Friðriksson 4 (11), Magnús Stefánsson 2 (5), Einar Logi Friðjónsson 2 (7), Oddur Grétars son 1 (1), Þorvaldur Þorvaldsson 1 (1), Heiðar Þór Aðalsteinsson 1 (1), Hákon Stefánsson (2). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 22 (47) 47%, Arnór Sveinbjörnsson 1 (3) 33% Hraðaupphlaup: 5 (Goran 3, Hörður, Einar Logi) Fiskuð víti: 4 (Ásbjörn 2, Hákon, Goran) Utan vallar: 14 mínútur. Rauð spjöld: Magnús Stefánsson (28. mín. - 3x2), Einar Logi (36. mín.) Mörk Hauka: Gunnar Berg Viktorsson 8 (10), Halldór Ingólfsson 7/4 (13), Elías Már Halldórsson 3 (5), Andri Stefan 3 (9), Jón Karl Björnsson 2/1 (3), Gísli Jón Þórisson 1 (2), Freyr Brynjarsson 1 (3), Kári Kristján Kristjánsson 1 (4), Sigurbergur Sveinsson 1 (5). Varin skot: Magnús Sigmundsson 6 (13) 46%, Gísli Guðmundsson 10 (30) 33% Fiskuð víti: 5 (Kári 3, Halldór, Andri) Utan vallar: 8 mínútur Stjarnan-Fram 29-29 (15-14) Mörk Stjörnunnar (skot): Björgvin Hólmgeirsson 8 (13), Heimir Örn Árnason 5 (8/1), Vilhjálmur Halldórsson 4/3 (7/4), Björn Friðriksson 3 (5), Kristján S. Kristjánsso 3 (5), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (6), Ragnar Már Helgason 2 (7), Hermann Ragnar Björnss. 1 (2), Patrekur Jóhanness. 1 (3). Varin skot: Hlynur Morthens 19 (48/1), 40%. Hraðaupphlaupsmörk: 8 (Kristján 3, Ragnar 2, Heimir Örn, Patrekur, Björn). Fiskuð víti: 5 (Björgvin 2, Ragnar, Björn, Ólafur). Utan vallar: 14 mínútur. Mörk Fram (skot): Rúnar Kárason 7 (15), Andri Berg Haraldsson 5/1 (9/1), Stefán Baldvin Stefánsson 4 (5), Einar Ingi Hrafnsson 4 (6), Jón Björgvin Pétursson 3 (5), Jóhann Gunnar Einars son 3 (10), Haraldur Þorvarðarson 2 (2), Brjánn Guðni Bjarnason 1 (1). Varin skot: Björgvin Páll Gústavss. 24/1 (52/3), 46%, Magnús Gunnar Erlendss. 1/1 (1/2), 50%. Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Stefán 2, Jón, Haraldur). Fiskuð víti: 1 (Brjánn). Utan vallar: 6 mínútur. N1-deild kvenna í handbolta Stjarnan-Fram 27-20 (11-8) Mörk Stjörnunnar (skot): Rakel Dögg Bragadóttir 7 (8), Alina Petrache 5 (12), Sólveig Lára Kjærnested 3 (3), Birgit Engl 3 (9), Arna Gunnarsdóttir 3/3 (3/3), Elísabet Gunnars dóttir 2 (2), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 2 (3), Þorgerð ur Atladóttir 1 (4), Florentina Stanciu 1 (1). Varin skot: Florentina Stanciu 18/2 (33/4) 55%, Helga Vala Jónsdóttir 3 (8) 38 %. Hraðaupphlaup: 3 (Birgit, Alina, Sólveig). Fiskuð víti: 3 (Elísabet, Birgit, Ásta Björk). Utan vallar: 6 mínútur Mörk Fram (skot): Ásta Birna Gunnarsdóttir 6/2 (8/2), Stella Sigurðardóttir 4 (10/1), Þórey Rósa Stefánsdóttir 3 (6), Anett Köbli 3 (12/1), Pavla Nevarilova 2 (2), Karen Knútsdóttir 1 (2), Sara Sigurðardóttir 1 (5). Varin skot: Kristina Matuzeviciute 11 (34/3) 33 %, Karen Einarsdóttir 1 (5) 20 %. Hraðaupphlaup: 5 (Þórey 2, Ásta 2, Stella). Fiskuð víti: 4 (Þórey 2, Sigurbjörg, Pavla.). Utan vallar: 4 mínútur. HK-Valur 27-32 Natalia Cieplowska 7, Auður Jónsdóttir 7 Rut Jónsdóttir 6 - Dagný Skúladóttir 7, Eva Barna 4, Katrín Andrésdóttir 4, Íris Ásta Pétursdóttir 4, Ágústa Edda Björnsdóttir 4. Fylkir-Grótta 17-23 UEFA-bikarinn í fótbolta: Atlético-Bolton 0-0 (0-1) Helsingborg-PSV Eindhoven 1-2 (1-4) Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn. Hamburg-Zürich 0-0 (3-1) Kristinn Jakobsson dæmdi leikinn og lyfti gula spjaldinu fjórum sinnum. Tottenham-Slavia Prag 1-1 (3-2) 1-0 Jamie O’Hara (7.), 1-1 Matej Krajcik (51.). Everton-Brann 6-1 (8-1) 1-0 Yakubu (35.), 2-0 Andy Johnson (41.), 3-0 Yakubu (54.), 3-1 Petter Moen (60.), 4-1 Mikel Arteta (70.), 5-1 Yakubu (72.), 6-1 Johnson (90.) Kristján Sigurðsson lék allan leikinn og Ólafur Örn Bjarnason fyrstu 65 mínúturnar. ÚRSLITIN Í GÆR Úrvalslið N1-deildar kvenna í handbolta fyrir umferðir 10-18 var til- kynnt á Hótel Loftleiðum í gær, auk þess sem sérstök verðlaun voru afhent fyrir besta leikmann, besta þjálfara og bestu umgjörð umferð- anna. Úrvalsliðið var þannig skipað að Florentina Stanciu úr Stjörnunni er í markinu, Pavla Nevarilova úr Fram á lín- unni, Ásta Birna Gunnarsdóttir úr Fram í vinstra horn- inu, Ramune Pekarskyte úr Haukum í vinstri skyttunni, Eva Barna úr Val á miðjunni, Rut Arnfjörð Jónsdóttir úr HK í hægri skyttunni og Sólveig Lára Kjærnested úr Stjörnunni í hægra horninu. Þrír af þeim leik- mönnum sem voru valdir í úrvalslið umferða 10-18 voru einnig í liðinu fyrir umferðir 1-9 en það eru Florentina Stanciu, Eva Barna og Pavla Nevarilova. Valur hlaut verðlaunin fyrir bestu umgjörð en Pavla var svo valin besti leikmaður- inn og þjálfari hennar hjá Fram, Einar Jónsson, var valinn besti þjálfarinn en þau hlutu einnig verðlaunin fyrir umferðir 1-9. „Ég er mjög ánægð með þennan heiður sem mér er sýndur. Það hefur gengið vel hjá Fram-liðinu og persónulega hef ég verið að spila mitt besta tímabil til þessa. Tímabilið er samt ekki búið og það eru margir erfiðir leikir fram undan,“ sagði Pavla ánægð og Einar tekur undir með henni. „Það má kannski segja að núna séu þrjú lið sem muni berjast um þetta. Það eru Fram, Stjarnan og Valur og innbyrðisleikir þessara liða munu vega þungt þegar upp er staðið,“ sagði Einar, sem er afar sáttur með framgöngu Framstúlkna í vetur. „Okkur hefur gengið betur í annari umferð en þeirri fyrstu, mér finnst liðið í heild sinni vera að spila betur og það er ákveðinn stígandi í þessu,“ sagði Einar, sem er sáttur með N1-deildina í ár og telur að hún eigi jafnvel eftir að vera enn betri á næsta ári. „Bilið milli liða er að minnka og eitthvað um óvænt úrslit inni á milli í vetur. Það er líka mikið af ungum og efnilegum stelpum að koma upp og ég held að lið eins og HK og Fylkir eigi eftir að blanda sér í topphelminginn á næsta ári,“ sagði Einar að lokum. N1-DEILD KVENNA Í HANDBOLTA: ÚRVALSLIÐ UMFERÐA 10-18 VAR TILKYNNT Á HÓTEL LOFTLEIÐUM Í GÆR Einar og Pavla úr Fram voru aftur valin best HANDBOLTI Fram hefði með sigri á Stjörnunni í gær lagt aðra hendi á Íslandsbikarinn en núverandi meistarar úr Garðabæ ætla ekki að gefa frá sér titilinn baráttu- laust. Eftir fjörugan leik vann Stjarnan góðan sjö marka sigur, 27-20, þar sem Rakel Dögg Braga- dóttir fór á kostum í liði Stjörn- unnar. Þetta var fyrsta tap Fram- stúlkna í vetur og Stjarnan er nú aðeins tveim stigum á eftir Safa- mýrarliðinu. Framstúlkur byrjuðu með krafti í gær, komust í 1-6 og virtust ætla að keyra yfir Stjörnustúlkur. Þá kom Rakel Dögg inn af bekknum og leikur Stjörnuliðsins umturn- aðist við innkomu hennar. Þær söxuðu jafnt og þétt á forskot Framara og náðu þriggja marka forskoti fyrir hlé, 11-8. Stjörnustúlkur létu kné fylgja kviði í síðari hálfleik, voru miklu grimmari og spiluðu fantavörn á meðan ekki stóð steinn yfir steini í leik Framstúlkna. Rakel lék við hvurn sinn fingur og Stanciu varði eins og berserkur í Stjörnumark- inu. Framstúlkur áttu engin svör og við þeim blasir gríðarlega hörð barátta um titilinn. „Ef við hefðum klúðrað þessum leik værum við nánast búnar að afhenda þeim bikarinn. Þetta var frábær leikur hjá okkur og við vorum gríðarlega baráttuglaðar. Nú er allt önnur staða uppi,“ sagði Rakel Dögg brosmild í leikslok. „Ég var að finna mig ágætlega og þá sérstaklega í síðari hálfleik. Ég hélt ég væri verri í öxlinni en hún hélt ágætlega í dag.“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var þungstígur í leikslok eftir fyrsta tap síns liðs í deildinni. „Við vorum arfaslakar í dag. Ég veit ekki hvað var að en við gerðum allt vitlaust, sama hvar ber niður. Þetta verður barátta áfram og mótið er langt frá því að vera búið,“ sagði Einar. - hbg Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan sigur á Fram í uppgjöri toppliðanna í N1-deild kvenna: Stórleikur Rakelar hélt lífi í Íslandsmótinu TAKK FYRIR RAKEL Harpa Sif Eyjólfsdóttir fagnar hér Rakel Dögg eftir stórleik þeirrar síðarnefndu í Mýrinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > Jón Arnór góður í sigurleik Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stef- ánsson átti góðan leik í 75-67 sigri Lottomatica Roma á Unicaja Malaga í Euroleague í gærkvöldi. Jón Arnór kom inn af bekknum og skoraði 10 stig á 21 mínútu og spilaði góða vörn á fyrrum félaga sinn hjá Dallas, Jiri Welsch. Þetta var fyrsti sigur Rómarliðsins í 16 liða úrslitunum en þar er spilað í fjögurra liða riðlum. Jón Arnór missti af fyrsta leiknum vegna meiðsla en hann tapaðist 71-72 fyrir CSKA Moskvu. Fjórða og síðasta liðið í riðlinum er síðan Barcelona sem Jón Arnór og félagar mæta næst. HANDBOLTI Topplið Hauka var heppið að ná 27-27 jafntefli gegn Akureyri í gær. Akureyringar spiluðu frábæra vörn í fyrri hálfleik og með Sveinbjörn í stuði fyrir aftan náðu þeir mest sex marka forystu, 10-4. Þeir leiddu 13-8 í hálfleik. Akureyringar voru skrefi á undan í sveiflukenndum síðari hálfleik og leiddu með fimm mörkum þegar ellefu mínútur lifðu leiks. Haukar jöfnuðu og komust yfir á rúmum fimm mínútum, en Akureyri leiddi 27- 25 þegar tvær mínútur voru eftir. Haukar náðu að jafna og þar við sat. „Ég ætla ekki að fara í leikbann fyrir að tjá mig um dómarana,“ sagði Rúnar Sig- tryggsson, þjálfari Akureyrar. „Það er ekki spurning að við áttum skilið að vinna. Strákarnir eiga hrós skilið, með allt á móti þeim. Ef þetta er það sem koma skal hef ég engar áhyggjur.“ Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, kvaðst sáttur með stigið en hann fann að viðræður hans við HSÍ um landsliðsþjálfara- starfið höfðu áhrif á félagið. „Þess vegna sagði ég nei,“ sagði Aron, en viðræðurnar trufluðu þó ekki undirbúninginn fyrir leikinn. - hþh Óheppnir Akureyringar: Haukar stálu stigi í lokin TAPAÐ STIG Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar. PEDROMYNDIR/ÞÓRIR TRYGGVASON HANDBOLTI Stjarnan og Fram skildu jöfn, 29-29, í N1-deild karla í Mýr- inni í gærkvöld. Það voru gestirnir í Fram sem leiddu framan af fyrri hálfleik. Sóknarleikur liðsins gekk eins og vel smurð vél með stórskyttuna Rúnar Kárason í fínu formi og Björgvin Páll Gústavsson var að sama skapi öflugur í markinu. Fram komst mest í fimm marka mun í fyrri hálfleik í stöðunni 4-9 þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en heimamenn í Stjörnunni náðu sér þá engan veg- inn á flug og sóknarleikur liðsins var tilviljunarkenndur. Stjarnan var hins vegar ekki á því að gefast upp og náði með mikilli baráttu í vörninni og fínni markvörslu frá Hlyni Morthens að komast aftur inn í leikinn og taka forystu, 14-13, í lok fyrri hálfleiks. Góður varnar- leikur Stjörnunnar á þeim kafla leiksins gerði liðinu kleift að keyra hraðaupphlaup og skora þannig auðveldari mörk. Liðin skoruðu svo sitt markið hvort og staðan var 15-14 í hálfleik. Seinni hálfleikur var jafn og æsispennandi. Stjarnan byrjaði betur, en Fram jafnaði leikinn fljótlega 19-19 og eftir það skipt- ust liðin á að skora þangað til Stjarnan náði að skora tvö mörk í röð og breyta stöðunni í 27-25. Framarar svöruðu með tveimur mörkum í röð og jöfnuðu leikinn 27-27 og fimm mínútur eftir af leiknum. Það ætlaði allt um koll að keyra á lokamínútunum. Stjarnan fékk kjörið tækifæri til þess að taka forystu tveimur fleiri eftir að tveir leikmenn Fram höfðu fengið brottvísanir en Björgvin Páll, sem var frábær í markinu, varði úr opnu færi. Næsta mark leiksins kom ekki fyrr en rúm mínúta lifði leiks þegar línumaðurinn Einar Ingi Hrafnsson kom Fram yfir 28- 27. Vilhjálmur Halldórsson jafn- aði leikinn og Fram missti svo boltann og Ragnar Már Helgason kom Stjörnunni yfir 29-28 með marki úr hraðaupphlaupi. Fram- arar voru ekki af baki dottnir og Jóhann Gunnar Einarsson skoraði síðasta mark leiksins og jafnaði leikinn að nýju þegar nokkrar sek- úndur voru eftir og þar við sat. Ferenc Antal Buday, þjálfari Fram, var sæmilega ánægður í leikslok. „Mér fannst Björgvin vera frábær í markinu en mér fannst við ekki ekki vera að spila nógu vel í sókninni í síðari hálf- leik. Við komum í leikinn til að vinna hann en gerðum allt of mikið af tæknilegum mistökum til þess að það gæti gengið eftir. Það er þó enn nóg eftir af mótinu og við verðum bara að halda áfram að þróa okkar leik,“ sagði Buday. Kristján Halldórsson, þjálfari Stjörnunnar, kvað jafntefli ef til vill sanngjörn úrslit. „Við vorum bæði heppnir og óheppnir en við verðum að fara að taka fleiri stig á heimavelli. Það er ekki alltaf hægt að segja að það sé mikið eftir af mótinu þegar við náum ekki að klára þessa leiki,“ sagði Kristján. omar@frettabladid.is Dramatíkin mikil í Mýrinni Stjarnan og Fram gerðu 29-29 jafntefli í æsispennandi leik í Mýrinni í gær- kvöldi. Jóhann Gunnar Einarsson jafnaði fyrir Fram á lokasekúndunum. HINGAÐ OG EKKI LENGRA Stjörnumaðurinn Ólafur Víðir Ólafsson kemst lítið áleiðs gegn vörn Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.