Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 60
28 22. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, Ósk Ágústsdóttur frá Reykjum í Hrútafirði. Guðrún Einarsdóttir Guðjón Sigurðsson Þóra Jóna Einarsdóttir Karl Emil Ólafsson Helga Einarsdóttir Ásbjörn Björnsson Jóhanna G. Einarsdóttir Halldór Ari Brynjólfsson Þórhildur Rut Einarsdóttir Hallgrímur Bogason Hulda Einarsdóttir Ólafur H. Stefánsson ömmu- og langömmubörn. Þökkum ástkæra og auðsýnda samúð við andlát eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, Ólafar Þórarinsdóttur til heimilis að Brúnavegi 5, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 1. febrúar. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 12 G Landspítalanum. Ólafur Hafþór Guðjónsson Níels Ólafsson Björg Ólafsdóttir Magnús Magnússon Daníel Ólafsson Guðjón Hafþór Ólafsson Þuríður Edda Skúladóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og langafi, Jón Björgvin Rögnvaldsson fyrrverandi hafnarvörður, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 22. febrúar kl 13.30. Hrafnhildur Jónsdóttir Kristján Fredriksen Kristín S. Jónsdóttir Guðbjörn Garðarsson Ragnhildur Skjaldar barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Guðrún Anna Häsler Sundstræti 36, Ísafirði, sem lést 15. febrúar sl. verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 23. febrúar nk. klukkan 11.00. Bæring Gunnar Jónsson Hans Georg Bæringsson Hildigunnur Lóa Högnadóttir Geir Elvar Bæringsson Inga Lára Þórhallsdóttir Gunnar Reynir Bæringsson Guðrún Arnfinnsdóttir Gertrud Hildur Bæringsdóttir Valgeir Guðmundsson Jón Sigfús Bæringsson Edda Bentsdóttir Henry Júlíus Bæringsson Jóna Benediktsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar og amma, Guðrún Elvan Friðriksdóttir lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 14. febrúar sl. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Arnar Haukur Ómarsson Katrín Inga Hólmsteinsdóttir Fjóla Sigurbjörg Ómarsdóttir Pétur Sigurðsson Þröstur Ránar Þorsteinsson Halldór Nordquist Grímsson og barnabörn. Elín Sigurborg Jónatansdóttir, Vallarbraut 9, Seltjarnarnesi, lést á Dvalarheimilinu Skjóli mánudaginn 11. febrú- ar síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Skjóli. Herbert Herbertsson Svanhvít Jónsdóttir Jóhann Pétur Herbertsson Guðrún Elín Herbertsdóttir Elín Anna Guðmundsdóttir Sigurður Gunnarsson Brynja Guðmundsdóttir Jóhann Jónatansson og barnabörn. ANDY WARHOL MYNDLISTARMAÐUR LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1987, 59 ÁRA AÐ ALDRI. „Allir munu verða frægir í fimmtán mínútur.“ Andy Warhol hóf starfsferil sinn sem auglýsingateiknari, vann líka við gluggaútstillingar og sem kvik- myndaleikstjóri en þekktastur er hann sem popplistamaður. Þennan dag árið 1857 fæddist Robert Baden-Powell, breskur barón, herforingi og stofnandi skátahreyfingarinnar. Hann fékk snemma áhuga á ýmsum krefjandi leikjum úti í náttúrunni og tók þá gjarnan fram yfir hefðbundið skóla- nám. Hann var ekki gamall þegar leiðtogahæfileikar hans komu í ljós og árið 1899 nýtt- ust þeir honum til fullnustu þegar honum tókst að bjarga suðurafríska þorpinu Mafek- ing, eftir 217 daga umsátur Búa. Þegar hann kom til baka til Englands var honum tekið sem þjóðhetju. Hann ákvað að helga sig mannrækt. Hans hugsjón var að gera ungt fólk að sjálf- stæðum virkum og hjálpsöm- um einstaklingum. Ævintýr- ið hófst árið 1907 í Englandi þegar hann safnaði saman hópi drengja í fyrstu skáta- útileguna á eynni Brownsea. Um hundrað árum síðar starfa skátar um allan heim, bæði strákar og stelpur í hópi félaga og vina. Gildin sem skátahreyfingin byggist á eru vinátta, jafnrétti og bræðra- lag. ÞETTA GERÐIST 22. FEBRÚAR 1857 Skátaforingi fæddist BADEN-POWELL stofnaði skátahreyfinguna sem varð að alheimssamtökum. Helgi Hallgrímsson, fyrrverandi vega- málastjóri, vill ekki kannast við neitt stórafmæli þó að í dag séu 75 ár frá því hann leit fyrst dagsins ljós. Kveðst að minnsta kosti ekkert ætla að halda upp á það. „Maður lætur þennan dag líða eins og aðra,“ segir hann sallaróleg- ur. En hvernig skyldi hann verja dög- unum nú eftir að hann hætti hinu göf- uga starfi að hanna brýr og byggja upp vegi. „Ég hef mörg áhugamál,“ segir hann. „Geng dálítið, grúska í ýmsu og spila bridds við eldri borgara í Reykja- vík. Það er ágæt heilaleikfimi. Svo fer ég stundum á skíði og er svolítið í golfi að sumrinu.“ Áður en lengra er haldið er Helgi inntur eftir upprunanum. Hann rekur ættir sínar til Fljótsdalshéraðs en kveðst hafa fæðst á bænum Selstað í Seyðisfirði. „Foreldrar mínir, Hall- grímur Helgason og Málfríður Þórar- insdóttir, fluttu í kaupstaðinn á Seyð- isfirði þegar ég var ungur að árum en faðir minn missti heilsuna og dó stuttu seinna. Hann hafði verið bóndi og mamma hélt áfram með einhverj- ar skepnur auk þess að vinna við ýmis- legt sem til féll. En svo fluttum við til borgarinnar áður en ég hóf nám við Menntaskólann í Reykjavík og sett- umst að í Vogunum.“ Ljóst er að Helgi hefur tekið vel heima í Voga- og Heimahverfi því í Glaðheimum hefur hann búið í þrjátíu ár með konu sinni Margréti Schram. Þau hjón eiga fjögur börn, Hallgrím rithöfund og myndlistarmann, Nínu, svæðisstjóra hjá Rauða krossinum í Mósambik, Gunnar leikara og Ásmund markaðsstjóra hjá Birtingi. Helgi hefur ekki verið að hringla milli vinnustaða heldur, því hann kveðst hafa verið hjá Vegagerð ríkis- ins nánast allan sinn starfsaldur. „Ég byrjaði hjá Vegagerðinni 1958, í upp- hafi sem almennur verkfræðingur og svo tóku störfin á sig ýmis nöfn. Ég var mikið fyrstu árin á Austurlandi sem svæðisverkfræðingur. Þar fyrir utan var ég í brúarhönnun og fékkst reyndar eingöngu við hana í ein 12-14 ár.“ Tölvutæknin með öllum sínum möguleikum til útreikninga og lík- anagerð hélt ekki innreið sína fyrr en langt var liðið á starfsævi Helga. Hann kveðst því ekki hafa tileinkað sér hana nema í lágmarki. „Þá var bara reikn- að á blaði og það var til tæki sem hét reiknistokkur sem verkfræðingar not- uðu mikið. Einfalt en handhægt og furðu gott verkfæri,“ segir hann. Helgi hafði yfirumsjón með teng- ingu hringvegarins 1974 og hönn- un lengstu brúa landsins, bæði yfir Skeiðará og Borgarfjörð. Einnig eru brýr eftir hann hér á höfuðborgar- svæðinu, Elliðaárbrúin til dæmis sem byggð var í kringum 1970. Hverju skyldi hann vera stoltastur af þegar hann lítur til baka yfir ferilinn? „Því er erfitt að svara,“ segir hann. „Þetta voru skemmtileg ár. Það þurfti að bæta vegakerfið og brúa margar ár. Þegar búið var að tengja hringveg- inn 1974 var fljótlega tekið til við að leggja bundið slitlag. Svo það var allt- af mikið um að vera, nóg að gera og verkefnin áhugaverð.“ gun@frettabladid.is HELGI HALLGRÍMSSON FYRRVERANDI VEGAMÁLSTJÓRI: SJÖTÍU OG FIMM ÁRA Reiknistokkurinn handhægt, einfalt en furðu gott verkfæri HELGI HALLGRÍMSSON „Það var alltaf mikið um að vera, nóg að gera og verkefnin áhugaverð,“ segir Helgi, sem vann hjá Vegagerðinni nánast allan sinn starfsaldur, þar af sem vegamálastjóri í ellefu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MERKISATBURÐIR 1952 Þjóðminjasafnshúsið við Suðurgötu í Reykjavík er tekið í notkun. Sama dag var Matthías Þórðarson, fyrrverandi þjóðminja- vörður, útnefndur heið- ursdoktor við HÍ. 1956 Elvis Presley kemst í fyrsta sinn inn á vinsældalista, með laginu „Heartbreak Hotel“. 1979 Dagblaðið veitir menning- arverðlaun í fyrsta skipti. 1991 Sigríður Snævarr verð- ur sendiherra Íslands í Svíþjóð, fyrst íslenskra kvenna til að gegna slíku embætti. 1997 Í Roslin í Skotlandi til- kynna genasérfræðing- ar að þeir hafi klónað fullorðna kind sem þeir nefna Dollý.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.