Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.02.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Er ekki kominn tími á vorhreingerningu? Skráðu smáauglýsinguna á visir.is eða hringdu í síma 512 5000 og seldu gamla dótið með lítilli fyrirhöfn.Allt sem þú þarft... ...alla daga 18.– 29. febrúar. Verð frá 990 kr. Kompudagar í smáauglýsingunum Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 22. febrúar 2008 — 52. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Rauða húsið á Eyrarbakka býður upp á glæsilegar þriggja og fimm rétta kvöldmáltíðir um helgina í tilefni hátíðar-innar Fóður og fjör sem haldin verður á landsbyggðinni í fyrsta skipti. austurlamb.is er vefsíða þar sem hægt er að kaupa lambakjöt beint frá ákveðnum bóndabýlum á Austurlandi. Á síðunni má fá upplýsingar um býlin, finna upp-skriftir og lesa ummæli kaupenda. Fermingartímabilið er fram undan og um að gera fyrir þá sem eru að ferma börnin sín í ár að fara að huga að veisluföngum ef bjóða á mörgum gestum. Ragnheiður Harvey, dagskrár- og fjölmiðlafull- trúi Norræna hússins, hefur mikinn áhuga á og matargerð er afar einfaldur í Einfalt og seðjandi Ragnheiður fer oft nýjar leiðir í matargerð sinni og notar mikið af grænmeti og ávöxtum í matargerð sína. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Síðustu sætinHeimsferðir bjóða frábær tilboð á síðustu sætunum á skíði í Austurríki í febrúar og mars. Bjóðum vikuferðir 23. febrúar og 1. mars; frábær sértilboð á flugsætum og frábær tilboð á flugi og gistingu. Þú bókar tvö flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Tryggðu þér skíðafrí á besta verðinu og bókaðu strax. Mjög takmarkað framboð flugsæta. Verð Kr. 49.990Flug og gisting í vikuNetverð á Verð Kr 59 990 Verð Kr. 19.990Flugsæti með sköttum. 23. febrúar eða 1. mars. Netverð á mann. SUÐURLAND Nýr köfunarskóli stofn- aður í Vestmannaeyjum Sérblað um Suðurland FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Herratískan 2008 Allt sem þú þarft að vita til þess að vera ekki púkalegur. FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FÖSTUDAGUR22. FEBRÚAR 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS HERRATÍSKAN eins og hún leggur sig 10 hlutir Jóels Pálssonar ÞORVALDUR SKÚLASON DÆMIR HÆÐINA FÖSTUDAGUR suðurland Á bólakaf í EyjumNýr köfunarskóli hefur starfsemi í Vestmanna-eyjum í vor. BLS. 6 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2008 Gæði til framtíðar RAGNHEIÐUR HARVEY Hefur mikinn áhuga á mat og matargerðarlist matur Í MIÐJU BLAÐSINS Harðstjóri kveður „Fyrsta áratuginn undir stjórn Kastrós voru milli sjö og tíu þús- und manns teknir af lífi af stjórn- málaástæðum og um 30 þúsund manns sendir í fangabúðir,“ skrifar Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Í DAG 22 Alfreð til aðstoðar Alfreð Gíslason mun verða HSÍ innan handar í leit að hæfum erlendum landsliðsþjálfara. ÍÞRÓTTIR 43 Gerir stuttmynd á Íslandi Gael Garcia Bernal nýtir Íslandsdvölina til að gera stuttmynd fyrir Sameinuðu þjóðirnar. FÓLK 46 STÖKU ÉL VESTAN TIL Í dag verða vestan 5-10 m/s. Stöku él vestan til en bjart með köflum eystra. Frost- laust að deginum syðra, annars frost 0-7 stig, kaldast til landsins. VEÐUR 4 -3 -5 -3 1 0 VEÐRIÐ Í DAG ORKUMÁL Orkuveita Reykjavíkur vill leggja áherslu á fjölbreytni í hópi stórviðskiptavina fyrirtækis- ins, segir Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri OR. Fyrirtækið hefur þegar samið um orku til fyrirhug- aðs álvers í Helguvík. „Við seljum ansi mikið af orku til álvera. Það er áhugi hjá okkur að skoða fleiri kosti,“ segir Hjörleifur. Hann segir fjölmarga hafa lýst áhuga á orku sem upphaflega hafi verið ætluð í stækkun álvers Alcan í Straumsvík. OR telji heppilegt að hafa ekki „öll eggin í einni körfu“. Áður hefur Landsvirkjun lýst því yfir að fyrirtækið muni ekki selja nýjum álverum á Suð- vestur landi orku. - bj OR vill fjölbreytni í orkusölu: Ekki öll eggin í einni körfu HJÖRLEIFUR B. KVARAN SEXHUNDRUÐ ÞÚSUND PÁSKAEGG Þær Elín og Soffía hjá Nóa Siríusi eru nokkuð vanar handtökunum þegar kemur að því að steypa páskaeggin enda eru framleidd um 600 þúsund páskaegg hjá Nóa Siríusi fyrir komandi páska. Eggin eru þegar farin að streyma í verslanir enda aðeins þrjátíu dagar til páska. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Kostnaður verslana vegna kjarasamninga leggst einna þyngst á matvöruverslanir og eykur enn verðbólguþrýsting í þeim geira. Laun hækka mest þar sem þau hafa verið lægst, líkt og í matvörugeiranum. „Þessir kjarasamningar koma mjög þungt niður á versluninni í landinu og lenda líklega þyngst á matvöruversluninni,“ segir Finn- ur Árnason, forstjóri Haga, sem reka Hagkaup, 10-11, Bónus og fleiri verslanir. „Nærri lagi er að kostnaðarauki okkar sé rúmlega átta prósent, sem er allt annað en gefið er í skyn í umræðum um samningana,“ bætir hann við. Á fundi með fulltrúum atvinnu- greina innan vébanda Samtaka verslunar og þjónustu síðdegis í gær vakti Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss, sem meðal annars rekur Nóatún og Krónuna, athygli á mismiklum áhrifum samninganna á ólík fyr- irtæki. „Þetta leggst mun þyngra á matvöruverslun en nemur þessu tæplega fjögurra prósenta með- altali sem upp er gefið,“ segir Eysteinn og bætir við að það sé ljóst að mikill verðbólguþrýst- ingur sé í pípunum. „Það ber ekk- ert fyrirtæki átta til tíu prósenta launahækkun. Miklar hækkanir á vöruverði eru yfirvofandi,“ segir Eysteinn og bætir við að þeir sem mestar kjarabætur fái hjá Kaup- ási séu unglingar og erlendir starfsmenn. - óká Kostnaðarauki vegna kjarasamninga í matvöruverslun nemur átta prósentum: Leggst þungt á matvöruverslun STJÓRNSÝSLA Nefnd forsætisráð- herra sem kannaði starfsemi Breiðavíkurheimilisins kemst að þeirri niðurstöðu að skaðabóta- skylda stjórnvalda hafi myndast vegna þess tjóns sem drengir sem vistaðir voru á heimilinu urðu fyrir. Byggir nefndin þar á álitsgerð Við- ars Más Matthíassonar, prófessors í skaðabótarétti við Háskóla Íslands. Niðurstöður nefndarinnar renna enn frekari stoðum undir að margt í starfsemi Breiðavíkur- heimilisins hafi farið mjög miður. Nefnd sem skipuð var af Geir H. Haarde forsætisráðherra í apríl 2007 til að kanna starfsemi Breiða- víkurheimilisins hefur skilað skýrslu sinni til ráðherra og verður hún kynnt í dag. Í skýrslunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að sannað sé að vistmenn hafi orðið fyrir illri meðferð frá starfsmönn- um og öðrum vistmönnum. „Það er ljóst að fátt ef nokkuð getur í reynd bætt þann skaða sem margir vistmenn Breiðavíkur- heimilisins urðu sýnilega fyrir vegna dvalar sinnar,“ segir í skýrsl- unni, sem er nákvæm úttekt á mál- efnum Breiðavíkur á 359 síðum. Nefndin leitaði til Viðars Más Matthíassonar, prófessors í skaða- bótarétti við Háskóla Íslands, til að meta hvort skaðabótaskylda hins opinbera gagnvart fyrrverandi vistmönnum Breiðavíkur væri til staðar. Viðar Már telur að stofnast hafi skaðabótaskylda á því tjóni sem einstaklingar sem vistaðir voru á Breiðavík hafi orðið fyrir. Nefndin tekur undir það viðhorf, með nokkrum fyrirvörum. Leggur nefndin því til að stjórnvöld leggi mat á hvort og að hvaða marki verði leitast við að rétta hlut þeirra sem brotið var á með fjárgreiðslu í formi skaðabóta. Er að mati nefndarinnar talið rétt að líta til Noregs um fyrirkomulag á greiðslu slíkra bóta. Ríkinu er ekki skylt að greiða bætur til vistmanna sem dvöldu á Breiðavíkurheimilinu þar sem slíkar kröfur eru fyrndar. Niðurstaða nefndarinnar er að hyggist íslenska ríkið greiða skaða- bætur til vistmanna á Breiðavík komi tvær leiðir til greina; annars vegar að leysa úr hverju máli fyrir sig á grundvelli krafna frá þeim einstaklingum sem eiga í hlut eða að sett verði lög sem heimila að greiddar verði skaðabætur á almennum grundvelli. Af 158 einstaklingum sem dvöldu á Breiðavíkurheimilinu eru 33 látnir og ellefu einstaklingum tókst nefndarmönnum ekki að hafa uppi á. Fordæmi eru fyrir því að ríkið greiði skaðabætur þótt ekki sé um skyldu til þess að ræða. - shá Telur Breiðavíkurdrengi eiga rétt á skaðabótum Skaðabótaskylda myndaðist vegna tjóns sem drengir á Breiðavíkurheimilinu urðu fyrir. Þetta er mat nefndar forsætisráðherra um starfsemi heimilisins, byggt á áliti sérfræðings í skaðabótarétti. VESTMANNAEYJAR Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsti á fundi sínum í gærkvöldi yfir þungum áhyggjum vegna stöðu mála í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Segir í bókun fundarins að stöðvun loðnuveiða muni þýða 3,8 milljarða tap fyrir sjávarútveginn í Eyjum og bætist það ofan á 3,6 milljarða tap vegna niðurskurðar á þorskkvóta. Bæjaryfirvöld leggja þunga áherslu á að ríkisvaldið grípi tafarlaust til aðgerða. Meðal þess sem lagt er til er að styrkja sjávarútveg með því að aflétta íþyngjandi álögum, styrkja fræðasvið sjávarútvegs og efla hafrannsóknir. Einnig vilja Eyjamenn að hvalveiðar verði hafnar af auknum þunga. - ovd / sjá síðu 2 Bæjarstjórn Vestmannaeyja: Vill að ríkið grípi til aðgerða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.